Samrýndar systur í Sundur á nýrri plötu Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. ágúst 2016 10:00 Ásthildur og Jófríður voru á mismunandi stöðum í heiminum við gerð plötunnar Sundur og þaðan kemur titillinn. Mynd/Magnús Andersen „Ég bjó eitt ár í Amsterdam og Jófríður var á Íslandi – þá kom Jófríður í heimsókn eða ég fór til Íslands. Síðan flutti ég aftur til Íslands og Jófríður fór á flakk þannig að við þurftum að skipuleggja okkur mun betur en áður - hvenær við þurftum að æfa og taka upp,“ segir Ásthildur Ákadóttir, annar helmingur hljómsveitarinnar um hvernig gekk að taka upp plötuna nýju. Titill hennar er einmitt Sundur og vísar þá að einhverju leyti til þessara aðstæðna hjá þeim systrum og þess ferlis sem er bak við plötuna. Ásthildur segir að það að hafa haft meiri tíma til að vinna í tónlistinni í sitthvoru horninu hafi skilað sér út í músíkina í formi annars konar pælinga en áður hafi kannski verið í gangi á fyrri verkum sveitarinnar. Síðasta plata Pascal Pinon var titluð Twosomeness og því kallast þessir titlar skemmtilega á og eru lýsandi fyrir verkferlana að einhverju leyti, samheldnin fyrst og hvernig þær síðan eru sundur við framleiðslu þessarar nýjustu afurðar.Þær systur Ásthildur og Jófríður eru samheldnar en þurftu að vera í sundur við gerð nýju plötunnar.Mynd/Magnús AndersenÍ einu laginu á plötunni er spilað á flugvélaparta. Það var raunar Áki Ásgeirsson, faðir þeirra Jófríðar og Ásthildar, sem sá um að koma með og spila á þessa parta, en hann hjálpaði einnig til við að taka plötuna upp. „Hann kom í rauninni bara með risastórt box af flugvélapörtum. Við hengdum þá upp og við spiluðum á þá. Ég er ekki alveg viss hvers vegna við gerðum það – en það hljómaði mjög vel og það er kannski bara aðalástæðan,“ segir Ásthildur og aðspurð hvaðan þessir flugvélapartar hafi komið var hún alls ekki viss og raunar sjálf jafn forvitin um það og blaðamaður var. Ásthildur vill alls ekki tala um að þetta sé á einhvern hátt fjölskylduplata þó að þær Ásthildur og Jófríður séu tvíburasystur og að faðir þeirra hafi komið að upptökum plötunnar að ýmsu leyti. Sumum finnst mögulega óþægilegt að vinna með fjölskyldumeðlimum en Ásthildur er ekki á þeim buxunum. „Það er nefnilega merkilega fínt. Við erum búnar að vera í hljómsveit saman svo lengi. Það er svo mikið auðveldara ef ég sem lag eða Jófríður semur lag þá getur maður sagt „hey þetta er alveg ömurlegt dót“ án þess að nokkur móðgist. Það er rosalega hollt.“ Platan Sundur kom út á föstudaginn var og það er hægt að nálgast hana meðal annars á Bandcamp-síðu sveitarinnar og auðvitað út í búð á föstu formi. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég bjó eitt ár í Amsterdam og Jófríður var á Íslandi – þá kom Jófríður í heimsókn eða ég fór til Íslands. Síðan flutti ég aftur til Íslands og Jófríður fór á flakk þannig að við þurftum að skipuleggja okkur mun betur en áður - hvenær við þurftum að æfa og taka upp,“ segir Ásthildur Ákadóttir, annar helmingur hljómsveitarinnar um hvernig gekk að taka upp plötuna nýju. Titill hennar er einmitt Sundur og vísar þá að einhverju leyti til þessara aðstæðna hjá þeim systrum og þess ferlis sem er bak við plötuna. Ásthildur segir að það að hafa haft meiri tíma til að vinna í tónlistinni í sitthvoru horninu hafi skilað sér út í músíkina í formi annars konar pælinga en áður hafi kannski verið í gangi á fyrri verkum sveitarinnar. Síðasta plata Pascal Pinon var titluð Twosomeness og því kallast þessir titlar skemmtilega á og eru lýsandi fyrir verkferlana að einhverju leyti, samheldnin fyrst og hvernig þær síðan eru sundur við framleiðslu þessarar nýjustu afurðar.Þær systur Ásthildur og Jófríður eru samheldnar en þurftu að vera í sundur við gerð nýju plötunnar.Mynd/Magnús AndersenÍ einu laginu á plötunni er spilað á flugvélaparta. Það var raunar Áki Ásgeirsson, faðir þeirra Jófríðar og Ásthildar, sem sá um að koma með og spila á þessa parta, en hann hjálpaði einnig til við að taka plötuna upp. „Hann kom í rauninni bara með risastórt box af flugvélapörtum. Við hengdum þá upp og við spiluðum á þá. Ég er ekki alveg viss hvers vegna við gerðum það – en það hljómaði mjög vel og það er kannski bara aðalástæðan,“ segir Ásthildur og aðspurð hvaðan þessir flugvélapartar hafi komið var hún alls ekki viss og raunar sjálf jafn forvitin um það og blaðamaður var. Ásthildur vill alls ekki tala um að þetta sé á einhvern hátt fjölskylduplata þó að þær Ásthildur og Jófríður séu tvíburasystur og að faðir þeirra hafi komið að upptökum plötunnar að ýmsu leyti. Sumum finnst mögulega óþægilegt að vinna með fjölskyldumeðlimum en Ásthildur er ekki á þeim buxunum. „Það er nefnilega merkilega fínt. Við erum búnar að vera í hljómsveit saman svo lengi. Það er svo mikið auðveldara ef ég sem lag eða Jófríður semur lag þá getur maður sagt „hey þetta er alveg ömurlegt dót“ án þess að nokkur móðgist. Það er rosalega hollt.“ Platan Sundur kom út á föstudaginn var og það er hægt að nálgast hana meðal annars á Bandcamp-síðu sveitarinnar og auðvitað út í búð á föstu formi.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira