Lífið

Heldur mest upp á Gylfa

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Frakkland er með mjög gott lið en ég vona að Ísland vinni þetta,” segir Alexander bjartsýnn.
"Frakkland er með mjög gott lið en ég vona að Ísland vinni þetta,” segir Alexander bjartsýnn. Vísir/Hanna
 Hefur þú lengi haft áhuga á fótbolta, Alexander? Svona frá sex ára aldri. Núna er ég að æfa hjá í Víkingi í Reykjavík, 4. flokki, með vinum mínum og bekkjarfélögum í Fossvogsskóla.

Fylgja því ekki ferðalög? Jú, ég fór til Spánar fyrir þremur vikum. Það var rosalega gaman en þar var líka mjög heitt og því erfitt fyrir okkur að spila.

Skoðuðuð þið eitthvað í ferðinni? Við fórum í vatnsrennibrautargarð og á ströndina, í moll og á markað. Já, svo fórum við að skoða Valencia-fótboltavöllinn. Hann er mjög fínn, með risastórar áhorfendastúkur.

Voruð þið í Valencia? Nei, við vorum í svona 25 mínútna akstursfjarlægð frá, á milli Benidorm og Alicante.

Eru einhver fleiri mót sem þú hefur farið á nýlega? Það var eitt fyrir nokkrum mánuðum sem heitir Reykjavíkurmótið. Ég er í tveimur liðum og þeim gekk vel, þau urðu bæði Reykjavíkurmeistarar.

Ætlarðu að gera eitthvað skemmtilegt í sumar annað en spila fótbolta. Ég er að fara til Noregs að hitta pabba minn og verð hjá honum í sex vikur. Það verður gaman. Ég á vini þar úti líka. Svo byrja ég í Réttarholtsskóla í haust.

Áttu þér uppáhalds fótboltamenn? Já, Gylfa Sigurðsson og svo held ég líka upp á Neymar sem spilar með Barcelona.

Hvernig heldur þú að leikurinn fari milli Íslands og Frakklands. „Frakkland er með mjög gott lið en ég vona að Ísland vinni þetta.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×