NBA: Tólf sigurleikir í röð hjá San Antonio Spurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 08:21 Kawhi Leonard var góður hjá San Antonio að vanda. Vísir/Getty San Antonio Spurs hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers enduðu aftur á móti sex leikja sigurgöngu Los Angeles Clippers.Kawhi Leonard skoraði 21 stig fyrir San Antonio Spurs í 117-89 útisigri á Phoenix Suns en Spurs-liðið vann sinn tólfta leik í röð þrátt fyrir að leika án þeirra Tony Parker og Tim Duncan. San Antonio liðið fék 66 stig frá bekknum í leiknum Hin 221 sentímetra hái Serbi Boban Marjanovic var með 17 stig og 13 fráköst og Jonathon Simmons skoraði 13 stig. San Antonio Spurs hefur aldrei byrjað tímabil betur en liðið er með 37 sigra í fyrstu 43 leikjum sínum.LeBron James var með 22 stig og 12 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 18 stigum og 16 fráköstum þegar Cleveland Cavaliers vann 115-102 sigur á Los Angeles Clippers. Clippers-liðið var búið að vinna sex leiki í röð og ellefu af síðustu tólf leikjum sínum. Leikmenn Cleveland hafa aftur á móti svarað skellinum á móti Golden State á mánudaginn með tveimur góðum sigrum. Kyrie Irving skoraði 21 stig fyrir Cleveland og J.R. Smith smellti niður sex þristum eða jafnmörgum og allt Clippers-liðið til samans.Anthony Davis skoraði 32 stig þegar New Orleans Pelicans vann Detroit Pistons 115-99 og fagnaði með því sínum fjórða sigri í síðustu fimm leikjum sínum. Tyreke Evans var með 22 stig og 10 stoðsendingar hjá Pelicans og Norris Cole kom inn í byrjunarliðið vegna meiðsla Eric Gordon og lagði til 12 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Andre Drummond skoraði 19 stig og tók 22 fráköst hjá Detroit.DeMarcus Cousins skoraði 24 stig og 15 fráköst og Rajon Rondo var með sína fimmtu þrennu á tímabilinu (11 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst) þegar Sacramento Kings vann Atlanta Hawks 91-88 en þetta var fjórði sigur Sacramento-liðsins í röð en sá fyrsti gegn Atlanta-liðið í fimmtán leijum eða síðan 2008.Marc Gasol skoraði 27 stig og lykilkörfu og víti að auki í lokin þegar Memphis Grizzlies vann Denver Nuggets 102-101. Mike Conley bætti við 20 stigum í fjórða sigurleik Memphis Grizzlies í röð.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Cleveland Cavaliers - Los Angeles Clippers 115-102 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 115-99 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 101-102 Sacramento Kings - Atlanta Hawks 91-88 Phoenix Suns - San Antonio Spurs 89-117Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Sjá meira
San Antonio Spurs hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers enduðu aftur á móti sex leikja sigurgöngu Los Angeles Clippers.Kawhi Leonard skoraði 21 stig fyrir San Antonio Spurs í 117-89 útisigri á Phoenix Suns en Spurs-liðið vann sinn tólfta leik í röð þrátt fyrir að leika án þeirra Tony Parker og Tim Duncan. San Antonio liðið fék 66 stig frá bekknum í leiknum Hin 221 sentímetra hái Serbi Boban Marjanovic var með 17 stig og 13 fráköst og Jonathon Simmons skoraði 13 stig. San Antonio Spurs hefur aldrei byrjað tímabil betur en liðið er með 37 sigra í fyrstu 43 leikjum sínum.LeBron James var með 22 stig og 12 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 18 stigum og 16 fráköstum þegar Cleveland Cavaliers vann 115-102 sigur á Los Angeles Clippers. Clippers-liðið var búið að vinna sex leiki í röð og ellefu af síðustu tólf leikjum sínum. Leikmenn Cleveland hafa aftur á móti svarað skellinum á móti Golden State á mánudaginn með tveimur góðum sigrum. Kyrie Irving skoraði 21 stig fyrir Cleveland og J.R. Smith smellti niður sex þristum eða jafnmörgum og allt Clippers-liðið til samans.Anthony Davis skoraði 32 stig þegar New Orleans Pelicans vann Detroit Pistons 115-99 og fagnaði með því sínum fjórða sigri í síðustu fimm leikjum sínum. Tyreke Evans var með 22 stig og 10 stoðsendingar hjá Pelicans og Norris Cole kom inn í byrjunarliðið vegna meiðsla Eric Gordon og lagði til 12 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Andre Drummond skoraði 19 stig og tók 22 fráköst hjá Detroit.DeMarcus Cousins skoraði 24 stig og 15 fráköst og Rajon Rondo var með sína fimmtu þrennu á tímabilinu (11 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst) þegar Sacramento Kings vann Atlanta Hawks 91-88 en þetta var fjórði sigur Sacramento-liðsins í röð en sá fyrsti gegn Atlanta-liðið í fimmtán leijum eða síðan 2008.Marc Gasol skoraði 27 stig og lykilkörfu og víti að auki í lokin þegar Memphis Grizzlies vann Denver Nuggets 102-101. Mike Conley bætti við 20 stigum í fjórða sigurleik Memphis Grizzlies í röð.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Cleveland Cavaliers - Los Angeles Clippers 115-102 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 115-99 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 101-102 Sacramento Kings - Atlanta Hawks 91-88 Phoenix Suns - San Antonio Spurs 89-117Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Sjá meira