Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2016 16:59 Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. Vísir/Getty Áætla má að Ríkisútvarpið sé búið að selja miða á úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir um níu milljónir króna. Tilkynning barst frá Ríkisútvarpinu í dag þar sem greint var frá því að uppselt væri á úrslitakvöldið sem fer fram í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi. Að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar, komast hátt í 2.500 manns í sæti í Laugardalshöllinni en nokkur hluti þeirra sæta fer til boðsgesta og því hafi rúmlega 2000 miðar verið seldir. Hún var ekki tilbúin að gefa upp hvað Ríkisútvarpið áætlar í tekjur af þessari miðasölu. Miðarnir voru seldir á miðasöluvefnum Tix.is en þar kemur fram að miðaverð var frá 3.900 krónum til 4.900 króna. Sé tekið mið af því verði má áætla að meðal miðaverð hafi verið um 4.400 krónur. Sé gefið að 2000 miðar hafi selst má reikna með að tekjur séu um 8,8 milljónir króna. Hera segir að tekjur af miðasölunni eiga að dekka þann kostnað sem hlýst af því að halda keppnina í Laugardalshöll, en mikið stendur til í tilefni af því að í ár eru þrjátíu ár frá því Söngvakeppni Sjónvarpsins hóf göngu sína. Munu til að mynda sigurvegarar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þær Loreen og Sandra Kim, stíga á svið á úrslitakvöldinu. „Þetta verður náttúrlega að standa undir sér að einverju leyti en sem betur fer er það hægt og mögulegt að stækka viðburðinn og leyfa fleirum að vera með.“ Hún segir sölu á forkeppnirnar í Háskólabíó einnig ganga vel sem og sölu á lokaæfinguna í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi sem er hugsuð sem tækifæri fyrir yngstu kynslóðina til að bera keppnina augum. Eurovision Tengdar fréttir Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Áætla má að Ríkisútvarpið sé búið að selja miða á úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir um níu milljónir króna. Tilkynning barst frá Ríkisútvarpinu í dag þar sem greint var frá því að uppselt væri á úrslitakvöldið sem fer fram í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi. Að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar, komast hátt í 2.500 manns í sæti í Laugardalshöllinni en nokkur hluti þeirra sæta fer til boðsgesta og því hafi rúmlega 2000 miðar verið seldir. Hún var ekki tilbúin að gefa upp hvað Ríkisútvarpið áætlar í tekjur af þessari miðasölu. Miðarnir voru seldir á miðasöluvefnum Tix.is en þar kemur fram að miðaverð var frá 3.900 krónum til 4.900 króna. Sé tekið mið af því verði má áætla að meðal miðaverð hafi verið um 4.400 krónur. Sé gefið að 2000 miðar hafi selst má reikna með að tekjur séu um 8,8 milljónir króna. Hera segir að tekjur af miðasölunni eiga að dekka þann kostnað sem hlýst af því að halda keppnina í Laugardalshöll, en mikið stendur til í tilefni af því að í ár eru þrjátíu ár frá því Söngvakeppni Sjónvarpsins hóf göngu sína. Munu til að mynda sigurvegarar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þær Loreen og Sandra Kim, stíga á svið á úrslitakvöldinu. „Þetta verður náttúrlega að standa undir sér að einverju leyti en sem betur fer er það hægt og mögulegt að stækka viðburðinn og leyfa fleirum að vera með.“ Hún segir sölu á forkeppnirnar í Háskólabíó einnig ganga vel sem og sölu á lokaæfinguna í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi sem er hugsuð sem tækifæri fyrir yngstu kynslóðina til að bera keppnina augum.
Eurovision Tengdar fréttir Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00