Gestgjafar Póllands unnu eins marks sigur á Serbíu, 29-28, í fyrsta leik liðanna á EM 2016 í kvöld. Fín byrjun hjá heimamönnum.
Serbar gáfu Pólverjum ekkert eftir í frábærum handboltaleik og voru einu marki yfir, 15-14, í hálfleik.
Spennan var mikil í leiknum, en Serbar komust einu marki yfir, 27-26, þegar tíu mínútur voru eftir.
Þá skellti pólska vörnin í lás og skoruðu heimamenn þrjú mörk í röð. Þeir komust í 29-27 áður en Ivan Nikcevic minnkaði muninn í eitt mark, 29-28.
Ekkert mark var skorað á síðustu tveimur og hálfu mínútu leiksins og höfðu Pólverjar því mikilvægan sigur, en liðið ætlar sér Evrópumeistaratitilinn á heimavelli.
Michail Jurecki var markahæstur Pólverja með sjö mörk en Petar Nenadic skoraði einnig sjö mörk fyrir Serbíu.
Heimamenn byrjuðu á sigri gegn Serbum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti