Brasilía er Ólympíumeistari karla í knattspyrnu, en þeir unnu Þýskaland í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum í kvöld. Dramatíkin var mikil.
Neymar kom Brasilíu yfir á 27. mínútu með stórbrotnu marki, en eftir það þjörmuðu Þjóðverjar að marki Brasilíu. Boltinn fór meðal annars í þrígang í markslá Brasilíu. Staðan 1-0 í hálfleik fyrir Brasilíu.
Á 59. mínútu kom jöfnunarmarkið hins vegar þegar Max Meyer skoraði jafnaði metin fyrir Þjóðverjana. Ekki urðu mörkin fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn.
Ekkert mark var heldur skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni á Maracana-leikvanginum í Ríó þar sem úrslitin réðust.
Bæði lið skoruðu úr fyrstu fjórum spyrnum sínum, en það var í fimmtu og síðustu umferðinni sem Nils Petersen lét Neverton, markvörð Brassa verja frá sér.
Það var við hæfi að stórstjarna Brasilíu Neymar tryggði Brasilíu sigur, en þetta var fyrsta Ólympíugull Brasilíu í knattspyrnu og nú hafa þeir því unnið allt.
Neymar tryggði Brasilíu fyrsta Ólympíugullið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti
