Forsætisráðherra vill yfirtaka lóðina á Hafnartorgi fyrir stjórnarráðið Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 18:39 Forsætisráðuneytið er í viðræðum við Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum þannig að stjórnarráðið yfirtæki lóðina á Hafnartorgi. Forsætisráðherra segir að þá yrði byggt mun minna á lóðinni en nú standi til og í stíl sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af að sýna á póstkorti. Ríkið á risavaxna lóð við Skúlagötuna þar sem áratugum saman hefur staðið til að byggja á yfir stjórnarráðið. Nú segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að verið sé að ræða það við Landstólpa að félagið fái einfaldlega þessa lóð í skiptum fyrir lóðina á Hafnartorgi. „Við höfum viðrað hugmyndir um einhvers konar makaskipti sem hluta af samkomulagi sem vonandi verður varðandi Hafnartorgið svokallaða. Þannig að það er eitthvað sem kemur til greina. Aðalatriðið er að með þessu á að vera hægt að ná lausn sem hentar öllum,“ segir forsætisráðherra.Hönnun húsa sem Landstólpar ætla að byggja er nánast lokið og framkvæmdir að hefjast en þar stendur til að þriðjungur húsnæðisins verði íbúðir, þriðjungur skrifstofur og þriðjungur verslanir. Forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit húsanna og það byggingarmagn sem stendur til að reisa. Hann segir forsætisráðuneytið vera að missa húsnæði á Hverfisgötu bakvið stjórnarráðshúsið og hagkvæmt væri að flytja þá starfsemi og fleiri ráðuneyti í húsnæði á Hafnartorgi. „Það var gert samkomulag um að stefna aðþví að vera komin með einhver drög fyrir 12. febrúar. Auðvitað skilur maður að menn sem hafa fjárfest í lóð og undirbúningsvinnu vilji fara að komast af stað. Þannig að það er betra að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Sigmundur Davíð. Þannig að eftir þrjár vikur viti menn að minnsta kosti hvert stefni með framhaldið. „Byggingarmagnið sem gert er ráð fyrir núna er reyndar mjög mikið. Helst til mikið, reyndar allt of mikið að mínu mati og það setur svolítið strik í reikninginn. En það kann að vera að þetta geti hjálpað til við að leysa úr því,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir um hvers konar hús eigi að rísa á lóðinni; smekkleg hús sem ekki væru frek á umhverfið og styrktu sérkenni miðbæjarins. „Til þess að einfalda málið; arkitektúr sem gæti átt heima á póstkorti frá Reykjavík. Þannig að menn muni eftir því hvar þessi mynd var tekin en þetta séu ekki byggingar sem gætu staðið hvar sem er annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26 Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Forsætisráðuneytið er í viðræðum við Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum þannig að stjórnarráðið yfirtæki lóðina á Hafnartorgi. Forsætisráðherra segir að þá yrði byggt mun minna á lóðinni en nú standi til og í stíl sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af að sýna á póstkorti. Ríkið á risavaxna lóð við Skúlagötuna þar sem áratugum saman hefur staðið til að byggja á yfir stjórnarráðið. Nú segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að verið sé að ræða það við Landstólpa að félagið fái einfaldlega þessa lóð í skiptum fyrir lóðina á Hafnartorgi. „Við höfum viðrað hugmyndir um einhvers konar makaskipti sem hluta af samkomulagi sem vonandi verður varðandi Hafnartorgið svokallaða. Þannig að það er eitthvað sem kemur til greina. Aðalatriðið er að með þessu á að vera hægt að ná lausn sem hentar öllum,“ segir forsætisráðherra.Hönnun húsa sem Landstólpar ætla að byggja er nánast lokið og framkvæmdir að hefjast en þar stendur til að þriðjungur húsnæðisins verði íbúðir, þriðjungur skrifstofur og þriðjungur verslanir. Forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit húsanna og það byggingarmagn sem stendur til að reisa. Hann segir forsætisráðuneytið vera að missa húsnæði á Hverfisgötu bakvið stjórnarráðshúsið og hagkvæmt væri að flytja þá starfsemi og fleiri ráðuneyti í húsnæði á Hafnartorgi. „Það var gert samkomulag um að stefna aðþví að vera komin með einhver drög fyrir 12. febrúar. Auðvitað skilur maður að menn sem hafa fjárfest í lóð og undirbúningsvinnu vilji fara að komast af stað. Þannig að það er betra að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Sigmundur Davíð. Þannig að eftir þrjár vikur viti menn að minnsta kosti hvert stefni með framhaldið. „Byggingarmagnið sem gert er ráð fyrir núna er reyndar mjög mikið. Helst til mikið, reyndar allt of mikið að mínu mati og það setur svolítið strik í reikninginn. En það kann að vera að þetta geti hjálpað til við að leysa úr því,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir um hvers konar hús eigi að rísa á lóðinni; smekkleg hús sem ekki væru frek á umhverfið og styrktu sérkenni miðbæjarins. „Til þess að einfalda málið; arkitektúr sem gæti átt heima á póstkorti frá Reykjavík. Þannig að menn muni eftir því hvar þessi mynd var tekin en þetta séu ekki byggingar sem gætu staðið hvar sem er annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26 Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26
Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39