Skálmöld spilar á skemmtiferðaskipi í Karíbahafinu Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. janúar 2016 09:00 Björgvin Sigurðsson, aðalsöngvari Skálmaldar og einn af gítarleikurum sveitarinnar, er hér alsæll með plöturnar. mynd/Heiðar kristjánsson Hljómsveitin Skálmöld fékk á dögunum afhenta platínuplötu fyrir plötuna Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands sem kom út árið 2013 en plata kemst í platínu ef hún selst í 7.000 eintökum. Á sama tíma fékk sveitin afhenta gullplötur fyrir plöturnar Baldur sem kom út árið 2010 og plötuna Með vættum sem kom út 2014 en gullplata fæst fyrir að selja 3.500 eintök. Það þýðir að allar plötur sveitarinnar eru komnar í gull. „Við fórum að grennslast fyrir um þetta fyrir jólin og kíktum á sölutölurnar og komumst að því að plöturnar eru allar komnar í gull og Sinfó í platínu. Við vorum að fá þetta rammað inn fyrir skömmu. Það er ótrúlega gaman að fá svona, þetta er frábær viðurkenning fyrir það sem maður hefur verið að sýsla undanfarin ár. Við eigum núna gull fyrir Sinfó, Börn Loka og Baldur fyrir sölu yfir 5.000, gull fyrir Með vættum fyrir sölu yfir 3.500 og platínu fyrir Sinfó fyrir sölu yfir 7000,“ segir Björgvin Sigurðsson, aðalsöngvari Skálmaldar og einn af gítarleikurum sveitarinnar.Átti bara að vera saumaklúbbur Hann segir sveitina þó ekki vera að mala gull þó að hún sé komin með gullplötur fyrir allar plöturnar. „Mann óraði ekki fyrir þessu þegar við byrjuðum í þessu í fyrstu. Við höfum unnið mjög þétt frá því við byrjuðum haustið 2009. Þetta átti eiginlega ekki að vera neitt heldur átti þetta að vera eins konar saumaklúbbur en þegar við gáfum út fyrstu plötuna þá sprakk þetta upp og við höfum ekkert stoppað síðan,“ útskýrir Björgvin. „Við höfum oft talað um að hvíla okkur aðeins en það kemur alltaf eitthvað upp.“ Skálmöld er á leið í sólina í Karíbahafinu en þó ekki til þess að hvíla sig því þar kemur sveitin fram á þungarokkshátíðinni 70.000 Tons of Metal sem fram fer dagana 4. til 8. febrúar en hún fer fram um borð í stærðarinnar skemmtiferðarskipi. „Þetta verður mikið ævintýri, það verður fínt að yfirgefa mistrið í smástund fyrir smá sól. Það verður ekkert að því að hanga á skemmtiferðarskipi í nokkra daga,“ segir Björgvin og hlær. Á hátíðinni koma fram 60 hljómsveitir og tekur skipið yfir þrjú þúsund gesti en á meðal þeirra sveita sem koma fram á hátíðinni eru Cradle of Filth og Paradise Lost. Sveitin ferVinna að nýju efni Hljómsveitin gaf eins og fyrr segir síðast út plötu árið 2014 en er farin að vinna að nýju efni. „Við erum alveg byrjaðir að vinna í nýju efni, vonandi náum við að koma frá okkur plötu seinna á þessu ári, það er stefnan,“ segir Björgvin. Sveitin hefur farið í fimm stóra tónleikatúra um Evrópu og segist Björgvin finna fyrir því að aðdáendahópurinn sé að stækka erlendis. „Maður fann það eiginlega best þegar við gáfum út Með vættum. Hún kom út þegar við vorum nýfarnir á túrinn, þá fann maður að hópurinn er að stækka úti. Það tekur tíma að byggja upp alvöru nafn, alveg sama hvar maður kemur. Þú kemur í fyrsta sinn í borg og þá koma 50 manns á tónleikana, svo næst þegar þú kemur koma 100, svo 200 svo 400. Þetta er hark en maður finnur að hópurinn stækkar smám saman,“ útskýrir Björgvin.Fagna gull- og platínuplötunni Skálmöld ætlar að fagna gullplötunum og platínuplötunni því hún hefur ákveðið að halda tvenna tónleika, í Háskólabíói 26. febrúar og í Hofi 18. mars. „Við höfum spilað á báðum stöðunum áður og það er rosa gaman að spila á báðum stöðum, við hlökkum mikið til.