Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Þórdís Valsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Jóhann Bragason býr í bænum Nanortalik á sunnanverðu grænlandi þar sem ísbjörn gengur laus. Eiginkona hans Linda Björk Lýðsdóttir hefur dvalið hjá honum og segir öruggast að halda sig inni. Mynd/Jóhann Bragason Hvítabjörn var felldur í bænum Nanortalik sem stendur á eyju við Suður-Grænland. Björninn var felldur eftir að hann drap íslenskan hest skammt frá sauðfjárbýli syðst á Grænlandi og hafði byrjað að rífa hann í sig. Jóhann Bragason, íbúi í Nanortalik, segir að tveir ísbirnir hafi verið felldir á síðustu dögum og að sést hafi til þess þriðja á svæðinu í gær. „Það sást til birnunnar, og hún er hættulegust. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra og hafa hægt um sig,“ segir Jóhann.Jóhann Bragason býr í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi þar sem ísbjörn heldur sig í bæjarlandinu. Eiginkona hans Linda Björk Lýðsdóttir dvelur hjá honum um þessar mundir. Hún segir öruggast að halda sig inni. Mynd/Jóhann BragasonTalið er að björninn sem felldur var á miðvikudag hafi verið húnn birnunnar sem ráfar nú um svæðið. „Nanortalik þýðir heimkynni ísbjarna,“ segir Jóhann og bætir því við að það sé alþekkt að hvítabirnir komi til bæjarins á vorin með hafís sem berst suður með austurströnd Grænlands og fer svo upp meðfram vesturströndinni. Þó segir hann að mjög óvenjulegt sé að birnirnir séu á ferð svona snemma árs. „Þetta er mjög óþægilegt og flestir Grænlendingar eru með riffla eða önnur vopn í húsunum sínum til að verjast þessum dýrum, en það er ég ekki því ég er ekki vanur því frá Íslandi,“ segir Jóhann. „Þetta eru stórhættuleg dýr og ef maður lendir í einu slíku þá er maður að öllum líkindum dauður,“ segir Jóhann.Linda Björk Lýðsdóttir. Mynd/Jóhann BragasonJóhann hefur búið í Nanortalik frá því í september síðastliðnum og eiginkona hans, Linda Björk Lýðsdóttir, er hjá honum um þessar mundir. „Ég er ekki óttaslegin hér heima fyrir, þó ég sé ein, en ég hef ekki þorað út í dag,“ segir Linda. Jóhann segir bæjarbúa frekar óttaslegna. „Ég stýri fiskvinnslu í bænum og um 50 manns starfa hjá mér en einungis sjö mættu til vinnu í morgun,“ segir Jóhann. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Hvítabjörn var felldur í bænum Nanortalik sem stendur á eyju við Suður-Grænland. Björninn var felldur eftir að hann drap íslenskan hest skammt frá sauðfjárbýli syðst á Grænlandi og hafði byrjað að rífa hann í sig. Jóhann Bragason, íbúi í Nanortalik, segir að tveir ísbirnir hafi verið felldir á síðustu dögum og að sést hafi til þess þriðja á svæðinu í gær. „Það sást til birnunnar, og hún er hættulegust. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra og hafa hægt um sig,“ segir Jóhann.Jóhann Bragason býr í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi þar sem ísbjörn heldur sig í bæjarlandinu. Eiginkona hans Linda Björk Lýðsdóttir dvelur hjá honum um þessar mundir. Hún segir öruggast að halda sig inni. Mynd/Jóhann BragasonTalið er að björninn sem felldur var á miðvikudag hafi verið húnn birnunnar sem ráfar nú um svæðið. „Nanortalik þýðir heimkynni ísbjarna,“ segir Jóhann og bætir því við að það sé alþekkt að hvítabirnir komi til bæjarins á vorin með hafís sem berst suður með austurströnd Grænlands og fer svo upp meðfram vesturströndinni. Þó segir hann að mjög óvenjulegt sé að birnirnir séu á ferð svona snemma árs. „Þetta er mjög óþægilegt og flestir Grænlendingar eru með riffla eða önnur vopn í húsunum sínum til að verjast þessum dýrum, en það er ég ekki því ég er ekki vanur því frá Íslandi,“ segir Jóhann. „Þetta eru stórhættuleg dýr og ef maður lendir í einu slíku þá er maður að öllum líkindum dauður,“ segir Jóhann.Linda Björk Lýðsdóttir. Mynd/Jóhann BragasonJóhann hefur búið í Nanortalik frá því í september síðastliðnum og eiginkona hans, Linda Björk Lýðsdóttir, er hjá honum um þessar mundir. „Ég er ekki óttaslegin hér heima fyrir, þó ég sé ein, en ég hef ekki þorað út í dag,“ segir Linda. Jóhann segir bæjarbúa frekar óttaslegna. „Ég stýri fiskvinnslu í bænum og um 50 manns starfa hjá mér en einungis sjö mættu til vinnu í morgun,“ segir Jóhann.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira