Undrast að ekki var farið eftir mati nefndar Sveinn Arnarsson skrifar 25. ágúst 2016 10:00 Nám í valdbeitingu og forgangsakstri verður enn hjá lögreglu þrátt fyrir breytingar. Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, undrast að menntamálaráðherra hafi ekki farið eftir niðurstöðu þeirrar matsnefndar sem hann setti á laggirnar um nýtt lögreglunám á háskólastigi. Ólafur Örn var einn þeirra sem sátu í téðri matsnefnd. „Þessi ákvörðun ráðherra kom mér á óvart. Ég hefði haldið að ráðherra myndi fara eftir niðurstöðum matsnefndar. Matsnefndin var skipuð þann 20. júlí og við kláruðum okkar miklu vinnu þann 8. ágúst síðastliðinn,“ segir Ólafur Örn. „Matsnefndin gerði ekkert annað en að meta skólana eftir því verklagi sem ákveðið var í menntamálaráðuneytinu.“Ólafur Örn BragasonMatsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að þrír skólar væru hæfir til að taka að sér lögreglunám á háskólastigi. Háskóli Íslands var talinn hæfastur. Matsnefndin skilaði þeim niðurstöðum inn til Ríkiskaupa og sú stofnun sendi svo menntamálaráðuneytinu niðurstöðurnar með þeim orðum að Ríkiskaup teldu það skynsamlegast að fara að niðurstöðum matsnefndarinnar. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þá miklu vinnu sem skólinn lagði í umsóknina hafa verið unna til einskis. „Mér þykir leitt að við höfum ekki fengið námið þar sem við vorum talin hæfust til þess. Við lögðum mikið í umsóknina og kölluðum fólk úr sumarfríum til að sinna þessu og því finnst okkur þessi mikla vinna unnin fyrir gýg,“ segir Jón Atli. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur að með því að flytja lögreglunámið til Akureyrar opnist möguleikar en hefði samt sem áður viljað sjá námið áfram í Reykjavík. „Það er mín skoðun að ég hefði viljað sjá námið fara inn í HÍ. Hins vegar er fjarnámið við HA þannig uppbyggt að við getum menntað lögreglumenn alls staðar á landinu sem er kostur fyrir lögregluna.“Jón Atli Benediktsson„Ég er hrædd um að lögreglusiðirnir hverfi með því að færa námið á háskólastig. Það að mæta alltaf í einkennisbúningi í skólann, virða búninginn og standa rétt. Þetta er allt hluti af mikilli hefð innan lögregluskólans og því tel ég dapurlegt að ekki muni fleiri kynnast gamla góða lögregluskólanum,“ segir Birna Blöndal Sveinsdóttir sem útskrifast úr lögregluskólanum á morgun, í síðustu útskrift í sögu skólans. Áður en Birna hóf nám í lögregluskólanum lærði hún lögfræði við HA og er útskrifuð með meistarapróf í lögfræði frá skólanum. „Ég hefði ekki farið í lögreglunámið ef það hefði verið tveggja ára háskólanám ofan á það sem ég hef þegar menntað mig í. Að mínu mati hefði mátt styrkja lögregluskólann og það hefði verið hægt að gera án þess að kosta miklu til,“ segir Birna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, undrast að menntamálaráðherra hafi ekki farið eftir niðurstöðu þeirrar matsnefndar sem hann setti á laggirnar um nýtt lögreglunám á háskólastigi. Ólafur Örn var einn þeirra sem sátu í téðri matsnefnd. „Þessi ákvörðun ráðherra kom mér á óvart. Ég hefði haldið að ráðherra myndi fara eftir niðurstöðum matsnefndar. Matsnefndin var skipuð þann 20. júlí og við kláruðum okkar miklu vinnu þann 8. ágúst síðastliðinn,“ segir Ólafur Örn. „Matsnefndin gerði ekkert annað en að meta skólana eftir því verklagi sem ákveðið var í menntamálaráðuneytinu.“Ólafur Örn BragasonMatsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að þrír skólar væru hæfir til að taka að sér lögreglunám á háskólastigi. Háskóli Íslands var talinn hæfastur. Matsnefndin skilaði þeim niðurstöðum inn til Ríkiskaupa og sú stofnun sendi svo menntamálaráðuneytinu niðurstöðurnar með þeim orðum að Ríkiskaup teldu það skynsamlegast að fara að niðurstöðum matsnefndarinnar. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þá miklu vinnu sem skólinn lagði í umsóknina hafa verið unna til einskis. „Mér þykir leitt að við höfum ekki fengið námið þar sem við vorum talin hæfust til þess. Við lögðum mikið í umsóknina og kölluðum fólk úr sumarfríum til að sinna þessu og því finnst okkur þessi mikla vinna unnin fyrir gýg,“ segir Jón Atli. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur að með því að flytja lögreglunámið til Akureyrar opnist möguleikar en hefði samt sem áður viljað sjá námið áfram í Reykjavík. „Það er mín skoðun að ég hefði viljað sjá námið fara inn í HÍ. Hins vegar er fjarnámið við HA þannig uppbyggt að við getum menntað lögreglumenn alls staðar á landinu sem er kostur fyrir lögregluna.“Jón Atli Benediktsson„Ég er hrædd um að lögreglusiðirnir hverfi með því að færa námið á háskólastig. Það að mæta alltaf í einkennisbúningi í skólann, virða búninginn og standa rétt. Þetta er allt hluti af mikilli hefð innan lögregluskólans og því tel ég dapurlegt að ekki muni fleiri kynnast gamla góða lögregluskólanum,“ segir Birna Blöndal Sveinsdóttir sem útskrifast úr lögregluskólanum á morgun, í síðustu útskrift í sögu skólans. Áður en Birna hóf nám í lögregluskólanum lærði hún lögfræði við HA og er útskrifuð með meistarapróf í lögfræði frá skólanum. „Ég hefði ekki farið í lögreglunámið ef það hefði verið tveggja ára háskólanám ofan á það sem ég hef þegar menntað mig í. Að mínu mati hefði mátt styrkja lögregluskólann og það hefði verið hægt að gera án þess að kosta miklu til,“ segir Birna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira