Flokkarnir á öndverðum meiði um skattamál Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 1. desember 2016 15:51 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið málefnalegur grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum við Sjálfstæðisflokk, enda sé sýn flokkanna tveggja á ýmis mál afar ólík. Hún segir flokkana meðal annars hafa verið á öndverðum meiði um hátekjuskatt á laun hærri en ein og hálf milljón. „Við höfum talað fyrir ákveðnum leiðum í þessum efnum og talað mjög sterkt fyrir því hvernig megi styrkja innviðina í samfélaginu og hvaða leiðir þurfi að fara til þess [...] Við höfum að sjálfsögðu haldið til haga okkar stefnu að nýta skattkerfið til tekjuöflunar og það er auðvitað mikilvægur þáttur í okkar stefnu,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Hún tekur þó fram að ekki hafi steytt á neinu ákveðnu máli. „Við vorum auðvitað bara að ræða saman óformlega þannig að það er ekki eins og það hafi steytt á einhverju tilteknu máli. En það liggur auðvitað fyrir að sýn og nálgun þessara flokka, til dæmis þegar kemur að efnahagsmálum, ríkisútgjöldum, og tekjuöflun ríkisins, er mjög ólík, svo dæmi séu tekin. En ég vil ekki segja að það hafi steytt á neinu atriði heldur má segja að það sé ansi langt á milli flokka.“ Grundvöllur fyrir þjóðstjórn Aðspurð hvert framhaldið sé segir hún að mögulega sé kominn grundvöllur fyrir þjóðstjórn. „Ég hef sagt að allir flokkar þurfi að fara að velta því fyrir sér hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í því að slá af sínum kröfum. Hvort það sé jafnvel orðinn grundvöllur fyrir því að fara jafnvel í einhvers konar þjóðstjórn ef ekki tekst að mynda hefðbundna meirihlutastjórn með hugmyndafræðilegar áherslur.“Og þá kjósa aftur? „Ja, einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan fyrr.“ Katrín segir nú ákveðna óvissu ríkja en tekur fram að samtöl flokkanna tveggja verði dýrmætt veganesti inn í samstarfið á Alþingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal Þorbjörns Þórðarsonar, fréttamanns Stöðvar 2, sem hann tók við Katrínu á Alþingi í dag. Tengdar fréttir Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46 Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Auknar tekjur Isavia muni koma úr vasa innlendra framleiðenda Viðskipti innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur Isavia muni koma úr vasa innlendra framleiðenda Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið málefnalegur grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum við Sjálfstæðisflokk, enda sé sýn flokkanna tveggja á ýmis mál afar ólík. Hún segir flokkana meðal annars hafa verið á öndverðum meiði um hátekjuskatt á laun hærri en ein og hálf milljón. „Við höfum talað fyrir ákveðnum leiðum í þessum efnum og talað mjög sterkt fyrir því hvernig megi styrkja innviðina í samfélaginu og hvaða leiðir þurfi að fara til þess [...] Við höfum að sjálfsögðu haldið til haga okkar stefnu að nýta skattkerfið til tekjuöflunar og það er auðvitað mikilvægur þáttur í okkar stefnu,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Hún tekur þó fram að ekki hafi steytt á neinu ákveðnu máli. „Við vorum auðvitað bara að ræða saman óformlega þannig að það er ekki eins og það hafi steytt á einhverju tilteknu máli. En það liggur auðvitað fyrir að sýn og nálgun þessara flokka, til dæmis þegar kemur að efnahagsmálum, ríkisútgjöldum, og tekjuöflun ríkisins, er mjög ólík, svo dæmi séu tekin. En ég vil ekki segja að það hafi steytt á neinu atriði heldur má segja að það sé ansi langt á milli flokka.“ Grundvöllur fyrir þjóðstjórn Aðspurð hvert framhaldið sé segir hún að mögulega sé kominn grundvöllur fyrir þjóðstjórn. „Ég hef sagt að allir flokkar þurfi að fara að velta því fyrir sér hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í því að slá af sínum kröfum. Hvort það sé jafnvel orðinn grundvöllur fyrir því að fara jafnvel í einhvers konar þjóðstjórn ef ekki tekst að mynda hefðbundna meirihlutastjórn með hugmyndafræðilegar áherslur.“Og þá kjósa aftur? „Ja, einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan fyrr.“ Katrín segir nú ákveðna óvissu ríkja en tekur fram að samtöl flokkanna tveggja verði dýrmætt veganesti inn í samstarfið á Alþingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal Þorbjörns Þórðarsonar, fréttamanns Stöðvar 2, sem hann tók við Katrínu á Alþingi í dag.
Tengdar fréttir Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46 Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Auknar tekjur Isavia muni koma úr vasa innlendra framleiðenda Viðskipti innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur Isavia muni koma úr vasa innlendra framleiðenda Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Sjá meira
Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46