Morðið á Litvinenko rakið til Pútíns Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. janúar 2016 07:00 Nikolaí Patrúsjev, fyrrverandi yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, ásamt Vladimír Pútín forseta. vísir/EPA Rússnesk stjórnvöld segja pólitískar hvatir búa að baki bresku rannsókninni á morðinu á Alexander Litvinenko. Ásakanir á hendur Vladimír Pútín forseta séu til þess eins gerðar að beita Rússa þrýstingi vegna ágreinings landanna í alþjóðamálum. Robert Owen, fyrrverandi hæstaréttardómari, kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar og sagði allar líkur á því að Nikolaí Patrúsjev, þáverandi yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, hafi vitað um og samþykkt áform um að myrða Litvinenko. Jafnframt sé ólíklegt annað en að Vladimír Pútín forseti hafi einnig vitað um og samþykkt þessi áform. Litvinenko, sem var fyrrverandi leyniþjónustumaður hjá FSB, var myrtur árið 2006 í London, þar sem hann bjó í útlegð. Marina Litvinenko, ekkja Litvinenkos, fagnaði niðurstöðunum og sagðist stolt af bresku réttarfari. Nú sé óhugsandi annað en að breska stjórnin beiti Rússland refsiaðgerðum. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, skýrði síðan frá því að nú þegar hafi verið ákveðið að frysta eignir mannanna tveggja, sem grunaðir eru um morðið. Frekari refsiaðgerðir séu í skoðun. Annar þeirra, Andrei Lugovoi, sagði rannsóknarskýrsluna frá Owen hins vegar fáránlega: „Niðurstöðurnar, sem birtar voru í dag, sýna bara andstöðu bresku stjórnarinnar við Rússland einu sinni enn.“ Í skýrslu sinni segist Owen telja fullsannað að þeir Lugovoi og Dmitrí Kovtun, sem báðir voru starfandi í rússnesku leyniþjónustunni, hafi myrt Litvinenko á kaffihúsi í London. Þeir hafi byrlað honum þar geislavirkt efni með því að setja það út í tebolla, sem Litvinenko drakk úr. Hann segir jafnframt nokkuð ljóst að þeir Lugovoi og Kovtun hafi ekki tekið upp á þessu að eigin frumkvæði. Flest bendi til þess að þeir hafi unnið þetta verk að undirlagi FSB. Owen segist síðan engar beinar sannanir hafa fyrir því að Patrúsjev og Pútín hafi vitað af áformunum um að myrða Litvinenko. Hins vegar megi með töluverðri vissu draga þá ályktun af þeirri staðreynd, að starfsmenn FSB væru afar ólíklegir til þess að grípa til aðgerða af þessu tagi án þess að bera það undir æðsta yfirmann sinn, sem var Patrúsjev, og að Patrúsjev hafi sömuleiðis varla samþykkt slíkt án þess að hafa Pútín með í ráðum. Owen tekur reyndar sérstaklega fram að hann sé ekki bundinn af jafn ströngum reglum um sönnunarbyrði, eins og hann væri ef um réttarhöld væri að ræða. Tengdar fréttir Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00 Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Breski innanríkisráðherrann segir að sendiherra Rússlands verði kallaður á fund til að ræða niðurstöður skýrslunnar. 21. janúar 2016 13:44 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld segja pólitískar hvatir búa að baki bresku rannsókninni á morðinu á Alexander Litvinenko. Ásakanir á hendur Vladimír Pútín forseta séu til þess eins gerðar að beita Rússa þrýstingi vegna ágreinings landanna í alþjóðamálum. Robert Owen, fyrrverandi hæstaréttardómari, kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar og sagði allar líkur á því að Nikolaí Patrúsjev, þáverandi yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, hafi vitað um og samþykkt áform um að myrða Litvinenko. Jafnframt sé ólíklegt annað en að Vladimír Pútín forseti hafi einnig vitað um og samþykkt þessi áform. Litvinenko, sem var fyrrverandi leyniþjónustumaður hjá FSB, var myrtur árið 2006 í London, þar sem hann bjó í útlegð. Marina Litvinenko, ekkja Litvinenkos, fagnaði niðurstöðunum og sagðist stolt af bresku réttarfari. Nú sé óhugsandi annað en að breska stjórnin beiti Rússland refsiaðgerðum. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, skýrði síðan frá því að nú þegar hafi verið ákveðið að frysta eignir mannanna tveggja, sem grunaðir eru um morðið. Frekari refsiaðgerðir séu í skoðun. Annar þeirra, Andrei Lugovoi, sagði rannsóknarskýrsluna frá Owen hins vegar fáránlega: „Niðurstöðurnar, sem birtar voru í dag, sýna bara andstöðu bresku stjórnarinnar við Rússland einu sinni enn.“ Í skýrslu sinni segist Owen telja fullsannað að þeir Lugovoi og Dmitrí Kovtun, sem báðir voru starfandi í rússnesku leyniþjónustunni, hafi myrt Litvinenko á kaffihúsi í London. Þeir hafi byrlað honum þar geislavirkt efni með því að setja það út í tebolla, sem Litvinenko drakk úr. Hann segir jafnframt nokkuð ljóst að þeir Lugovoi og Kovtun hafi ekki tekið upp á þessu að eigin frumkvæði. Flest bendi til þess að þeir hafi unnið þetta verk að undirlagi FSB. Owen segist síðan engar beinar sannanir hafa fyrir því að Patrúsjev og Pútín hafi vitað af áformunum um að myrða Litvinenko. Hins vegar megi með töluverðri vissu draga þá ályktun af þeirri staðreynd, að starfsmenn FSB væru afar ólíklegir til þess að grípa til aðgerða af þessu tagi án þess að bera það undir æðsta yfirmann sinn, sem var Patrúsjev, og að Patrúsjev hafi sömuleiðis varla samþykkt slíkt án þess að hafa Pútín með í ráðum. Owen tekur reyndar sérstaklega fram að hann sé ekki bundinn af jafn ströngum reglum um sönnunarbyrði, eins og hann væri ef um réttarhöld væri að ræða.
Tengdar fréttir Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00 Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Breski innanríkisráðherrann segir að sendiherra Rússlands verði kallaður á fund til að ræða niðurstöður skýrslunnar. 21. janúar 2016 13:44 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00
Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Breski innanríkisráðherrann segir að sendiherra Rússlands verði kallaður á fund til að ræða niðurstöður skýrslunnar. 21. janúar 2016 13:44