Tónlistarmaðurinn Steinar Baldursson er þessa dagana að leggja lokahönd á nýja plötu. Nýtt lag,Say You Love, kom út í morgun og var það frumflutt í morgunþættinum Brennslan á FM957.
Steinar sló algjörlega í gegn hér landi fyrir nokkrum misserum. Í kvöld verður nýtt myndband við lagið frumsýnt á Húrra og verður frítt inn.
„Ég mun stíga á svið u tíu leytið ásamt nýrri hljómsveit og taka örfá lög áður en við frumsýnum myndbandið við nýja lagið,“ segir Steinar í samtali við Vísi.
Hér má hlusta á nýja lagið með Steinari.
Hlustaðu á nýtt lag með Steinari: Frumsýnir myndband á Húrra
