Skýra stefnu um sölu banka Birgir Ármannsson skrifar 17. febrúar 2016 10:00 Þær óvenjulegu aðstæður hafa nú skapast hér á landi að langstærsti hluti bankakerfisins er kominn í hendur ríkisins. Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka, á megnið af hlutabréfum Landsbankans og nokkurn hlut í Arion banka. Óþarfi er að rekja hér hvernig þessar eignir komust í hendur ríkisins en á hinn bóginn er rétt að minna á að þessi staða er ekki til komin vegna þess að einhvern tímann hafi verið mörkuð sú stefna að ríkið skyldi verða yfirgnæfandi þátttakandi í bankarekstri í landinu. Þvert á móti hefur verið um það allgóður samhljómur að ríkið myndi við réttar aðstæður draga úr hlutdeild sinni þótt skoðanir hafi verið skiptar um hversu hratt það skuli gerast og hvort stefnt skuli að því að ríkið haldi eftir einhverjum hluta. Margvísleg rök eru fyrir sölu á þessum eignarhlutum. Tvennt vegur þyngst í mínum huga. Fyrra atriðið er að yfirgnæfandi hlutdeild ríkisins í atvinnustarfsemi á samkeppnismarkaði er að mínu mati óheilbrigð. Ríkinu ber að sjálfsögðu að setja þessari starfsemi ramma í lögum og reglugerðum og hafa eftirlit með því að aðilar á markaðnum haldi sig innan þeirra heimilda sem þar er að finna. Það er eftir slíkum leiðum sem ríkisvaldið á að ná fram markmiðum um eðlilegan og heilbrigðan rekstur en ekki með eignarhaldi á fyrirtækjunum sem starfa á markaðnum. Hin meginröksemdin er sú að sala þessara eigna getur bætt stöðu ríkissjóðs umtalsvert. Flestir eru sammála um að skynsamlegast sé að verja söluandvirðinu til að greiða niður skuldir. Vaxtakostnaður er einn af stærstu útgjaldaliðum ríkisins og með verulegri lækkun skulda gæti skapast svigrúm sem nemur tugum milljarða á ári hverju. Það svigrúm mætti nýta hvort sem væri til lækkunar skatta, uppbyggingar innviða, eflingar heilbrigðiskerfisins eða annarrar mikilvægrar starfsemi. Þá er ótalinn sá ávinningur sem lækkun skulda ríkisins hefði á lánshæfismat, ekki bara fyrir ríkissjóð heldur líka aðra aðila hér á landi. Alþingi hefur með fjárlögum veitt heimild til að hefja sölu á 28,2% hlut í Landsbankanum. Það er mikilvægt fyrsta skref. Jafnframt er mikilvægt að marka skýra stefnu um sölu á öðrum hlutum ríkisins í bönkunum. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að ígrunda vel tímasetningar og aðferðir við söluna og grundvallaratriði að þannig sé staðið að málum að ferlið sé opið og gegnsætt. Með því móti er líklegast að víðtæk sátt náist um þessar aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Ármannsson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Þær óvenjulegu aðstæður hafa nú skapast hér á landi að langstærsti hluti bankakerfisins er kominn í hendur ríkisins. Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka, á megnið af hlutabréfum Landsbankans og nokkurn hlut í Arion banka. Óþarfi er að rekja hér hvernig þessar eignir komust í hendur ríkisins en á hinn bóginn er rétt að minna á að þessi staða er ekki til komin vegna þess að einhvern tímann hafi verið mörkuð sú stefna að ríkið skyldi verða yfirgnæfandi þátttakandi í bankarekstri í landinu. Þvert á móti hefur verið um það allgóður samhljómur að ríkið myndi við réttar aðstæður draga úr hlutdeild sinni þótt skoðanir hafi verið skiptar um hversu hratt það skuli gerast og hvort stefnt skuli að því að ríkið haldi eftir einhverjum hluta. Margvísleg rök eru fyrir sölu á þessum eignarhlutum. Tvennt vegur þyngst í mínum huga. Fyrra atriðið er að yfirgnæfandi hlutdeild ríkisins í atvinnustarfsemi á samkeppnismarkaði er að mínu mati óheilbrigð. Ríkinu ber að sjálfsögðu að setja þessari starfsemi ramma í lögum og reglugerðum og hafa eftirlit með því að aðilar á markaðnum haldi sig innan þeirra heimilda sem þar er að finna. Það er eftir slíkum leiðum sem ríkisvaldið á að ná fram markmiðum um eðlilegan og heilbrigðan rekstur en ekki með eignarhaldi á fyrirtækjunum sem starfa á markaðnum. Hin meginröksemdin er sú að sala þessara eigna getur bætt stöðu ríkissjóðs umtalsvert. Flestir eru sammála um að skynsamlegast sé að verja söluandvirðinu til að greiða niður skuldir. Vaxtakostnaður er einn af stærstu útgjaldaliðum ríkisins og með verulegri lækkun skulda gæti skapast svigrúm sem nemur tugum milljarða á ári hverju. Það svigrúm mætti nýta hvort sem væri til lækkunar skatta, uppbyggingar innviða, eflingar heilbrigðiskerfisins eða annarrar mikilvægrar starfsemi. Þá er ótalinn sá ávinningur sem lækkun skulda ríkisins hefði á lánshæfismat, ekki bara fyrir ríkissjóð heldur líka aðra aðila hér á landi. Alþingi hefur með fjárlögum veitt heimild til að hefja sölu á 28,2% hlut í Landsbankanum. Það er mikilvægt fyrsta skref. Jafnframt er mikilvægt að marka skýra stefnu um sölu á öðrum hlutum ríkisins í bönkunum. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að ígrunda vel tímasetningar og aðferðir við söluna og grundvallaratriði að þannig sé staðið að málum að ferlið sé opið og gegnsætt. Með því móti er líklegast að víðtæk sátt náist um þessar aðgerðir.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun