Apple lagar öryggisgalla í nýjustu uppfærslu sinni Birta Svavarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 21:01 Búið er að senda út aðra uppfærslu sem lagar öryggisgallann. Getty Galli í nýjustu uppfærslunni á iOS stýrikerfi Apple gerði það kleift að hægt væri að hakka sig inn í iPhone síma og koma þar fyrir njósnavírus með aðeins einum smelli. Apple hefur nú sent út aðra uppfærslu sem lagar þennan galla.BBC fjallaði um málið fyrr í kvöld. Upp komst um gallann þegar mannréttindalögfræðingurinn Ahmed Mansoor fékk send sms skilaboð í iPhone 6 síma sinn með upplýsingum um meintar pyntingar sem áttu að hafa átt sér stað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Innihéldu skilaboðin hlekki sem áttu að beina viðtakanda á upptökur af meintum pyntingum. Ef smellt hefði verið á hlekkina hefði sími Ahmed samstundis sýkst af vírus sem hefði getað njósnað um nærumhverfi hans í gegnum myndavél og hljóðnema símans. Ahmed Mansoor lét öryggisfyrirtækin Citizen Lab og Lookout samstundis vita, sem gátu flýtt fyrir því að gallinn yrði lagaður. Halda þeir að njósnaforritið sem um ræðir hafi verið forritað af ísraelskum internethryðjuverkasamtökum sem kalla sig NSO Group. „Þetta er háþróaðasta njósnaforrit sem við höfum fundið,“ er haft eftir starfsmanni Lookout í frétt BBC. „Viðbrögð Apple hafa verið mjög hröð, svo við hvetjum alla iOS notendur til að uppfæra stýrikerfin sín sem allra fyrst.“ Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Galli í nýjustu uppfærslunni á iOS stýrikerfi Apple gerði það kleift að hægt væri að hakka sig inn í iPhone síma og koma þar fyrir njósnavírus með aðeins einum smelli. Apple hefur nú sent út aðra uppfærslu sem lagar þennan galla.BBC fjallaði um málið fyrr í kvöld. Upp komst um gallann þegar mannréttindalögfræðingurinn Ahmed Mansoor fékk send sms skilaboð í iPhone 6 síma sinn með upplýsingum um meintar pyntingar sem áttu að hafa átt sér stað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Innihéldu skilaboðin hlekki sem áttu að beina viðtakanda á upptökur af meintum pyntingum. Ef smellt hefði verið á hlekkina hefði sími Ahmed samstundis sýkst af vírus sem hefði getað njósnað um nærumhverfi hans í gegnum myndavél og hljóðnema símans. Ahmed Mansoor lét öryggisfyrirtækin Citizen Lab og Lookout samstundis vita, sem gátu flýtt fyrir því að gallinn yrði lagaður. Halda þeir að njósnaforritið sem um ræðir hafi verið forritað af ísraelskum internethryðjuverkasamtökum sem kalla sig NSO Group. „Þetta er háþróaðasta njósnaforrit sem við höfum fundið,“ er haft eftir starfsmanni Lookout í frétt BBC. „Viðbrögð Apple hafa verið mjög hröð, svo við hvetjum alla iOS notendur til að uppfæra stýrikerfin sín sem allra fyrst.“
Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira