Nær ekki þeim hæðum sem hann gæti Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2016 20:00 Vísir/DICE Hin sífellt hlaupandi og klifrandi Faith er snúin aftur í leiknum Mirror's Edge Catalyst. Sem áður þarf Faith að hlaupa og klifra um borgina Glass þar sem hún og vinir hennar berjast gegn fyrirtækjum sem hafa tekið yfir stjórn mannkynsins. Saga MEC er í raun endursögn af upprunalega Mirror's Edge frá 2008, en samt ekki. Gömul andlit birtast á skjám sem og gömul nöfn. Faith er nýsloppin úr fangelsi. Hún skuldar fullt af peningum og tekur að sér ýmis verkefni. Í einu slíku rekst hún á stærðarinnar samsæri sem tengist henni persónulega. Mirror's Edge Catalyst virðist mjög efnilegur við fyrstu sýn. Það skemmtilegast við MEC er að hlaupa um Glass, finna nýjar leiðir um borgina og að koma óvinum Faith á óvart úr lofti. Þá er mjög skemmtilegt að hlaupa um borgina og finna takmarkanir Faith og hvernig nýta má hæfileika hennar best. Sjónarhorn leiksins er fast í fyrstu persónu, fyrir utan í bardögum þar sem af og til koma upp stutt myndbönd, og gerir það mikið fyrir MEC.Persónur leiksins eru skringilega illa gerðar og grunnar og það sama má segja um sögu MEC, sem er mjög klisjukennd. Borgin Glass, er einnig skringileg. Hún er einstaklega tómleg og karakterlaus. Þó má finna þar slatta af keppnum og hlutum til að elta uppi. Borgin er þó of tilbreytingalaus. Bardaga kerfi leiksins er bæði gott og slæmt. Að berjast á hlaupum er frábær skemmtun þar sem Faith stekkur af veggjum og sparkar í vonda karla eða hoppar af húsþökum og sparkar í vonda karla. Það er hægt að finna nýjar leiðir til að ganga frá óvinum Faith, og finna leiðir til að binda saman spörk og högg. Leikurinn þvingar spilara þó nokkrum sinnum til að kljást við óvini í lokuðum rýmum og þar nýtur Faith sín vægast sagt ekki.Borðin sem tengjast megin-sögu MEC eru þó nokkuð skemmtileg og bjóða upp á tilbreytingu frá Glass, þar sem þau gerast oft í annars konar umhverfum. Spilarar geta þar að auki búið til sínar eigin hlaupabrautir og att kappi við vini sína, sem er nokkuð skemmtilegt. Þrátt fyrir að upprunalegi Mirror's Edge sé orðinn átta ára gamall, er MEC enn nokkuð nýmóðins aðrir sambærilegir leikir stinga ekki upp kollinum í fljótu bragði. Hlaup og klifur leiksins eru skemmtileg og virka vel og sama má segja um bardagakerfi leiksins, að mestu. Gallar MEC eru þó klisjukennd saga, dræm persónusköpun, endurtekning og líflaus borg. Mirror's Edge Catalyst er efnilegur en nær aldrei þeim hæðum sem hann gæti náð.Samanburður á grafík. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Hin sífellt hlaupandi og klifrandi Faith er snúin aftur í leiknum Mirror's Edge Catalyst. Sem áður þarf Faith að hlaupa og klifra um borgina Glass þar sem hún og vinir hennar berjast gegn fyrirtækjum sem hafa tekið yfir stjórn mannkynsins. Saga MEC er í raun endursögn af upprunalega Mirror's Edge frá 2008, en samt ekki. Gömul andlit birtast á skjám sem og gömul nöfn. Faith er nýsloppin úr fangelsi. Hún skuldar fullt af peningum og tekur að sér ýmis verkefni. Í einu slíku rekst hún á stærðarinnar samsæri sem tengist henni persónulega. Mirror's Edge Catalyst virðist mjög efnilegur við fyrstu sýn. Það skemmtilegast við MEC er að hlaupa um Glass, finna nýjar leiðir um borgina og að koma óvinum Faith á óvart úr lofti. Þá er mjög skemmtilegt að hlaupa um borgina og finna takmarkanir Faith og hvernig nýta má hæfileika hennar best. Sjónarhorn leiksins er fast í fyrstu persónu, fyrir utan í bardögum þar sem af og til koma upp stutt myndbönd, og gerir það mikið fyrir MEC.Persónur leiksins eru skringilega illa gerðar og grunnar og það sama má segja um sögu MEC, sem er mjög klisjukennd. Borgin Glass, er einnig skringileg. Hún er einstaklega tómleg og karakterlaus. Þó má finna þar slatta af keppnum og hlutum til að elta uppi. Borgin er þó of tilbreytingalaus. Bardaga kerfi leiksins er bæði gott og slæmt. Að berjast á hlaupum er frábær skemmtun þar sem Faith stekkur af veggjum og sparkar í vonda karla eða hoppar af húsþökum og sparkar í vonda karla. Það er hægt að finna nýjar leiðir til að ganga frá óvinum Faith, og finna leiðir til að binda saman spörk og högg. Leikurinn þvingar spilara þó nokkrum sinnum til að kljást við óvini í lokuðum rýmum og þar nýtur Faith sín vægast sagt ekki.Borðin sem tengjast megin-sögu MEC eru þó nokkuð skemmtileg og bjóða upp á tilbreytingu frá Glass, þar sem þau gerast oft í annars konar umhverfum. Spilarar geta þar að auki búið til sínar eigin hlaupabrautir og att kappi við vini sína, sem er nokkuð skemmtilegt. Þrátt fyrir að upprunalegi Mirror's Edge sé orðinn átta ára gamall, er MEC enn nokkuð nýmóðins aðrir sambærilegir leikir stinga ekki upp kollinum í fljótu bragði. Hlaup og klifur leiksins eru skemmtileg og virka vel og sama má segja um bardagakerfi leiksins, að mestu. Gallar MEC eru þó klisjukennd saga, dræm persónusköpun, endurtekning og líflaus borg. Mirror's Edge Catalyst er efnilegur en nær aldrei þeim hæðum sem hann gæti náð.Samanburður á grafík.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið