Starfsfólk Vonta vissi af konunum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 19:15 Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. Maðurinn, sem dæmdur var í þrjátíu daga gæsluvarðhald eftir að tvær konur voru frelsaðar af heimili hans á fimmtudag, átti og stýrði fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki fyrir Icewear. Nokkrir einstaklingar voru í vinnu hjá fyrirtækinu og höfðu vinnuaðstöðu og aðgang að sauma - og prjónavélum í húsakynnum Icewear í Vík. Fréttastofa ræddi við fyrrverandi starfsmann Vonta International sem vildi ekki láta nafn síns getið. Sagði hann að starfsfólk Vonta hafi vitað að konurnar tvær hafi dvalið í húsi mannsins sem grunaður er um mansal. Hann hafi farið með fatnað sem saumaður var af starfsfólki Vonta í húsakynnum Icewear heim til sín þar sem konurnar hafi séð um frágang á þeim. Eigendur Icewear hafa varist frétta af málinu en Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, sagði í samtali við fréttastofu í gær að málið tengdist fyrirtæki hans ekki beint og að hvorki hann né annað starfsfólk hefði vitað af tilvist kvennanna. Fyrir áramót kom upp annað mál tengt manninum þar sem talið var að hann væri með starfsfólk í vinnu sem ekki til þess réttindi. Þeim starfsmönnum var vísað úr landi en fyrirtækið hélt áfram að starfa fyrir Icewear allt þar til á fimmtudag. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að stærri fyrirtæki verði að sýna ábyrgð. „Varðandi Icewear sérstaklega, og fyrirtæki sem eru með undirverktaka, þá þarf náttúrlega að koma upp keðjuábyrgð,“ segir hún. Þannig geti kaupandi þjónustu ekki fríað sig ábyrgð þegar kemur að brotum undirverktaka. „Þetta er reyndar skilgreint sem ein stærsta ógn á vinnumarkaðnum í heiminum í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem var kynnt fyrir tveim dögum síðan. Það er þessi keðjuábyrgð. Fjármagnið er hreyfanlegra en fólk þannig að fjármagnið leitar þangað sem lægstu launin eru, eða þar sem fólk kemst upp með að greiða lægstu launin. Þannig að við erum að sjá hnattrænt vandamál og við þurfum að fara virkilega vel yfir það hvernig við getum bætt okkur svo að svona mál komi ekki fyrir,“ segir Drífa Snædal. Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir lítið samfélag Sveitarstjórnarmaður í Vík segir mansalsmálið í Vík reiðarslag fyrir lítið samfélag en bæjarbúar vissu ekki af tilvist kvennanna. 19. febrúar 2016 20:00 Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni Stöðvar 2 ekki í verksmiðjuna Almannatengslafyrirtækið KOM sendi frá sér villandi tilkynningu fyrr í dag um skilnað Icewear og fyrirtækisins sem hinn grunaði rak. 19. febrúar 2016 16:00 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. Maðurinn, sem dæmdur var í þrjátíu daga gæsluvarðhald eftir að tvær konur voru frelsaðar af heimili hans á fimmtudag, átti og stýrði fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki fyrir Icewear. Nokkrir einstaklingar voru í vinnu hjá fyrirtækinu og höfðu vinnuaðstöðu og aðgang að sauma - og prjónavélum í húsakynnum Icewear í Vík. Fréttastofa ræddi við fyrrverandi starfsmann Vonta International sem vildi ekki láta nafn síns getið. Sagði hann að starfsfólk Vonta hafi vitað að konurnar tvær hafi dvalið í húsi mannsins sem grunaður er um mansal. Hann hafi farið með fatnað sem saumaður var af starfsfólki Vonta í húsakynnum Icewear heim til sín þar sem konurnar hafi séð um frágang á þeim. Eigendur Icewear hafa varist frétta af málinu en Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, sagði í samtali við fréttastofu í gær að málið tengdist fyrirtæki hans ekki beint og að hvorki hann né annað starfsfólk hefði vitað af tilvist kvennanna. Fyrir áramót kom upp annað mál tengt manninum þar sem talið var að hann væri með starfsfólk í vinnu sem ekki til þess réttindi. Þeim starfsmönnum var vísað úr landi en fyrirtækið hélt áfram að starfa fyrir Icewear allt þar til á fimmtudag. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að stærri fyrirtæki verði að sýna ábyrgð. „Varðandi Icewear sérstaklega, og fyrirtæki sem eru með undirverktaka, þá þarf náttúrlega að koma upp keðjuábyrgð,“ segir hún. Þannig geti kaupandi þjónustu ekki fríað sig ábyrgð þegar kemur að brotum undirverktaka. „Þetta er reyndar skilgreint sem ein stærsta ógn á vinnumarkaðnum í heiminum í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem var kynnt fyrir tveim dögum síðan. Það er þessi keðjuábyrgð. Fjármagnið er hreyfanlegra en fólk þannig að fjármagnið leitar þangað sem lægstu launin eru, eða þar sem fólk kemst upp með að greiða lægstu launin. Þannig að við erum að sjá hnattrænt vandamál og við þurfum að fara virkilega vel yfir það hvernig við getum bætt okkur svo að svona mál komi ekki fyrir,“ segir Drífa Snædal.
Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir lítið samfélag Sveitarstjórnarmaður í Vík segir mansalsmálið í Vík reiðarslag fyrir lítið samfélag en bæjarbúar vissu ekki af tilvist kvennanna. 19. febrúar 2016 20:00 Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni Stöðvar 2 ekki í verksmiðjuna Almannatengslafyrirtækið KOM sendi frá sér villandi tilkynningu fyrr í dag um skilnað Icewear og fyrirtækisins sem hinn grunaði rak. 19. febrúar 2016 16:00 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Reiðarslag fyrir lítið samfélag Sveitarstjórnarmaður í Vík segir mansalsmálið í Vík reiðarslag fyrir lítið samfélag en bæjarbúar vissu ekki af tilvist kvennanna. 19. febrúar 2016 20:00
Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01
Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32
Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni Stöðvar 2 ekki í verksmiðjuna Almannatengslafyrirtækið KOM sendi frá sér villandi tilkynningu fyrr í dag um skilnað Icewear og fyrirtækisins sem hinn grunaði rak. 19. febrúar 2016 16:00
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50