Viðskipti innlent

Pétur nýr sölustjóri á fyrirtækjasviði Valitor

Atli Ísleifsson skrifar
Pétur Pétursson.
Pétur Pétursson. Mynd/Valitor
Pétur Pétursson hefur hafið störf sem sölustjóri á fyrirtækjasviði Valitor á Íslandi.

Í tilkynningu frá Valitor segir að Pétur hafi fjölþætta reynslu úr atvinnulífinu.

„Hann kemur til starfa hjá Valitor frá Viss ehf. þar sem hann var meðal stofnenda. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri auglýsingstofunnar Fíton ehf., framkvæmdastjóri tekjusviðs 365 miðla hf. og framkvæmdastjóri vátrygginga- og fjármálaþjónustu Tryggingamiðstöðvarinnar hf.

Að auki var hann fréttamaður um árabil á DV, RÚV og Stöð 2/Bylgjunni, forstöðumaður ytri og innri samskipta hjá Íslandssíma og síðar Vodafone og ráðgjafi ýmissa fyrirtækja í almannatengslum.

Pétur er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og leggur stund á MBA nám við Háskólann í Reykjavík. Pétur er giftur Hildi Ómarsdóttur, forstöðumanni markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Icelandair hótelum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×