Innlent

Lögreglumenn lýsa vanþóknun á nýju samkomulagi um lífeyriskerfi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglumenn mótmæla harðlega undirritun samkomulags um samræmt lífeyriskerfi.
Lögreglumenn mótmæla harðlega undirritun samkomulags um samræmt lífeyriskerfi. vísir/daníel
Stjórn Landssambands lögreglumanna mótmælir harðlega samkomulagi um samræmt lífeyriskerfi, sem ríkið og sveitarfélögin undirrituðu í morgun. Lýsir stjórnin jafnframt vanþóknun á vinnubrögðum samningsaðila og telur sig óbundna af undirrituninni.

Sjá einnig:Lífeyrisréttindi launafólks verða samræmd og jöfnuð

„Nú liggur fyrir að framtíðar lífeyrisréttindi nýrra starfsmanna verða skert, starfsævin lengd og ábyrgð vinnuveitanda á Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna afnumin án þess að niðurstaða hafi fengist í það hvað komi í staðinn og á hvern hátt laun milli opinberra og almenna vinnumarkaðarins,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Það sé ein af grunnforsendum jöfnunar lífeyrisréttinda að launakjör á milli markaða verði á sama tíma jöfnuð.

Þá segir að málið sé langt frá því að vera tilbúið til undirritunar þar sem margir endar séu óhnýttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×