Handbolti

Svekktur út í sjálfan sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar er á sínu öðru tímabili með Hauka.
Gunnar er á sínu öðru tímabili með Hauka. vísir/anton
Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, horfði upp á sína menn tapa fjórum af fyrstu fimm leikjunum áður en hann áttaði sig almennilega á því að nú þurfti að hrista vel upp í hlutunum.

„Ég sem þjálfari þarf að læra af þessu. Ég er svekktur yfir að hafa ekki skynjað þetta. Ég skynjaði þetta ekki á æfingunum,“ segir Gunnar.

„Í fyrra unnum við deildina með ansi mörgum stigum og við mættum nánast í alla leiki tilbúnir. Það var aldrei vandamál með hugarfarið. Ég skynjaði ekki í haust að þetta yrði vandamál.

„Næst þegar ég lendi í þessu, ef ég lendi í þessu, þá þarf ég að bregðast við fyrr heldur en ég gerði núna. Ég kannski vanmat aðeins vandamálið of lengi,“ segir Gunnar.


Tengdar fréttir

Hamskipti Haukanna í handboltanum

Það kostaði Gunnar Magnússon margar svefnlausar nætur að vekja sína menn í meistaraliði Hauka af værum blundi eftir matraðarbyrjun á mótinu. Það tókst hins vegar og liðið sem var í fallsæti fyrir mánuði hefur rúllað yfir topplið deildarinnar á síðustu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×