Handbolti

Baumruk og allir hinir tilbúnir að hjálpa til

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Feðgarnir Petr og Adam Haukur Baumruk.
Feðgarnir Petr og Adam Haukur Baumruk. vísir/ernir
Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, var mjög ánægður með hvernig allt félagið brást við þegar ekkert gekk hjá karlaliðinu í upphafi tímabilsins.

„Það leggjast allir á eitt. Stjórnin stóð dyggilega við bakið á mér og hjálpaði til eins og hún gat. Húsverðirnir, Petr Baumruk og þau öll þarna, voru öll að koma til mín og spyrja hvort þau gætu hjálpað. Það lögðust allir á eitt í félaginu fannst mér,“ segir Gunnar.

„Oft þegar illa gengur þá sér maður úr hverju menn eru gerðir og hvernig félagið er. Mér fannst svo frábært að sjá alls staðar að það voru allir tilbúnir að hjálpa og leggja sitt á vogarskálarnar.“


Tengdar fréttir

Hamskipti Haukanna í handboltanum

Það kostaði Gunnar Magnússon margar svefnlausar nætur að vekja sína menn í meistaraliði Hauka af værum blundi eftir matraðarbyrjun á mótinu. Það tókst hins vegar og liðið sem var í fallsæti fyrir mánuði hefur rúllað yfir topplið deildarinnar á síðustu vikum.

Svekktur út í sjálfan sig

Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, horfði upp á sína menn tapa fjórum af fyrstu fimm leikjunum áður en hann áttaði sig almennilega á því að nú þurfti að hrista vel upp í hlutunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×