Gullæðið gæti senn verið á enda runnið Sæunn Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2016 09:15 Verð á gulli hefur farið lækkandi það sem af er vikunnar eftir gríðarlega uppsveiflu í síðustu viku. Vísir/Getty Eftir 7,1 prósents hækkun á verði á gulli í síðustu viku hefur verðið fallið á ný. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs mæla með því að fjárfestar losi sig við gullið þar sem verðhækkunin undanfarið hafi verið innistæðulaus. Fréttablaðið greindi frá því í byrjun viku að í síðustu viku hefði fjöldi fjárfesta fært fé sitt úr hlutabréfum í gull. Keypt var gull í vikunni fyrir hæstu fjárhæð í sex ár, fyrir utan eina viku í byrjun árs 2015. Bank of America áætlar að fjárfest hafi verið í gulli fyrir 1,6 milljarða dollara, jafnvirði rúmlega tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Aukin sala á gulli er merki um óstöðugleika og skort á trú á markaðnum. Gullverð hækkar og lækkar jafnan þvert á gengi hlutabréfa. Því er eðlilegt að verðið hafi farið hækkandi í síðustu viku samtímis lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Aftur á móti hafi það lækkað á ný þegar hlutabréfamarkaðir víðsvegar um heiminn tóku við sér í byrjun þessarar viku. Verð á trójuúnsu af gulli hækkaði um 7,1 prósent í síðustu viku og nálgaðist 1.300 Bandaríkjadali, jafnvirði 165 þúsunda íslenskra króna. Það hafði hins vegar fallið um rúmlega tvö prósent um eftirmiðdaginn á þriðjudaginn. Sérfræðingateymi hjá Goldman Sachs, leitt af Jeffrey Curie og Max Layton, hefur gefið út minnisblað þar sem mælt er með að fjárfestar selji gullið sitt. Í minnisblaðinu kemur fram að ekki sé innistæða fyrir hræðslunni sem hefur drifið hækkunina á gulli. Í augnablikinu séu einungis 15-20 prósent líkur á kreppu í Bandaríkjunum á næstunni. Verðhækkunin í síðustu viku varð þegar bandarískur hlutabréfamarkaður hafði ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013. Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Eftir 7,1 prósents hækkun á verði á gulli í síðustu viku hefur verðið fallið á ný. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs mæla með því að fjárfestar losi sig við gullið þar sem verðhækkunin undanfarið hafi verið innistæðulaus. Fréttablaðið greindi frá því í byrjun viku að í síðustu viku hefði fjöldi fjárfesta fært fé sitt úr hlutabréfum í gull. Keypt var gull í vikunni fyrir hæstu fjárhæð í sex ár, fyrir utan eina viku í byrjun árs 2015. Bank of America áætlar að fjárfest hafi verið í gulli fyrir 1,6 milljarða dollara, jafnvirði rúmlega tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Aukin sala á gulli er merki um óstöðugleika og skort á trú á markaðnum. Gullverð hækkar og lækkar jafnan þvert á gengi hlutabréfa. Því er eðlilegt að verðið hafi farið hækkandi í síðustu viku samtímis lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Aftur á móti hafi það lækkað á ný þegar hlutabréfamarkaðir víðsvegar um heiminn tóku við sér í byrjun þessarar viku. Verð á trójuúnsu af gulli hækkaði um 7,1 prósent í síðustu viku og nálgaðist 1.300 Bandaríkjadali, jafnvirði 165 þúsunda íslenskra króna. Það hafði hins vegar fallið um rúmlega tvö prósent um eftirmiðdaginn á þriðjudaginn. Sérfræðingateymi hjá Goldman Sachs, leitt af Jeffrey Curie og Max Layton, hefur gefið út minnisblað þar sem mælt er með að fjárfestar selji gullið sitt. Í minnisblaðinu kemur fram að ekki sé innistæða fyrir hræðslunni sem hefur drifið hækkunina á gulli. Í augnablikinu séu einungis 15-20 prósent líkur á kreppu í Bandaríkjunum á næstunni. Verðhækkunin í síðustu viku varð þegar bandarískur hlutabréfamarkaður hafði ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013.
Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira