Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. janúar 2016 18:52 Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. Þegar skipið varð aflvana á sunnudaginn var það statt um 160 sjómílur suðvestur af Færeyjum. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að draga skipið til Íslands. Þegar skipverjar um borð í varðskipinu Þór fengu beiðnina voru þeir staddir úti fyrir Breiðafirði. Það tók varðskipið um 40 klukkustundir að komast að flutningaskipinu sem hafði þá rekið töluvert eða inn í írska efnahagslögsögu. „Það gekk bara mjög vel að taka skipið í tog. Við létum skipverja hafa hérna vatn í leiðinni og síðan erum við búin að sigla þetta heim,“ segir Sigurður Steinar Ketilsson skipherra varðskipsins Þórs. Ferðin er lengsta ferð Þórs með skip í drætti. Ferð Þórs frá því beiðnin um aðstoð barst þar til skipið kom til Reykjavíkur tók 111 klukkustundir. „Maður hafði áhyggjur af mönnunum um borð. Hvernig aðbúnaðurinn var. Þetta er skip sem er aflvana. Það eru engar ljósvélar eða aðalvélar eða spil sem hægt er að nota til að hífa eins og búnaðinn okkar en þeir sögðu alltaf þegar við vorum að bjóða þeim, hvort það var vatn eða matvæli, að það færi bara vel um þá,“ segir Sigurður Steinar. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. Þegar skipið varð aflvana á sunnudaginn var það statt um 160 sjómílur suðvestur af Færeyjum. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að draga skipið til Íslands. Þegar skipverjar um borð í varðskipinu Þór fengu beiðnina voru þeir staddir úti fyrir Breiðafirði. Það tók varðskipið um 40 klukkustundir að komast að flutningaskipinu sem hafði þá rekið töluvert eða inn í írska efnahagslögsögu. „Það gekk bara mjög vel að taka skipið í tog. Við létum skipverja hafa hérna vatn í leiðinni og síðan erum við búin að sigla þetta heim,“ segir Sigurður Steinar Ketilsson skipherra varðskipsins Þórs. Ferðin er lengsta ferð Þórs með skip í drætti. Ferð Þórs frá því beiðnin um aðstoð barst þar til skipið kom til Reykjavíkur tók 111 klukkustundir. „Maður hafði áhyggjur af mönnunum um borð. Hvernig aðbúnaðurinn var. Þetta er skip sem er aflvana. Það eru engar ljósvélar eða aðalvélar eða spil sem hægt er að nota til að hífa eins og búnaðinn okkar en þeir sögðu alltaf þegar við vorum að bjóða þeim, hvort það var vatn eða matvæli, að það færi bara vel um þá,“ segir Sigurður Steinar.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira