Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Selfoss 25-23 | Norðanmenn komnir upp úr fallsæti Ólafur Haukur Tómasson á Akureyri skrifar 1. desember 2016 21:30 Kristján Orri Jóhannsson skoraði fimm mörk fyrir Akureyri. vísir/hanna Akureyri tókst að koma sér, í það minnsta í smá tíma, upp úr fallsæti eftir tveggja marka sigur, 25-23, á Selfossi í KA-heimilinu í 14.umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lið Akureyrar hefur verið á miklu flugi í undanförnum leikjum og ekki tapað í fimm leikjum í röð þegar Selfyssingar mættu í heimsókn í KA-heimilið. Akureyringar virtust ekkert á þeim buxunum að fara að tapa leik strax og ná að koma sér upp úr fallsæti og leikurinn því afar mikilvægur fyrir þá. Leikurinn var heilt yfir mjög jafn og byrjaði strax af miklum krafti. Heimamenn voru með undirtökin mest allan leikinn og voru að leiða strax snemma leiks. Vörn Akureyrar spilaði stóran þátt í því og var markvarslan hjá Tomasi Olasyni í marki Akureyrar stór hluti af því en hann varði níu skot í fyrri hálfleiknum. Þrátt fyrir að vera yfir þá tókst Akureyri ekki að ná að hrista af sér Selfyssingana sem voru í raun bara hársbreidd frá því að koma sér upp að hlið heimamanna í leiknum en heimamenn leiddu með tveimur mörkum inn í hálfleikinn, 11-9. Jafnt var með liðunum í seinni hálfleiknum og byrjaði Einar Sverrison, skytta Selfyssinga, seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoraði fyrstu fjögur mörk Selfyssinga, það var svo Elvar Örn Jónsson sem tók við keflinu og réðu heimamenn ekki mikið við hann og skoraði hann sjö mörk það sem eftir lifði hálfleiks. Selfyssingar færðust alltaf nær og nær Akureyri og þegar þrjár mínútur voru eftir tókst þeim að jafna. Akureyringar fara í sókn en skot Andra Snæs Stefánssonar var ekki gott og Selfoss fékk tækifæri til að komast loks yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Igor Kopyshynskyi, sem kom af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn fyrir Akureyri, stal boltanum og keyrði upp völlinn og skoraði. Kom heimamönnum aftur yfir og lítið eftir. Guðni Ingvarsson, línumaður Selfyssinga fékk dauðafæri þegar mínúta var eftir en skaut langt yfir og það var svo Mindaugas Dumcius sem gulltryggði sigurinn með því að skora í blálokin. Tveggja marka sigur Akureyrar því staðreynd og tókst liðinu að lyfta sér, allavega tímabundið, úr fallsæti og kom sér upp í ellefu stig og eru nú búnir að leika sex leiki án þess að tapa sem þykir mjög gott þar sem byrjun liðsins var mjög slök og útlitið ekki bjart norðan heiða.Sverre: Nú erum við að vinna! „Á skalanum einn til tíu er maður að telja á hundruðum,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, þegar hann var spurður út í hve sáttur hann væri með sigur sinna manna á Selfyssingum í kvöld. „Ef þú „Google-ar“ stoltur þjálfari þá sérðu mynd af mér frá því í dag! Þeir eiga svo ótrúlega mikið hrós skilið. Ég er alveg í skýjunum og adrenalínið á fullu svo ég veit nú ekki alveg hvað ég er að segja hérna en ég er ótrúlega stoltur, þetta var þvílíkt liðsafrek,“ sagði Sverre. Baráttuandinn og sterk liðsheild hefur verið stór partur af framförum Akureyrar í vetur og segist Sverre vera hæst ánægður með það sem leikmannahópur hans er að sýna og gera. „Þetta var sannkölluð liðsheild. Þetta er lýsandi fyrir það sem er í gangi í klefanum hjá okkur og þegar maður er með svona pakka þá ertu með eitthvað sérstakt, við höfum það og það sást hér í kvöld,“ sagði Sverre. Meiðslalisti Akureyrar lengist og lengist en í síðasta leik misstu þeir enn eina skyttuna í meiðsli þegar Karolis Stropus sleit hásin og bætist hann á listann með þeim Brynjari Hólm, Bergvini Gíslasyni, Ingimund Ingimundarsonar og Sigþórs Árna Heimissonar en allir hafa verið að spila stór hlutverk hjá liðinu. Akureyri hefur því þurft að kalla til fullt af ungum leikmönnum og er Sverre ánægður með þeirra framlag. „Við fáum nýjan strák inn í liðið í honum Daða og hann stóð sig frábærlega. Róbert kemur honum inn í þetta og stýrir þessu eins og kóngur í ríki sínu og allir gera það sem þeir þurftu að gera. Við vissum hvað við þyrftum að stöðva í þessum leik og við gerðum það. Þetta eru strákar sem eru tilbúnir í að setja hjartað á réttan stað og slá í takt við allt liðið. Þetta er ekki auðvelt, þetta er erfitt og ekkert smá af afföllumm á okkar leikmannahópi. Bestu fjórtán eru hérna inni og hinir nýtast okkur ekkert. Það er mitt hlutverk að búa til samkeppnishæft lið í hverjum leik og nú verðum við að gera það út desember,“ sagði Sverre. Akureyri komst eins og áður segir upp úr fallsæti með sigrinum í kvöld og finnst Sverre eins og þungu fargi sé létt af sér og sínum mönnum? „Biddu fyrir þér! Það er ótrúlega ljúft, ég ætla ekki að fara að ljúga en eins og ég hef oft sagt þá hef ég alltaf verið mjög ánægður með liðið mitt. Við höfum verið að spila okkur saman en tapað oft svona leikjum sem við erum núna að vinna, það er munurinn en viljinn og áreynslan hefur alltaf verið sú sama,“ sagði Sverre.Stefán: Áttum ekki skilið að vinna „Það var eitt og annað. Fyrir það fyrsta mættu Akureyringarnir sterkari í leikinn og voru miklu grimmari, ákveðnari og þeir stjórnuðu leiknum frá byrjun,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfyssinga, eftir leikinn í kvöld. „Þeir voru með yfirhöndina eiginlega allan tíman þar til það voru einhverjar tvær mínútur eftir og við gátum komist yfir. Við vorum að elta alltof lengi og það var ekki fyrr en eftir einhverjar fimmtán til tuttugu mínútur að við fórum að spila einhverja almennilega vörn. Það eru fullt af dauðafærum og vítaköstum í seinni hálfleik sem fara forgörðum og þrátt fyrir allt held ég að við hefðum átt að vinna þennan leik en miðað við spilamennskuna þá áttum við það ekki skilið,“ sagði Stefán. Stefán þekkir vel til á Akureyri og í KA-heimilinu en faðir hans, Árni Stefánsson, þjálfaði lið KA á sínum tíma og Stefán hefur sjálfur æft, spilað og þjálfað þar áður svo hann ætti að vera hverju horni kunnur þar en þetta er í fyrsta sinn sem hann stýrir útiliði meistaraflokks þar. „Það er fínt að koma og mér líður alltaf vel í KA-heimilinu því hér á ég góðar minningar og alltaf gaman að koma að spila hérna en ég hefði viljað að úrslitin hefðu verið önnur,“ sagði Stefán. Selfyssingar komu upp í Olís-deildina fyrir leiktíðina og hafa komið kannski smá á óvart og eru með fjórtán stig sem stendur. Er Stefán sáttur við frammistöðu síns liðs það sem af er liðið móts? „Sáttur við sumt og sumt ekki. Við hefðum átt að vera með fleiri stig, það eru leikir sem við hefðum átt að klára og tapa leikjum sem við hefðum átt að vinna. Við erum ekki nógu stöðugir ennþá eða mæta nógu klárir í suma leiki Við erum of seinir að byrja varnarleikinn, eins og í dag, og það vantar alltof mikið upp á stundum sem gerir þetta erfitt. Það er bjart og við höldum áfram að halda okkar vinnu áfram en við þurfum að gera betur en í dag ef við viljum að útlitið og framtíðin verði björt,“ sagði Stefán. Olís-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira
Akureyri tókst að koma sér, í það minnsta í smá tíma, upp úr fallsæti eftir tveggja marka sigur, 25-23, á Selfossi í KA-heimilinu í 14.umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lið Akureyrar hefur verið á miklu flugi í undanförnum leikjum og ekki tapað í fimm leikjum í röð þegar Selfyssingar mættu í heimsókn í KA-heimilið. Akureyringar virtust ekkert á þeim buxunum að fara að tapa leik strax og ná að koma sér upp úr fallsæti og leikurinn því afar mikilvægur fyrir þá. Leikurinn var heilt yfir mjög jafn og byrjaði strax af miklum krafti. Heimamenn voru með undirtökin mest allan leikinn og voru að leiða strax snemma leiks. Vörn Akureyrar spilaði stóran þátt í því og var markvarslan hjá Tomasi Olasyni í marki Akureyrar stór hluti af því en hann varði níu skot í fyrri hálfleiknum. Þrátt fyrir að vera yfir þá tókst Akureyri ekki að ná að hrista af sér Selfyssingana sem voru í raun bara hársbreidd frá því að koma sér upp að hlið heimamanna í leiknum en heimamenn leiddu með tveimur mörkum inn í hálfleikinn, 11-9. Jafnt var með liðunum í seinni hálfleiknum og byrjaði Einar Sverrison, skytta Selfyssinga, seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoraði fyrstu fjögur mörk Selfyssinga, það var svo Elvar Örn Jónsson sem tók við keflinu og réðu heimamenn ekki mikið við hann og skoraði hann sjö mörk það sem eftir lifði hálfleiks. Selfyssingar færðust alltaf nær og nær Akureyri og þegar þrjár mínútur voru eftir tókst þeim að jafna. Akureyringar fara í sókn en skot Andra Snæs Stefánssonar var ekki gott og Selfoss fékk tækifæri til að komast loks yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Igor Kopyshynskyi, sem kom af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn fyrir Akureyri, stal boltanum og keyrði upp völlinn og skoraði. Kom heimamönnum aftur yfir og lítið eftir. Guðni Ingvarsson, línumaður Selfyssinga fékk dauðafæri þegar mínúta var eftir en skaut langt yfir og það var svo Mindaugas Dumcius sem gulltryggði sigurinn með því að skora í blálokin. Tveggja marka sigur Akureyrar því staðreynd og tókst liðinu að lyfta sér, allavega tímabundið, úr fallsæti og kom sér upp í ellefu stig og eru nú búnir að leika sex leiki án þess að tapa sem þykir mjög gott þar sem byrjun liðsins var mjög slök og útlitið ekki bjart norðan heiða.Sverre: Nú erum við að vinna! „Á skalanum einn til tíu er maður að telja á hundruðum,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, þegar hann var spurður út í hve sáttur hann væri með sigur sinna manna á Selfyssingum í kvöld. „Ef þú „Google-ar“ stoltur þjálfari þá sérðu mynd af mér frá því í dag! Þeir eiga svo ótrúlega mikið hrós skilið. Ég er alveg í skýjunum og adrenalínið á fullu svo ég veit nú ekki alveg hvað ég er að segja hérna en ég er ótrúlega stoltur, þetta var þvílíkt liðsafrek,“ sagði Sverre. Baráttuandinn og sterk liðsheild hefur verið stór partur af framförum Akureyrar í vetur og segist Sverre vera hæst ánægður með það sem leikmannahópur hans er að sýna og gera. „Þetta var sannkölluð liðsheild. Þetta er lýsandi fyrir það sem er í gangi í klefanum hjá okkur og þegar maður er með svona pakka þá ertu með eitthvað sérstakt, við höfum það og það sást hér í kvöld,“ sagði Sverre. Meiðslalisti Akureyrar lengist og lengist en í síðasta leik misstu þeir enn eina skyttuna í meiðsli þegar