“ Þar ætlar sveitin að fara yfir farinn veg þótt hún viti ekki nákvæmlega hvaða hátt hún ætlar að hafa á því. Meðlimi sveitarinnar langar að bjóða gestum á svið, velja sín uppáhalds Skálmaldar-lög, spila þau og gera grein fyrir hvers vegna þau eru í uppáhaldi. Miðasalan hefst þann 22. janúar á tix.is. Tónlist Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hljómsveitin Skálmöld fékk á dögunum afhenta platínuplötu fyrir plötuna Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands sem kom út árið 2013 en plata kemst í platínu ef hún selst í 7.000 eintökum. Á sama tíma fékk sveitin afhenta gullplötur fyrir plöturnar Baldur sem kom út árið 2010 og plötuna Með vættum sem kom út 2014 en gullplata fæst fyrir að selja 3.500 eintök. Það þýðir að allar plötur sveitarinnar eru komnar í gull. „Við fórum að grennslast fyrir um þetta fyrir jólin og kíktum á sölutölurnar og komumst að því að plöturnar eru allar komnar í gull og Sinfó í platínu. Við vorum að fá þetta rammað inn fyrir skömmu. Það er ótrúlega gaman að fá svona, þetta er frábær viðurkenning fyrir það sem maður hefur verið að sýsla undanfarin ár. Við eigum núna gull fyrir Sinfó, Börn Loka og Baldur fyrir sölu yfir 5.000, gull fyrir Með vættum fyrir sölu yfir 3.500 og platínu fyrir Sinfó fyrir sölu yfir 7000,“ segir Björgvin Sigurðsson, aðalsöngvari Skálmaldar og einn af gítarleikurum sveitarinnar.Átti bara að vera saumaklúbbur Hann segir sveitina þó ekki vera að mala gull þó að hún sé komin með gullplötur fyrir allar plöturnar. „Mann óraði ekki fyrir þessu þegar við byrjuðum í þessu í fyrstu. Við höfum unnið mjög þétt frá því við byrjuðum haustið 2009. Þetta átti eiginlega ekki að vera neitt heldur átti þetta að vera eins konar saumaklúbbur en þegar við gáfum út fyrstu plötuna þá sprakk þetta upp og við höfum ekkert stoppað síðan,“ útskýrir Björgvin. „Við höfum oft talað um að hvíla okkur aðeins en það kemur alltaf eitthvað upp.“ Skálmöld er á leið í sólina í Karíbahafinu en þó ekki til þess að hvíla sig því þar kemur sveitin fram á þungarokkshátíðinni 70.000 Tons of Metal sem fram fer dagana 4. til 8. febrúar en hún fer fram um borð í stærðarinnar skemmtiferðarskipi. „Þetta verður mikið ævintýri, það verður fínt að yfirgefa mistrið í smástund fyrir smá sól. Það verður ekkert að því að hanga á skemmtiferðarskipi í nokkra daga,“ segir Björgvin og hlær. Á hátíðinni koma fram 60 hljómsveitir og tekur skipið yfir þrjú þúsund gesti en á meðal þeirra sveita sem koma fram á hátíðinni eru Cradle of Filth og Paradise Lost. Sveitin ferVinna að nýju efni Hljómsveitin gaf eins og fyrr segir síðast út plötu árið 2014 en er farin að vinna að nýju efni. „Við erum alveg byrjaðir að vinna í nýju efni, vonandi náum við að koma frá okkur plötu seinna á þessu ári, það er stefnan,“ segir Björgvin. Sveitin hefur farið í fimm stóra tónleikatúra um Evrópu og segist Björgvin finna fyrir því að aðdáendahópurinn sé að stækka erlendis. „Maður fann það eiginlega best þegar við gáfum út Með vættum. Hún kom út þegar við vorum nýfarnir á túrinn, þá fann maður að hópurinn er að stækka úti. Það tekur tíma að byggja upp alvöru nafn, alveg sama hvar maður kemur. Þú kemur í fyrsta sinn í borg og þá koma 50 manns á tónleikana, svo næst þegar þú kemur koma 100, svo 200 svo 400. Þetta er hark en maður finnur að hópurinn stækkar smám saman,“ útskýrir Björgvin.Fagna gull- og platínuplötunni Skálmöld ætlar að fagna gullplötunum og platínuplötunni því hún hefur ákveðið að halda tvenna tónleika, í Háskólabíói 26. febrúar og í Hofi 18. mars. „Við höfum spilað á báðum stöðunum áður og það er rosa gaman að spila á báðum stöðum, við hlökkum mikið til.“ Þar ætlar sveitin að fara yfir farinn veg þótt hún viti ekki nákvæmlega hvaða hátt hún ætlar að hafa á því. Meðlimi sveitarinnar langar að bjóða gestum á svið, velja sín uppáhalds Skálmaldar-lög, spila þau og gera grein fyrir hvers vegna þau eru í uppáhaldi. Miðasalan hefst þann 22. janúar á tix.is.
Tónlist Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira