Óttuðust flóð sjúklinga til útlanda Svavar Hávarðsson skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Þúsundir manna bíða eftir aðgerðum langt umfram þann tíma sem landlæknir telur ásættanlegt. fréttablaðið/vilhelm Varnaðarorð landlæknis og forstjóra Landspítalans urðu til þess að velferðarnefnd Alþingis setti sérstaka fyrirvara vegna innleiðingar Evróputilskipunar um réttindi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri.Réttur sjúklinga Um er að ræða breytingu á lögum um sjúkratryggingar og á lyfjalögum vegna tilskipunarinnar. Í frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, þegar það kom fram í október 2015, var kveðið á um rétt sjúkratryggðra til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til annars ríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins, án takmarkana eins og fyrirframsamþykkis – að Sjúkratryggingum Íslands væri gert að endurgreiða kostnað eins og meðferðin hefði verið veitt hér heima. Þegar Kristján mælti fyrir málinu sagði hann að mat stjórnvalda væri að ekki verði algengt að sjúklingar kjósi frekar að sækja þjónustu út fyrir landsteinana.Varnaðarorð Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir nefndaráliti velferðarnefndar í síðustu viku en þriðju og síðustu umræðu um málið lauk í gær. Hún segir að varnaðarorð sem bárust í umsögnum um málið, og umræður í nefndinni, hafi gert það að verkum að settar voru upp ákveðnar girðingar. Nefndin leggur til að ráðherra kveði í reglugerð á um hvenær sækja skuli um fyrirframsamþykki fyrir endurgreiðslu kostnaðar við heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, öfugt við það sem áður var gert ráð fyrir. Í fyrrnefndum umsögnum koma fram þungar áhyggjur af málinu, og þá vegna langra biðlista eftir aðgerðum sem hrúgast hafa upp eftir hrun, en einnig vegna kjaradeilna heilbrigðisstarfsmanna.Ógn við öryggi Inntak umsagna landlæknis og Landspítalans var að fjárfestingar í tækjum, búnaði og mannskap í heilbrigðisþjónustu krefðust ákveðins lágmarksfjölda sjúklinga til að standa undir sér og vegna fámennis á Íslandi gæti það komið niður á framboði heilbrigðisþjónustu innanlands, einkum þjónustu sem krefðist mjög sérhæfðrar þekkingar, ef fjöldi sjúklinga leitaði heilbrigðisþjónustu erlendis. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Því má segja að vegna stöðu heilbrigðiskerfisins, og þá helst fjölda sjúklinga á biðlistum og langs biðtíma, hafi landlæknir og forsvarsmenn Landspítalans lýst áhyggjum af því að fólk færi í stórum stíl af landi brott til að sækja sér lækningu. Í umsögn Landlæknisembættisins sagði einfaldlega að mikilvægast væri þegar allt er talið „að standa vörð um og efla íslenskt heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum Íslendinga fyrir heilbrigðisþjónustu og að hún sé veitt á Íslandi þar sem þekking, sérhæfing og þjálfun er þegar fyrir hendi“. Ragnheiður segir að þrátt fyrir vissar takmarkanir muni breytingin engu að síður nýtast vel, og það sé réttur sjúklinga að hafa þennan möguleika ef þeir fá ekki þjónustu hér heima innan þess tíma sem eðlilegur geti talist – en landlæknir hefur gefið út að hámarks biðtími eftir aðgerð eigi ekki að vera lengri en þrír mánuðir. „En við heyrum um fólk sem á að komast að árið 2019, og hver er þá staða þess sjúklings og lífsgæði miðað við að hann kæmist strax undir læknishendur,“ segir Ragnheiður og minnist á að rætt hafi verið um innan nefndarinnar að nýta mætti skurðstofur annars staðar en á Landspítalanum til að mæta biðlistum. Eins sé opnað á að fólk frá 31 Evrópulandi innan Evrópska efnahagssvæðisins geti sótt heilbrigðisþjónustu til Íslands.Hápólitískt Fram kemur í gögnum Alþingis vegna málsins, og þingræðum, að góður samhljómur hafi verið innan velferðarnefndar um þessar lyktir mála. Hins vegar dregur það ekki úr því hvað málið er hápólitískt. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þingræðu við atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu að málið væri gott dæmi um ávinning af Evrópusamvinnu „þar sem fólk fær að losa sig undan ofbeldi eigin stjórnvalda, ef eigin stjórnvöld fólks kjósa að hlaða upp biðlistum eftir brýnni velferðarþjónustu“. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem einnig er formaður velferðarnefndar, sagði að breytingarnar ættu að skapa þann þrýsting á stjórnvöld að halda biðlistum í lágmarki.Biðin allt of löngLandlæknir hefur sett fram þau viðmið um biðtíma að ekki eigi að bíða lengur en 90 daga eftir aðgerð eða tiltekinni meðferð.Í lok síðasta árs birti embættið tölur um biðlista eftir sex valaðgerðum þar sem þeir eru lengstir. Samtals var beðið eftir tæplega 6.000 aðgerðum á þeim tímapunkti.Eftir tæplega 5.000 hafði verið beðið lengur en 90 daga. Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Varnaðarorð landlæknis og forstjóra Landspítalans urðu til þess að velferðarnefnd Alþingis setti sérstaka fyrirvara vegna innleiðingar Evróputilskipunar um réttindi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri.Réttur sjúklinga Um er að ræða breytingu á lögum um sjúkratryggingar og á lyfjalögum vegna tilskipunarinnar. Í frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, þegar það kom fram í október 2015, var kveðið á um rétt sjúkratryggðra til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til annars ríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins, án takmarkana eins og fyrirframsamþykkis – að Sjúkratryggingum Íslands væri gert að endurgreiða kostnað eins og meðferðin hefði verið veitt hér heima. Þegar Kristján mælti fyrir málinu sagði hann að mat stjórnvalda væri að ekki verði algengt að sjúklingar kjósi frekar að sækja þjónustu út fyrir landsteinana.Varnaðarorð Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir nefndaráliti velferðarnefndar í síðustu viku en þriðju og síðustu umræðu um málið lauk í gær. Hún segir að varnaðarorð sem bárust í umsögnum um málið, og umræður í nefndinni, hafi gert það að verkum að settar voru upp ákveðnar girðingar. Nefndin leggur til að ráðherra kveði í reglugerð á um hvenær sækja skuli um fyrirframsamþykki fyrir endurgreiðslu kostnaðar við heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, öfugt við það sem áður var gert ráð fyrir. Í fyrrnefndum umsögnum koma fram þungar áhyggjur af málinu, og þá vegna langra biðlista eftir aðgerðum sem hrúgast hafa upp eftir hrun, en einnig vegna kjaradeilna heilbrigðisstarfsmanna.Ógn við öryggi Inntak umsagna landlæknis og Landspítalans var að fjárfestingar í tækjum, búnaði og mannskap í heilbrigðisþjónustu krefðust ákveðins lágmarksfjölda sjúklinga til að standa undir sér og vegna fámennis á Íslandi gæti það komið niður á framboði heilbrigðisþjónustu innanlands, einkum þjónustu sem krefðist mjög sérhæfðrar þekkingar, ef fjöldi sjúklinga leitaði heilbrigðisþjónustu erlendis. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Því má segja að vegna stöðu heilbrigðiskerfisins, og þá helst fjölda sjúklinga á biðlistum og langs biðtíma, hafi landlæknir og forsvarsmenn Landspítalans lýst áhyggjum af því að fólk færi í stórum stíl af landi brott til að sækja sér lækningu. Í umsögn Landlæknisembættisins sagði einfaldlega að mikilvægast væri þegar allt er talið „að standa vörð um og efla íslenskt heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum Íslendinga fyrir heilbrigðisþjónustu og að hún sé veitt á Íslandi þar sem þekking, sérhæfing og þjálfun er þegar fyrir hendi“. Ragnheiður segir að þrátt fyrir vissar takmarkanir muni breytingin engu að síður nýtast vel, og það sé réttur sjúklinga að hafa þennan möguleika ef þeir fá ekki þjónustu hér heima innan þess tíma sem eðlilegur geti talist – en landlæknir hefur gefið út að hámarks biðtími eftir aðgerð eigi ekki að vera lengri en þrír mánuðir. „En við heyrum um fólk sem á að komast að árið 2019, og hver er þá staða þess sjúklings og lífsgæði miðað við að hann kæmist strax undir læknishendur,“ segir Ragnheiður og minnist á að rætt hafi verið um innan nefndarinnar að nýta mætti skurðstofur annars staðar en á Landspítalanum til að mæta biðlistum. Eins sé opnað á að fólk frá 31 Evrópulandi innan Evrópska efnahagssvæðisins geti sótt heilbrigðisþjónustu til Íslands.Hápólitískt Fram kemur í gögnum Alþingis vegna málsins, og þingræðum, að góður samhljómur hafi verið innan velferðarnefndar um þessar lyktir mála. Hins vegar dregur það ekki úr því hvað málið er hápólitískt. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þingræðu við atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu að málið væri gott dæmi um ávinning af Evrópusamvinnu „þar sem fólk fær að losa sig undan ofbeldi eigin stjórnvalda, ef eigin stjórnvöld fólks kjósa að hlaða upp biðlistum eftir brýnni velferðarþjónustu“. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem einnig er formaður velferðarnefndar, sagði að breytingarnar ættu að skapa þann þrýsting á stjórnvöld að halda biðlistum í lágmarki.Biðin allt of löngLandlæknir hefur sett fram þau viðmið um biðtíma að ekki eigi að bíða lengur en 90 daga eftir aðgerð eða tiltekinni meðferð.Í lok síðasta árs birti embættið tölur um biðlista eftir sex valaðgerðum þar sem þeir eru lengstir. Samtals var beðið eftir tæplega 6.000 aðgerðum á þeim tímapunkti.Eftir tæplega 5.000 hafði verið beðið lengur en 90 daga.
Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira