Körfubolti

Einar Árni: Nálgunin okkar í fyrri hálfleik hreinn viðbjóður

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Einar Árni messar yfir sínum mönnum.
Einar Árni messar yfir sínum mönnum. Vísir/ernir
„Það er einn stór hluti af vandanum, við vorum mjög veikir fyrir í fyrri hálfleik og verðskuldum í raun ekkert úr þessum leik,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, aðspurður út í andleysi leikmanna hans í fyrri hálfleik í leiknum í kvöld.

„Það er alltaf gömul klisja að þetta sé 40. mínútna leikur en það var fáránlegt hvernig við mættum hungruðum ÍR-ingum í fyrri hálfleik, baráttan og viljinn var þeirra megin.“

Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Þór Þ. 74-72 | Lífsnauðsynlegur sigur Breiðhyltinga

Þrátt fyrir allt saman fengu Þórsarar skot til að sigra leikinn sem hefði ekki verið verðskuldað að mati Einars.

„Við náum að rífa okkur upp í þriðja en föllum aftur niður strax í næsta leikhluta sem var í takt við það sem við buðum upp á í fyrri hálfleik. Hefði skotið dottið þegar við fengum möguleikann á að stela þessu undir lokin hefði ég staðið hérna og sagt þetta verið ósanngjarn sigur,“ sagði Einar og hélt áfram:

„Nálgunin okkar í fyrri hálfleik er hreinn viðbjóður og til skammar. Það var ótrúlega mikill kæruleysisbragur á okkur og kjarkleysi og þú vinnur ekki marga leiki þannig. Við náðum að klóra okkur aftur inn í leikinn en þegar ég lít til baka fengum við falleinkunn á prófinu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×