Viðskipti innlent

Evrópukeppnin í fótbolta auglýsti Ísland á einstakan hátt

Sæunn Gísladóttir skrifar
Að Mati Keller er ein mikilvægasta regla í markaðssetningu vara að skapa ímynd um góð gæði, það að vara sé ódýr eða ódýrari er ekki endilega eftirsóknavert.
Að Mati Keller er ein mikilvægasta regla í markaðssetningu vara að skapa ímynd um góð gæði, það að vara sé ódýr eða ódýrari er ekki endilega eftirsóknavert. vísir/ernir
„Ísland er sterkt vörumerki og það hvað landið er einstakt spilar þar inn í. Það þarf engu að síður að halda áfram að þróa það, passa að það sé í umræðunni og ganga úr skugga um að fólk sem ferðast hingað eigi góðar upplifanir. Það skiptir máli að umtal um Ísland sé jákvætt,“ segir Kevin L. Keller, sérfræðingur í vörumerkja­stjórnun.

Kevin keller aukamyndir
Hann heldur fyrirlestur í Gamla bíói á morgun á vegum ÍMARK og fjallar þar meðal annars um vörumerkið Ísland. 

„Ísland er týpískt dæmi um umtal (e. word of mouth), þegar einhver kemur hingað og á góða upplifun þá hefur það jákvæð áhrif,“ segir Keller.

Að mati Kellers er vörumerkið Ísland á góðum stað í dag. „Það hefur margt spilað þarna inn í, Ísland fékk til dæmis einstaka auglýsingu þegar Íslendingar kepptu á Evrópumótinu í fótbolta. Það er líka merkilegt að erfiðleikarnir sem ríktu hér árið 2010, áhrif efnahagskreppunnar og eldgosið í Eyjafjallajökli, höfðu ekki neikvæð áhrif á vörumerkið, eins og maður hefði búist við,“ segir Keller.

Keller bendir þó á að jákvæð vörumerki viðhaldi sér ekki sjálf, það þurfi að viðhalda gæðum, sérstaklega í ferðamannaiðnaðinum. „Í mörg ár var Ísland falin perla en þið þurfið að vera meðvituð um áhrif massatúrisma af því að einn helsti kosturinn við að koma hingað áður var að líða eins og maður væri einn í heiminum.

Þetta snýst allt um gæði. Það eru takmörkuð gæði þannig að það þarf að ákveða hvernig upplifanir þið viljið skapa innan þeirra.“ 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×