Skytturnar fimm frá Íslandi Benedikt Bóas skrifar 19. september 2016 07:45 Frá vinstri. Elsa Blöndal Sigfúsdóttir, María Anna Clausen, Bára Einarsdóttir, Guðrún Hafberg og Harpa Hlín Þórðardóttir. vísir/gva Fimm konur munu halda til Eistlands í október til að skjóta elgi. Töluverð vakning er meðal kvenna í skotveiði hér á landi og er til virkur hópur veiðikvenna. „Við finnum fyrir miklum áhuga kvenna á að fara í veiðiferðir og margar sem hafa lengi hugsað um að taka skotvopnaleyfið eru að gera það um þessar mundir.“ segir Harpa Hlín Þórðardóttir, ein af fimmmenningunum. Harpa er annar eigandi Iceland Outfitters sem er veiðiferðaskrifstofa sem skipuleggur að mestu laxveiðiferðir erlendra ferðamanna en nú skipuleggur hún skotveiðiferð. „Við förum fimm, allar vanar því að skjóta en komnar mislangt í skotveiðinni. Það er mjög lærdómsríkt að fara í svona veiðiferð, við lærum inn á siði og veiðivenjur, að umgangast skóginn og bráðina og svo margt fleira. Við kynnumst líka vel veiðikonum frá öðrum löndum og erum í sambandi við nokkrar þeirra.“ Konurnar fá ekki að flytja kjötið inn til landsins, það verður eftir hjá leiðsögumönnunum. Horn og kúpur eru þó hreinsaðar og sendar yfir hafið. Harpa stofnaði kvennaveiðihóp sem kallast T&T international í fyrra ásamt Elsu Blöndal og Maríu Önnu Clausen í kringum ferð til Eistlands í fyrra. „Þá fórum við tvo daga í einkaveiði, og okkar hópur sameinaðist svo árlegri veiðiferð sem eistneskar konur halda. Þar voru um 50 konur í svokallaðri rekstrarveiði í einn dag. Þó ekki hafi verið mikið um dýr á svæðinu var þetta ljómandi skemmtilegt og heppnaðist vel. Ferðin okkar var tekin upp af eistneskri sjónvarpsstöð og fylgdu myndatökumenn okkur allan tímann og var afraksturinn svo sýndur í tveimur þáttum þar í landi.“ Harpa byrjaði að veiða ung að árum með föður sínum en áhuginn á veiði kviknaði þegar hún fór fyrst í fluguveiði fyrir lax. „Mér finnst mjög gaman að prófa nýja hluti og hef prófað ýmsar tómstundir en ekkert hefur gripið mig eins og veiðin, og þá bæði stangveiðin og skotveiðin. Fyrsta laxinn fékk ég sumarið 2000 en síðan þá hef ég aldrei veitt á annað en flugu. Nokkrum árum seinna skaut ég svo fyrsta dýrið mitt. Það má segja að með fyrsta laxinum og svo aftur með fyrsta dýrinu sem ég skaut, hafi opnast nýjar gáttir í mínu lífi. Veiðin var aldrei eitthvað sem mig hafði dreymt um að gera og mér fannst meira að segja ólíklegt að hún væri fyrir mig. Það var ekki fyrr en sigurtilfinningin við að ná bráðinni tók völdin að ég vissi að ég hafði fundið eitthvað sem ég vildi halda áfram að gera.“ Ferðin í ár er með svipuðu sniði og í fyrra. Tveir dagar munu fara í svokallaða „stalking“ og „calling“ veiði áður en haldið verður í rekstrarveiði með eistneskum vinkonum þeirra. „T&T international er opinn hópur fyrir konur sem hafa áhuga á veiði og er öllum veiðikonum frjálst að slást í hópinn. Ástæða þess að hann var stofnaður var að okkur fannst vanta að einfalda veiðikonum að taka þá ákvörðun að fara í veiðiferðir á sínum forsendum. Markmiðin okkar eru að finna góða og skemmtilega veiði á sem hagstæðustu kjörum. Við erum misreyndar og til að mynda í fyrstu ferðina okkar kom með kona sem vildi finna út hvort þetta væri eitthvað sem hentaði henni, hún skaut ekki heldur tók þátt í rekstrinum og fylgdi okkur í veiðinni. Hún skaut svo fyrsta dýrið sitt í vor og er á fullu að skipuleggja næstu veiðiferðir,“ segir Harpa. Hópurinn heldur sambandi í gegnum Facebook í hópnum Veiðikonur Íslands.