Listamannalaunaveikin Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 22. janúar 2016 09:22 Frá því ég komst til vits og ára hef ég talið bókmenntir og listir gefa lífinu gildi; göfgandi, næra andann og samfélagið allt. Churchill mun hafa sagt þegar lagt var til í stríðinu að framlög til lista yrðu skorin niður: Til hvers er þá barist? Ég minnist þess ekki að nokkur með fullu viti hafi efast um nauðsyn bókmennta. Reyndar hef ég aldrei heyrt nokkurn mann halda öðru fram. Svo viðurkennd er þessi skoðun að tala má um staðreynd. Sem allir gera sér grein fyrir. Eða, þetta hélt ég. Löngum hef ég talið listamannalaun lúsarlega léleg, þau eru undir framfærsluviðmiðum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að stórauka framlag til menningar og lista. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að slíkt framlag skili sér til baka með rentum. En, þetta er mín persónulega skoðun sem ég blanda ekki saman við fréttaflutning. Nú ber svo við að fjöldi manna, virtir rithöfundar og slíkir, básúna yfir mannskapinn: Bókmenntir og listir gefa lífinu gildi! Og við kveða húrrahróp líkt og þetta séu nýuppgötvuð sannindi. Svipað og að ef sjómenn færu um í hópum, ef til vill að undangenginni enn einni umræðu um kvótakerfið og æptu og öskruðu á hverju götuhorni: Fiskur er matur. Fiskur er víst matur! Fólk myndi líkast til spyrja sig: Við hverja eru mennirnir að rífast? Mætustu menn hafa stigið fram, margir þekktir fyrir að hafa talað fyrir siðbót og gagnsæi og fullyrða nú að með fréttaflutningi sé um að ræða atlögu á hendur þekktum listamönnum. Glórulausar ásakanir á hendur blaðamönnum og barnalegustu samsæriskenningar hafa litið dagsins ljós eins og þær að fjölmiðlar séu, með því að birta upplýsingar um listamannalaun, að bregða fæti fyrir hugsanlegt forsetaframboð Andra Snæs Magnasonar?! Hverjar eru þessar upplýsingar? Jú, hverjir fá listamannalaun, hverjir hafa fengið flestum mánuðum úthlutað á undanförnum áratug, hver eru afköstin (í framhaldi af orðum formanns stjórnar Listamannalauna um að þeim sé úthlutað verkefnatengt og listamenn þyrftu að skila framleiðniskýrslum) auk þess sem fram hefur komið að stjórn rithöfundasambandsins velur fólk í úthlutunarnefndina. En, sæmileg umræða um þessar staðreyndir hlýtur þó að hverfast um fyrirkomulagið sem slíkt. Af hverju telur þessi hópur skammarlegt að þiggja listamannalaun með fullyrðingum um að með því að birta slíkar upplýsingar sé verið að stilla listafólki upp sem sakamönnum? Er þetta ekki nokkuð sem fremur ætti að fagna, á þeim forsendum að bókmenntir og listir gefi lífinu gildi? Ætti þetta ekki að vera téðum til lofs og dýrðar frekar en hitt? Að þeir skuli veljast til að bera fánann. Á hvaða forsendum telur fólk þetta lagt upp þeim til lasts? Fram hefur stigið hávær hópur sem virðist telja þetta framlag ríkisins sína persónulegu eign – virðist gripinn því sem má kannski kalla listamannalaunaveikina því krafan er sú að með þetta sé pukrast en annað ekki. Engin leið er að skilja þetta öðruvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Sjá meira
Frá því ég komst til vits og ára hef ég talið bókmenntir og listir gefa lífinu gildi; göfgandi, næra andann og samfélagið allt. Churchill mun hafa sagt þegar lagt var til í stríðinu að framlög til lista yrðu skorin niður: Til hvers er þá barist? Ég minnist þess ekki að nokkur með fullu viti hafi efast um nauðsyn bókmennta. Reyndar hef ég aldrei heyrt nokkurn mann halda öðru fram. Svo viðurkennd er þessi skoðun að tala má um staðreynd. Sem allir gera sér grein fyrir. Eða, þetta hélt ég. Löngum hef ég talið listamannalaun lúsarlega léleg, þau eru undir framfærsluviðmiðum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að stórauka framlag til menningar og lista. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að slíkt framlag skili sér til baka með rentum. En, þetta er mín persónulega skoðun sem ég blanda ekki saman við fréttaflutning. Nú ber svo við að fjöldi manna, virtir rithöfundar og slíkir, básúna yfir mannskapinn: Bókmenntir og listir gefa lífinu gildi! Og við kveða húrrahróp líkt og þetta séu nýuppgötvuð sannindi. Svipað og að ef sjómenn færu um í hópum, ef til vill að undangenginni enn einni umræðu um kvótakerfið og æptu og öskruðu á hverju götuhorni: Fiskur er matur. Fiskur er víst matur! Fólk myndi líkast til spyrja sig: Við hverja eru mennirnir að rífast? Mætustu menn hafa stigið fram, margir þekktir fyrir að hafa talað fyrir siðbót og gagnsæi og fullyrða nú að með fréttaflutningi sé um að ræða atlögu á hendur þekktum listamönnum. Glórulausar ásakanir á hendur blaðamönnum og barnalegustu samsæriskenningar hafa litið dagsins ljós eins og þær að fjölmiðlar séu, með því að birta upplýsingar um listamannalaun, að bregða fæti fyrir hugsanlegt forsetaframboð Andra Snæs Magnasonar?! Hverjar eru þessar upplýsingar? Jú, hverjir fá listamannalaun, hverjir hafa fengið flestum mánuðum úthlutað á undanförnum áratug, hver eru afköstin (í framhaldi af orðum formanns stjórnar Listamannalauna um að þeim sé úthlutað verkefnatengt og listamenn þyrftu að skila framleiðniskýrslum) auk þess sem fram hefur komið að stjórn rithöfundasambandsins velur fólk í úthlutunarnefndina. En, sæmileg umræða um þessar staðreyndir hlýtur þó að hverfast um fyrirkomulagið sem slíkt. Af hverju telur þessi hópur skammarlegt að þiggja listamannalaun með fullyrðingum um að með því að birta slíkar upplýsingar sé verið að stilla listafólki upp sem sakamönnum? Er þetta ekki nokkuð sem fremur ætti að fagna, á þeim forsendum að bókmenntir og listir gefi lífinu gildi? Ætti þetta ekki að vera téðum til lofs og dýrðar frekar en hitt? Að þeir skuli veljast til að bera fánann. Á hvaða forsendum telur fólk þetta lagt upp þeim til lasts? Fram hefur stigið hávær hópur sem virðist telja þetta framlag ríkisins sína persónulegu eign – virðist gripinn því sem má kannski kalla listamannalaunaveikina því krafan er sú að með þetta sé pukrast en annað ekki. Engin leið er að skilja þetta öðruvísi.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar