Aron: Ég var aldrei stressaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2016 19:45 Hvað ætlið þið að gera í þessu? Norðmenn réðu ekkert við Aron Pálmarsson. vísir/valli „Þetta var frekar erfitt hjá mér í dag. Ég var ekki að hitta og í engum fíling,“ sagði Aron Pálmarsson hæðnislega eftir leikinn ótrúlega gegn Norðmönnum í kvöld þar sem hann fór á kostum. Aron skoraði átta mörk í leiknum, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði tvö víti í öllum regnbogans litum og dró íslenska vagninn með hreint út sagt geggjuðum leik. Ótrúlegur leikmaður sem drengurinn er orðinn. „Að öllu gríni slepptu þá var ég að fíla mig vel. Mér fannst vera gott flæði í sóknarleiknum. Fannst við spila fallegan sóknarleik. Kannski er það kjaftæði hjá mér en ég upplifði það þannig. Þetta var þolinmóður sóknarleikur og það skilaði þessu,“ segir Aron en íslenska liðið var með yfir 70 prósent skotnýtingu sem er frábært. Strákarnir fengu svo sannarlega færin til þess að loka leiknum. Gerðu það ekki og fyrir vikið var háspenna, lífshætta í lokin. „Ég væri ekki að gefa þér viðtal ef við hefðum klúðrað þessu. Ég væri bara trylltur inn í klefa. Ég var samt aldrei stressaður í síðari hálfleik. Var með þá tilfinningu að við myndum vinna þetta. Við hefðum vissulega mátt vera skynsamari manni fleiri en við finnum út úr því. Það hefur aldrei verið vesen.“ Aron segir að liðið fái byr í seglin með svona dramatískum sigri sem endaði í samsöng með áhorfendum líkt og á EM í körfubolta. „Það var eins og við hefðum verið Evrópumeistarar að vinna Noreg,“ sagði Aron léttur en hann var þakklátur fyrir stuðninginn í dag. „Þetta var geggjað. Við Íslendingar erum einstök þjóð og gaman að sjá allt þetta fólk sem er komið. Við kunnum svo sannarlega að meta það og finnum vel fyrir stuðningnum. Maður er aldrei stoltari en á svona stundum,“ segir Aron en er þessi frammistaða það sem koma skal? „Ég er að fá mín tækifæri út af góðum sóknarleik. Ég vona að það verði framhald á þessu. Mér líður vel og ég mun nýta þau tækifæri sem ég fæ.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38 Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00 Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18 Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
„Þetta var frekar erfitt hjá mér í dag. Ég var ekki að hitta og í engum fíling,“ sagði Aron Pálmarsson hæðnislega eftir leikinn ótrúlega gegn Norðmönnum í kvöld þar sem hann fór á kostum. Aron skoraði átta mörk í leiknum, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði tvö víti í öllum regnbogans litum og dró íslenska vagninn með hreint út sagt geggjuðum leik. Ótrúlegur leikmaður sem drengurinn er orðinn. „Að öllu gríni slepptu þá var ég að fíla mig vel. Mér fannst vera gott flæði í sóknarleiknum. Fannst við spila fallegan sóknarleik. Kannski er það kjaftæði hjá mér en ég upplifði það þannig. Þetta var þolinmóður sóknarleikur og það skilaði þessu,“ segir Aron en íslenska liðið var með yfir 70 prósent skotnýtingu sem er frábært. Strákarnir fengu svo sannarlega færin til þess að loka leiknum. Gerðu það ekki og fyrir vikið var háspenna, lífshætta í lokin. „Ég væri ekki að gefa þér viðtal ef við hefðum klúðrað þessu. Ég væri bara trylltur inn í klefa. Ég var samt aldrei stressaður í síðari hálfleik. Var með þá tilfinningu að við myndum vinna þetta. Við hefðum vissulega mátt vera skynsamari manni fleiri en við finnum út úr því. Það hefur aldrei verið vesen.“ Aron segir að liðið fái byr í seglin með svona dramatískum sigri sem endaði í samsöng með áhorfendum líkt og á EM í körfubolta. „Það var eins og við hefðum verið Evrópumeistarar að vinna Noreg,“ sagði Aron léttur en hann var þakklátur fyrir stuðninginn í dag. „Þetta var geggjað. Við Íslendingar erum einstök þjóð og gaman að sjá allt þetta fólk sem er komið. Við kunnum svo sannarlega að meta það og finnum vel fyrir stuðningnum. Maður er aldrei stoltari en á svona stundum,“ segir Aron en er þessi frammistaða það sem koma skal? „Ég er að fá mín tækifæri út af góðum sóknarleik. Ég vona að það verði framhald á þessu. Mér líður vel og ég mun nýta þau tækifæri sem ég fæ.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38 Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00 Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18 Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38
Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00
Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18
Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29