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Fimm konur munu halda til Eistlands í október til að skjóta elgi. Töluverð vakning er meðal kvenna í skotveiði hér á landi og er til virkur hópur veiðikvenna. „Við finnum fyrir miklum áhuga kvenna á að fara í veiðiferðir og margar sem hafa lengi hugsað um að taka skotvopnaleyfið eru að gera það um þessar mundir.“ segir Harpa Hlín Þórðardóttir, ein af fimmmenningunum. Harpa er annar eigandi Iceland Outfitters sem er veiðiferðaskrifstofa sem skipuleggur að mestu laxveiðiferðir erlendra ferðamanna en nú skipuleggur hún skotveiðiferð. „Við förum fimm, allar vanar því að skjóta en komnar mislangt í skotveiðinni. Það er mjög lærdómsríkt að fara í svona veiðiferð, við lærum inn á siði og veiðivenjur, að umgangast skóginn og bráðina og svo margt fleira. Við kynnumst líka vel veiðikonum frá öðrum löndum og erum í sambandi við nokkrar þeirra.“ Konurnar fá ekki að flytja kjötið inn til landsins, það verður eftir hjá leiðsögumönnunum. Horn og kúpur eru þó hreinsaðar og sendar yfir hafið. Harpa stofnaði kvennaveiðihóp sem kallast T&T international í fyrra ásamt Elsu Blöndal og Maríu Önnu Clausen í kringum ferð til Eistlands í fyrra. „Þá fórum við tvo daga í einkaveiði, og okkar hópur sameinaðist svo árlegri veiðiferð sem eistneskar konur halda. Þar voru um 50 konur í svokallaðri rekstrarveiði í einn dag. Þó ekki hafi verið mikið um dýr á svæðinu var þetta ljómandi skemmtilegt og heppnaðist vel. Ferðin okkar var tekin upp af eistneskri sjónvarpsstöð og fylgdu myndatökumenn okkur allan tímann og var afraksturinn svo sýndur í tveimur þáttum þar í landi.“ Harpa byrjaði að veiða ung að árum með föður sínum en áhuginn á veiði kviknaði þegar hún fór fyrst í fluguveiði fyrir lax. „Mér finnst mjög gaman að prófa nýja hluti og hef prófað ýmsar tómstundir en ekkert hefur gripið mig eins og veiðin, og þá bæði stangveiðin og skotveiðin. Fyrsta laxinn fékk ég sumarið 2000 en síðan þá hef ég aldrei veitt á annað en flugu. Nokkrum árum seinna skaut ég svo fyrsta dýrið mitt. Það má segja að með fyrsta laxinum og svo aftur með fyrsta dýrinu sem ég skaut, hafi opnast nýjar gáttir í mínu lífi. Veiðin var aldrei eitthvað sem mig hafði dreymt um að gera og mér fannst meira að segja ólíklegt að hún væri fyrir mig. Það var ekki fyrr en sigurtilfinningin við að ná bráðinni tók völdin að ég vissi að ég hafði fundið eitthvað sem ég vildi halda áfram að gera.“ Ferðin í ár er með svipuðu sniði og í fyrra. Tveir dagar munu fara í svokallaða „stalking“ og „calling“ veiði áður en haldið verður í rekstrarveiði með eistneskum vinkonum þeirra. „T&T international er opinn hópur fyrir konur sem hafa áhuga á veiði og er öllum veiðikonum frjálst að slást í hópinn. Ástæða þess að hann var stofnaður var að okkur fannst vanta að einfalda veiðikonum að taka þá ákvörðun að fara í veiðiferðir á sínum forsendum. Markmiðin okkar eru að finna góða og skemmtilega veiði á sem hagstæðustu kjörum. Við erum misreyndar og til að mynda í fyrstu ferðina okkar kom með kona sem vildi finna út hvort þetta væri eitthvað sem hentaði henni, hún skaut ekki heldur tók þátt í rekstrinum og fylgdi okkur í veiðinni. Hún skaut svo fyrsta dýrið sitt í vor og er á fullu að skipuleggja næstu veiðiferðir,“ segir Harpa. Hópurinn heldur sambandi í gegnum Facebook í hópnum Veiðikonur Íslands.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira