Sushisamba má ekki heita Sushisamba Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2016 16:47 Sushisamba í Þingholtsstræti má ekki heita Sushisamba samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í dag. vísir/getty Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda frá því í september 2014 þess efnis að veitingastaðurinn Sushisamba megi heita Sushisamba en eigendur alþjóðlegu keðjunnar Samba LLC stefndu veitingastaðnum hér á landi þar sem þeir telja sig eiga einkarétt á nafninu Sushisamba. Á það hefur Hæstiréttur nú fallist en bæði áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda sem og Héraðsdómur Reykjavíkur höfðu úrskurðað íslenska veitingastaðnum í vil. Samba LLC rekur veitingastaði undir nafni Sushisamba víða um heim og hefur einkaleyfi á því. Fyrirtækið benti áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda meðal annars á að erlendur dýraverndunarsinni hefðu farið inn á veitingastað Sushisamba á Íslandi og orðið fyrir áfalli við að sjá þar hrefnukjöt á boðstólunum. Neysla hvalakjöts sé mjög viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og því gætu fréttir um slíkt haft afar neikvæð áhrif á hið alþjóðlega vörumerki. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á rökstuðning Samba LLC og taldi að sýna þyrfti fram á að skráning vörumerkisins hefði verið í „vondri trú.“ Þar dugi ekki sýna fram á að eigendur Sushisamba á Íslandi hefðu vitað eða hefði mátt vita um tilvist erlenda vörumerkisins. Samba LCC hafi ekki sýnt fram á að tilgangur skráningarinnar Sushisamba á Íslandi hafi verið að hindra aðkomu erlenda vörumerkisins hér á landi, notfæra sér viðskiptavild þess eða hagnast fjárhagslega á skráningunni.Héraðsdómur taldi að sama skapi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Því var ekki hægt að fallast á að neytendur hafi verið vísvitandi blekktir með notkun merkisins samkvæmt dómnum. Í reifun á dómi Hæstaréttar í málinu nú kemur fram að Samba LLC hafi ekki sýnt fram á að vörumerkið Sushisamba hefði verið „alþekkt“ hér á landi í skilningi laga um vörumerki. Hins vegar hafi fyrirtækið sannað að eigendur íslenska veitingastaðarins hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins þegar þeir fengu vörumerkið skráð hér árið 2011 og verið í vondri trú samkvæmt lögum um vörumerki. „Við það mat þótti ekki skipta máli þótt tilgangur S ehf. með skráningunni hefði ekki eingöngu verið að hindra aðgang S LLC að markaðnum eða hagnast fjárhagslega á því, þar sem í skráningunni hefði í raun falist hindrun fyrir S LLC á því að opna veitingastað hér á landi undir eigin vörumerki. Í því sambandi var einnig litið til þeirrar víðtæku lagalegu verndar sem S LLC hafði aflað vörumerki sínu. Var úrskurður áfrýjunarnefndarinnar því felldur úr gildi, svo og skráning vörumerkisins hér á landi. Þá var S ehf. jafnframt gert að greiða S LLC endurgjald að fjárhæð 1.500.000 krónur fyrir hagnýtingu merkisins á grundvelli 1. mgr. 43. gr. laga nr. 45/1997, auk þess sem viðurkennt var að S ehf. væri óheimilt að nota vörumerkið í veitingarekstri sínum,“ segir í reifun dóms Hæstaréttar en dóminn í heild sinni má sjá hér. Tengdar fréttir Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50 Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda frá því í september 2014 þess efnis að veitingastaðurinn Sushisamba megi heita Sushisamba en eigendur alþjóðlegu keðjunnar Samba LLC stefndu veitingastaðnum hér á landi þar sem þeir telja sig eiga einkarétt á nafninu Sushisamba. Á það hefur Hæstiréttur nú fallist en bæði áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda sem og Héraðsdómur Reykjavíkur höfðu úrskurðað íslenska veitingastaðnum í vil. Samba LLC rekur veitingastaði undir nafni Sushisamba víða um heim og hefur einkaleyfi á því. Fyrirtækið benti áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda meðal annars á að erlendur dýraverndunarsinni hefðu farið inn á veitingastað Sushisamba á Íslandi og orðið fyrir áfalli við að sjá þar hrefnukjöt á boðstólunum. Neysla hvalakjöts sé mjög viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og því gætu fréttir um slíkt haft afar neikvæð áhrif á hið alþjóðlega vörumerki. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á rökstuðning Samba LLC og taldi að sýna þyrfti fram á að skráning vörumerkisins hefði verið í „vondri trú.“ Þar dugi ekki sýna fram á að eigendur Sushisamba á Íslandi hefðu vitað eða hefði mátt vita um tilvist erlenda vörumerkisins. Samba LCC hafi ekki sýnt fram á að tilgangur skráningarinnar Sushisamba á Íslandi hafi verið að hindra aðkomu erlenda vörumerkisins hér á landi, notfæra sér viðskiptavild þess eða hagnast fjárhagslega á skráningunni.Héraðsdómur taldi að sama skapi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Því var ekki hægt að fallast á að neytendur hafi verið vísvitandi blekktir með notkun merkisins samkvæmt dómnum. Í reifun á dómi Hæstaréttar í málinu nú kemur fram að Samba LLC hafi ekki sýnt fram á að vörumerkið Sushisamba hefði verið „alþekkt“ hér á landi í skilningi laga um vörumerki. Hins vegar hafi fyrirtækið sannað að eigendur íslenska veitingastaðarins hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins þegar þeir fengu vörumerkið skráð hér árið 2011 og verið í vondri trú samkvæmt lögum um vörumerki. „Við það mat þótti ekki skipta máli þótt tilgangur S ehf. með skráningunni hefði ekki eingöngu verið að hindra aðgang S LLC að markaðnum eða hagnast fjárhagslega á því, þar sem í skráningunni hefði í raun falist hindrun fyrir S LLC á því að opna veitingastað hér á landi undir eigin vörumerki. Í því sambandi var einnig litið til þeirrar víðtæku lagalegu verndar sem S LLC hafði aflað vörumerki sínu. Var úrskurður áfrýjunarnefndarinnar því felldur úr gildi, svo og skráning vörumerkisins hér á landi. Þá var S ehf. jafnframt gert að greiða S LLC endurgjald að fjárhæð 1.500.000 krónur fyrir hagnýtingu merkisins á grundvelli 1. mgr. 43. gr. laga nr. 45/1997, auk þess sem viðurkennt var að S ehf. væri óheimilt að nota vörumerkið í veitingarekstri sínum,“ segir í reifun dóms Hæstaréttar en dóminn í heild sinni má sjá hér.
Tengdar fréttir Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50 Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50
Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40