Breiðablik er nú eina liðið sem á möguleika á að ná FH-ingum að stigum í deildinni en liðið mætir Eyjamönnum klukkan 16.45 á Kópavogsvelli í dag.
Blikar geta mest komið í 43 stig en FH er eftir jafnteflið gegn Val í gær með 42 stig. Blikar eiga þrjá leiki eftir á tímabilinu en FH tvo.
Fjölnir tapaði fyrir Val í gær og stimplaði sig þar með formlega úr titilbaráttunni en liðið heldur þó enn í annað sæti deildarinnar og þar með vonir sínar um sæti í Evrópudeildinni á næsta ári.
Það verður einnig hart barist í fallbaráttu Pepsi-deildarinnar í dag en Þróttur getur fallið ef liðið tapar fyrir Víkingi Ólafsvík á heimavelli og ÍBV vinnur Breiðablik.
Leikur Þróttar og Ólafsvíkinga hefst klukkan 19.15 í Laugardalnum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.05.
Þá mætast Stjarnan og ÍA klukkan 20.00 og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport. Umferðin verður svo gerð upp í Pepsi-mörkunum klukkan 22.00.