Handbolti

Arnar Pétursson í tímabundið leyfi frá þjálfun ÍBV | Grunur um einelti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Pétursson.
Arnar Pétursson. Vísir/Vilhelm
Handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem kemur fram að þjálfari meistaraflokksliðs ÍBV, Arnar Pétursson, hafi tekið sér tímabundið leyfi frá þjálfun í samráði við við forsvarsmenn ÍBV.

Ástæða þessarar ákvörðunar er sú að það er grunur er um einelti innan æfingahóps félagsins. Arnar tók við liðinu af Gunnari Magnússyni sem gerði ÍBV að Íslandsmeisturum með Arnari árið 2014 og bikarmeisturum 2015.  Arnar Pétursson og Gunnar þjálfuðu Eyjaliðið fyrst saman en Gunnar var síðan einn með liðið tímabilið 2014-15.

ÍBV-liðið er í fimmta sæti Olís-deildar karla en liðið er tólf stigum á eftir toppliði Hauka sem Gunnar þjálfar.

Eyjaliðið hefur aðeins unnið 2 af síðustu 10 deildarleikjum sínum og þeir sigrar komu á móti tveimur neðstu liðum deildarinnar.



Fréttatilkynningin frá ÍBV sem mátti finna inn á eyjar.net

Arnar Pétursson, þjálfari meistaraflokks karla í handbolta, hefur ákveðið að taka sér tímabundið leyfi frá þjálfun. Ákvörðun þessi er tekin í fullu samráð við forsvarsmenn ÍBV en ástæða hennar er sú að grunur er um einelti innan æfingahóps félagsins.

Tekið skal fram að Arnar tengist því máli ekki sem þjálfari en hann taldi rétt að víkja á meðan utanaðkomandi fagaðili væri fenginn til að gera formlega eineltisathugun og leiðbeina félaginu um framhaldið.

Við viljum beina því til fólks að gefa forráðamönnum félagsins og fagaðilum ráðrúm til að vinna úr þessu máli og að aðgát skal höfð í nærveru sálar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×