Karolis Stropus sleit hásin og bætist hann á listann með þeim Brynjari Hólm, Bergvini Gíslasyni, Ingimund Ingimundarsonar og Sigþórs Árna Heimissonar en allir hafa verið að spila stór hlutverk hjá liðinu. Akureyri hefur því þurft að kalla til fullt af ungum leikmönnum og er Sverre ánægður með þeirra framlag. „Við fáum nýjan strák inn í liðið í honum Daða og hann stóð sig frábærlega. Róbert kemur honum inn í þetta og stýrir þessu eins og kóngur í ríki sínu og allir gera það sem þeir þurftu að gera. Við vissum hvað við þyrftum að stöðva í þessum leik og við gerðum það. Þetta eru strákar sem eru tilbúnir í að setja hjartað á réttan stað og slá í takt við allt liðið. Þetta er ekki auðvelt, þetta er erfitt og ekkert smá af afföllumm á okkar leikmannahópi. Bestu fjórtán eru hérna inni og hinir nýtast okkur ekkert. Það er mitt hlutverk að búa til samkeppnishæft lið í hverjum leik og nú verðum við að gera það út desember,“ sagði Sverre. Akureyri komst eins og áður segir upp úr fallsæti með sigrinum í kvöld og finnst Sverre eins og þungu fargi sé létt af sér og sínum mönnum? „Biddu fyrir þér! Það er ótrúlega ljúft, ég ætla ekki að fara að ljúga en eins og ég hef oft sagt þá hef ég alltaf verið mjög ánægður með liðið mitt. Við höfum verið að spila okkur saman en tapað oft svona leikjum sem við erum núna að vinna, það er munurinn en viljinn og áreynslan hefur alltaf verið sú sama,“ sagði Sverre.Stefán: Áttum ekki skilið að vinna „Það var eitt og annað. Fyrir það fyrsta mættu Akureyringarnir sterkari í leikinn og voru miklu grimmari, ákveðnari og þeir stjórnuðu leiknum frá byrjun,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfyssinga, eftir leikinn í kvöld. „Þeir voru með yfirhöndina eiginlega allan tíman þar til það voru einhverjar tvær mínútur eftir og við gátum komist yfir. Við vorum að elta alltof lengi og það var ekki fyrr en eftir einhverjar fimmtán til tuttugu mínútur að við fórum að spila einhverja almennilega vörn. Það eru fullt af dauðafærum og vítaköstum í seinni hálfleik sem fara forgörðum og þrátt fyrir allt held ég að við hefðum átt að vinna þennan leik en miðað við spilamennskuna þá áttum við það ekki skilið,“ sagði Stefán. Stefán þekkir vel til á Akureyri og í KA-heimilinu en faðir hans, Árni Stefánsson, þjálfaði lið KA á sínum tíma og Stefán hefur sjálfur æft, spilað og þjálfað þar áður svo hann ætti að vera hverju horni kunnur þar en þetta er í fyrsta sinn sem hann stýrir útiliði meistaraflokks þar. „Það er fínt að koma og mér líður alltaf vel í KA-heimilinu því hér á ég góðar minningar og alltaf gaman að koma að spila hérna en ég hefði viljað að úrslitin hefðu verið önnur,“ sagði Stefán. Selfyssingar komu upp í Olís-deildina fyrir leiktíðina og hafa komið kannski smá á óvart og eru með fjórtán stig sem stendur. Er Stefán sáttur við frammistöðu síns liðs það sem af er liðið móts? „Sáttur við sumt og sumt ekki. Við hefðum átt að vera með fleiri stig, það eru leikir sem við hefðum átt að klára og tapa leikjum sem við hefðum átt að vinna. Við erum ekki nógu stöðugir ennþá eða mæta nógu klárir í suma leiki Við erum of seinir að byrja varnarleikinn, eins og í dag, og það vantar alltof mikið upp á stundum sem gerir þetta erfitt. Það er bjart og við höldum áfram að halda okkar vinnu áfram en við þurfum að gera betur en í dag ef við viljum að útlitið og framtíðin verði björt,“ sagði Stefán.
Olís-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira