Hagræddu sannleikanum að venju Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2016 11:00 Frambjóðendurnir sjö. Vísir/getty Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær. Þar deildu sjö fylgismestu frambjóðendurnir um meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál. Þetta voru síðustu kappræðurnar fyrir forval flokksins sem hefst 1. febrúar. Þeir sem tóku þátt voru Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich.Sjá einnig: Trump og Cruz körpuðu um kjörgengi Cruz Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir ýmsar staðhæfingar frambjóðendanna og kannað sannleiksgildi þeirra og virðist sem að ýmsum röngum staðhæfingum hafi verið haldið fram í kappræðunum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar af staðhæfingum frambjóðenda sem reyndust rangar.Sérfræðingur AP segir að frambjóðendur hafi skammast út í Barack Obama fyrir að fjársvelta herinn. Hins vegar var það þingið, sem stjórnað er af Repúblikönum, sem ákvað fjárveitingar til varnarmála þar í landi. Íran fyrirferðamikiðTed Cruz sagði að ef eitthvað ríki myndi þvinga hermenn á hnén, eins og gert var í Íran við tíu hermenn sem sigldu fyrir mistök inn í landhelgi Íran, myndu finna fyrir „fullum mætti og bræði Bandaríkjanna“. Um sama málefni sagði Chris Christie að einræðisherrar væru að stela skipum af Bandaríkjunum.AP fréttaveitan bendir á að krísan hafi verið mynduð af bandarísku hermönnunum og að hún hafi staðið stutt yfir. Það sé ekkert óeðlilegt við að afvopna hermenn sem sigli inn í landhelgi annars lands og að færa þá til yfirheyrslna. Mönnunum var þó sleppt fljótt og bátunum skilað. Að vísu tóku Íranir myndband af hermönnunum og birtu það á internetinu sem hægt er að líta á sem ögrun.Carly Fiorina sagði Írani hafa brotið gegn Genfarsáttmálanum þegar þeir handsömuðu bandarísku hermennina tíu og að Obama hefði aldrei minnst á það.Genfarsáttmálinn er samningur þjóða um reglur sem gilda í stríðsrekstri. CNN tekur fram að John Kirby, talsmaður Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði, réttilega, á þriðjudaginn að Bandaríkin væru ekki í stríði við Íran og því ætti sáttmálinn ekki við. Sérfræðingar sem CNN ræddi við eru sammála. Þó sögðu einhverjir sérfræðingar að Íranir hafi mögulega brotið gegn hafrétti.Ted Cruz sagði einnig að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að senda hundrað milljarða dala til Íran. Donald Trump hefur áður haldið svipuðu fram. Á árunum 2011 og 2012 voru viðskiptaþvinganir gegn Íran hertar af Bandaríkjunum og Evrópu og eignir Íran erlendis frystar. Eftir að kjarnorkusamkomulag Íran, Bandaríkjanna og fimm annarra ríkja tekur gildi verða þessar eignir aðgengilegar Írönum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Jacob Lew, hefur sagt að upphæðin sem Íranir gætu nálgast væru um 50 milljarðar. Þá er ljóst að þetta eru eignir Íran en ekki upphæð sem verður greidd úr ríkissjóði Bandaríkjanna.Donald Trump og Ted Cruz.Vísir/gettyMarco Rubio hélt því fram að Obamacare, heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama drægi úr störfum í Bandaríkjunum.CNN bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á að fjögur prósent vinnuveitenda með 50 eða fleiri starfsmenn, hafi dregið úr vinnustundum starfsmanna svo það þyrfti ekki að tryggja þá. Önnur fjögur prósent sögðust hafa dregið úr starfsmönnum í fullu starfi vegna kostnaðar við heilsufarstryggingar. Hins vegar hafi tíu prósent starfsveitenda sagst hafa fært starfsmenn úr hlutastarfi í fullt starf svo þau væru tryggð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær. Þar deildu sjö fylgismestu frambjóðendurnir um meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál. Þetta voru síðustu kappræðurnar fyrir forval flokksins sem hefst 1. febrúar. Þeir sem tóku þátt voru Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich.Sjá einnig: Trump og Cruz körpuðu um kjörgengi Cruz Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir ýmsar staðhæfingar frambjóðendanna og kannað sannleiksgildi þeirra og virðist sem að ýmsum röngum staðhæfingum hafi verið haldið fram í kappræðunum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar af staðhæfingum frambjóðenda sem reyndust rangar.Sérfræðingur AP segir að frambjóðendur hafi skammast út í Barack Obama fyrir að fjársvelta herinn. Hins vegar var það þingið, sem stjórnað er af Repúblikönum, sem ákvað fjárveitingar til varnarmála þar í landi. Íran fyrirferðamikiðTed Cruz sagði að ef eitthvað ríki myndi þvinga hermenn á hnén, eins og gert var í Íran við tíu hermenn sem sigldu fyrir mistök inn í landhelgi Íran, myndu finna fyrir „fullum mætti og bræði Bandaríkjanna“. Um sama málefni sagði Chris Christie að einræðisherrar væru að stela skipum af Bandaríkjunum.AP fréttaveitan bendir á að krísan hafi verið mynduð af bandarísku hermönnunum og að hún hafi staðið stutt yfir. Það sé ekkert óeðlilegt við að afvopna hermenn sem sigli inn í landhelgi annars lands og að færa þá til yfirheyrslna. Mönnunum var þó sleppt fljótt og bátunum skilað. Að vísu tóku Íranir myndband af hermönnunum og birtu það á internetinu sem hægt er að líta á sem ögrun.Carly Fiorina sagði Írani hafa brotið gegn Genfarsáttmálanum þegar þeir handsömuðu bandarísku hermennina tíu og að Obama hefði aldrei minnst á það.Genfarsáttmálinn er samningur þjóða um reglur sem gilda í stríðsrekstri. CNN tekur fram að John Kirby, talsmaður Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði, réttilega, á þriðjudaginn að Bandaríkin væru ekki í stríði við Íran og því ætti sáttmálinn ekki við. Sérfræðingar sem CNN ræddi við eru sammála. Þó sögðu einhverjir sérfræðingar að Íranir hafi mögulega brotið gegn hafrétti.Ted Cruz sagði einnig að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að senda hundrað milljarða dala til Íran. Donald Trump hefur áður haldið svipuðu fram. Á árunum 2011 og 2012 voru viðskiptaþvinganir gegn Íran hertar af Bandaríkjunum og Evrópu og eignir Íran erlendis frystar. Eftir að kjarnorkusamkomulag Íran, Bandaríkjanna og fimm annarra ríkja tekur gildi verða þessar eignir aðgengilegar Írönum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Jacob Lew, hefur sagt að upphæðin sem Íranir gætu nálgast væru um 50 milljarðar. Þá er ljóst að þetta eru eignir Íran en ekki upphæð sem verður greidd úr ríkissjóði Bandaríkjanna.Donald Trump og Ted Cruz.Vísir/gettyMarco Rubio hélt því fram að Obamacare, heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama drægi úr störfum í Bandaríkjunum.CNN bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á að fjögur prósent vinnuveitenda með 50 eða fleiri starfsmenn, hafi dregið úr vinnustundum starfsmanna svo það þyrfti ekki að tryggja þá. Önnur fjögur prósent sögðust hafa dregið úr starfsmönnum í fullu starfi vegna kostnaðar við heilsufarstryggingar. Hins vegar hafi tíu prósent starfsveitenda sagst hafa fært starfsmenn úr hlutastarfi í fullt starf svo þau væru tryggð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira