Viðskipti innlent

Madden kemur nýr inn í stjórn Arion banka

Atli Ísleifsson skrifar
Stjórnarmönnum bankans hefur verið fjölgað úr sjö í átta.
Stjórnarmönnum bankans hefur verið fjölgað úr sjö í átta. Mynd/Arion banki
John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, hefur komið nýr inn í stjórn Arion banka. Á hlutahafafundi Arion banka, sem fram fór fimmtudaginn 15. september síðastliðinn, var samþykkt að fjölga stjórnarmönnum bankans um einn, úr sjö í átta.

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að stjórn Arion banka skipi nú þau Benedikt Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason, Guðrún Johnsen, John P. Madden, Kirstín Þ. Flygenring, Måns Höglund, Monica Caneman og Þóra Hallgrímsdóttir. Kirstín er fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórninni, aðrir eru tilnefndir af Kaupskilum.

„John P. Madden er framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi ehf. Hann hefur starfað hjá BC Partners, Arle, ICG frá árinu 2014. Á árunum 1998 til 2013 starfaði Madden hjá Arcapita, fyrst í Bandaríkjunum en síðar á Bretlandi. Þar áður starfaði hann fyrir Lehman Brothers. Madden er með BA gráðu í hagfræði frá Williams College,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×