Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 14:17 Þrátt fyrir að minna sé um dauðsföll af völdum veirunnar, vegna lyfja sem bæla hana niður, þá hafa sérfræðingar ekki enn náð að koma í veg fyrir að fólk sýkist af veirunni Vísir/Getty „Eyðileggingarmáttur HIV veirunnar hefur haft gríðarlega áhrif innan Suður-Afríku en nú höfum við hafist handa við rannsóknir á nýju bóluefni sem miklar vonir eru bundnar við. Ef bóluefnið virkar myndi það breyta miklu í baráttunni gegn HIV faraldrinum.“ segir Dr.Glenda Grey yfirmaður suður-afrísku læknarannsóknarnefndarinnar. Guardian greinir frá.Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. Bóluefnið inniheldur einangraðan hluta veirunnar sem algengur er í Afríku. Þátttakendur munu fá fimm sprautur af bóluefninu ásamt þremur sprautum af ónæmisglæði sem hjálpar til við að virkja áhrif bóluefnisins. Miklar vonir eru bundnar við bóluefnið og talið er að ef vel gengur þá gæti það bundið enda á þann faraldur sem geysað hefur á þessum slóðum lengi vel. Þrátt fyrir að minna sé um dauðsföll af völdum veirunnar, vegna lyfja sem bæla hana niður, þá hafa sérfræðingar ekki enn náð að koma í veg fyrir að fólk sýkist af veirunni. Tilfelli sýktra heldur áfram að hækka og telja sérfræðingar að bóluefni sé það eina sem geti hjálpað ástandinu og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins.Eldri rannsóknin umdeildBóluefnið er þróaðri útgáfa af eldra efni, RV144, sem talið var að hefði sýnt bestan árangur í prufu sem gerð var í Thailandi fyrir 7 árum síðan og sýndi 31 prósent virkni. Prufan var þó umdeild þar sem bóluefnið RV144, sem notast var við, var samblanda úr tveimur lyfjum AidsVax og ALVAC en þau voru þá búin að vera í notkun í 15 ár. AidsVax hafði þá ekki staðist prófanir eitt og sér. Rannsóknin og prufan fyrir RV144, samblandaða bóluefninu, var stór og tóku um 16.400 manns sem ekki voru smitaðir af HIV veirunni þátt í henni. Þeim var annað hvort gefið virk útgáfa af bóluefninu eða lyfleysa. Þremur árum seinna kom niðurstaða prófunarinnar í ljós . Þá höfðu 125 manns orðið sýktir af veirunni. Þar af voru 51 einstaklingur sem höfðu fengið virkt bóluefni en 74 sem fengu lyfleysuna. Markhópurinn sem rannsakaður var í þetta skiptið var ekki talinn vera í jafn miklum áhættuhóp á að smitast af veirunni og hópurinn sem verið er að rannsaka nú. Miklar vonir eru hins vegar bundnar við þetta nýja og þróaðra bólefni. Nú hafa 5400 manns á aldrinu 18-35 ára tekið þátt í rannsókninni og eru þau öll talin vera innan þess samfélagshóps sem er líklegastur til að smitast. Vonir eru bundnar við 50 til 60 prósent virkni. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
„Eyðileggingarmáttur HIV veirunnar hefur haft gríðarlega áhrif innan Suður-Afríku en nú höfum við hafist handa við rannsóknir á nýju bóluefni sem miklar vonir eru bundnar við. Ef bóluefnið virkar myndi það breyta miklu í baráttunni gegn HIV faraldrinum.“ segir Dr.Glenda Grey yfirmaður suður-afrísku læknarannsóknarnefndarinnar. Guardian greinir frá.Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. Bóluefnið inniheldur einangraðan hluta veirunnar sem algengur er í Afríku. Þátttakendur munu fá fimm sprautur af bóluefninu ásamt þremur sprautum af ónæmisglæði sem hjálpar til við að virkja áhrif bóluefnisins. Miklar vonir eru bundnar við bóluefnið og talið er að ef vel gengur þá gæti það bundið enda á þann faraldur sem geysað hefur á þessum slóðum lengi vel. Þrátt fyrir að minna sé um dauðsföll af völdum veirunnar, vegna lyfja sem bæla hana niður, þá hafa sérfræðingar ekki enn náð að koma í veg fyrir að fólk sýkist af veirunni. Tilfelli sýktra heldur áfram að hækka og telja sérfræðingar að bóluefni sé það eina sem geti hjálpað ástandinu og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins.Eldri rannsóknin umdeildBóluefnið er þróaðri útgáfa af eldra efni, RV144, sem talið var að hefði sýnt bestan árangur í prufu sem gerð var í Thailandi fyrir 7 árum síðan og sýndi 31 prósent virkni. Prufan var þó umdeild þar sem bóluefnið RV144, sem notast var við, var samblanda úr tveimur lyfjum AidsVax og ALVAC en þau voru þá búin að vera í notkun í 15 ár. AidsVax hafði þá ekki staðist prófanir eitt og sér. Rannsóknin og prufan fyrir RV144, samblandaða bóluefninu, var stór og tóku um 16.400 manns sem ekki voru smitaðir af HIV veirunni þátt í henni. Þeim var annað hvort gefið virk útgáfa af bóluefninu eða lyfleysa. Þremur árum seinna kom niðurstaða prófunarinnar í ljós . Þá höfðu 125 manns orðið sýktir af veirunni. Þar af voru 51 einstaklingur sem höfðu fengið virkt bóluefni en 74 sem fengu lyfleysuna. Markhópurinn sem rannsakaður var í þetta skiptið var ekki talinn vera í jafn miklum áhættuhóp á að smitast af veirunni og hópurinn sem verið er að rannsaka nú. Miklar vonir eru hins vegar bundnar við þetta nýja og þróaðra bólefni. Nú hafa 5400 manns á aldrinu 18-35 ára tekið þátt í rannsókninni og eru þau öll talin vera innan þess samfélagshóps sem er líklegastur til að smitast. Vonir eru bundnar við 50 til 60 prósent virkni.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira