Er ávinningur af því að skima fyrir mergæxli og forstigi þess? 1. desember 2016 11:00 Í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum birtist grein eftir tvo lækna þar sem fjallað er um rannsókn sem nú er verið að gera sem hefur það að markmiði að kanna ávinning þess að skima fyrir forstigi mergæxlis. Fundið var því flest til foráttu að skima fyrir forstigi alvarlegra sjúkdóma. Mig langar vegna þessa að leggja nokkur orð í belg. Skiptir máli að greinast snemma? Ég greindist með mergæxli vorið 2013. Það má segja að það hafi verið tilviljun að meinið uppgötvaðist. Ég fór í meðferð sem lauk um haustið með stofnfrumumeðferð. Nú er ekki vitað hvort það hefði verið til hagsbóta fyrir mig ef ég hefði greinst með forstig mergæxlis kannski mörgum árum fyrr. Eitt er víst að ég hefði sjálfsagt fengið meðhöndlun fyrr og þá líklegt að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þær skemmdir sem nú eru á nokkrum hryggjarliðum. Ég er heppin vegna þess að ég get spilað golf, gengið á fjöll og gert nánast allt sem mig langar til án mikilla vandræða. Margir þeirra sem eru með mergæxli eru ekki eins heppnir. Stundum finnst sjúkdómurinn ekki fyrr en hryggjarliðir hafa fallið saman, komin nýrnabilun eða aðrir fylgikvillar sjúkdómsins sem e.t.v. hefði verið hægt að koma í veg fyrir með greiningu á frumstigi. Lengra eða betra líf Í grein læknanna er sagt að litlar líkur séu á því að upplýsingar um forstigið muni lengja líf þeirra sem með það greinast. Auðvitað vitum við ekkert um það á þessu stigi en það sem mér finnst skipta máli er að hægt sé að lifa góðu lífi þrátt fyrir sjúkdóminn. Ég er svo einföld að ég held að því fyrr sem sjúkdómurinn uppgötvast þeim mun meiri líkur séu á að hægt sé að lækna hann eða a.m.k. halda honum niðri. Upplýst samþykki Samtök þeirra sem greinst hafa með mergæxli styðja rannsóknina „Blóðskimun til bjargar“. Við vonumst til þess að þessi rannsókn sem og aðrar rannsóknir á mergæxli muni leiða til þess að það finnist lækning. Ég trúi ekki öðru en að fólk taki ákvörðun um að taka þátt í rannsókninni með opnum augum og geri sér grein fyrir að niðurstaðan geti verið sú að það sé með forstig mergæxlis. Verið með Við sem erum með mergæxli viljum auðvitað stuðla að því að lækning finnist sem fyrst. Ég vil því hvetja alla til að vera með og stuðla þannig að því að fá betri mynd af þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Gerið ykkur bara grein fyrir að þið gætuð verið með forstigið eða jafnvel komin með mergæxli. Að mínu mati eruð þið þá heppin að geta látið fylgjast með ykkur og koma e.t.v. þannig í veg fyrir að þið lendið í því sama og ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum birtist grein eftir tvo lækna þar sem fjallað er um rannsókn sem nú er verið að gera sem hefur það að markmiði að kanna ávinning þess að skima fyrir forstigi mergæxlis. Fundið var því flest til foráttu að skima fyrir forstigi alvarlegra sjúkdóma. Mig langar vegna þessa að leggja nokkur orð í belg. Skiptir máli að greinast snemma? Ég greindist með mergæxli vorið 2013. Það má segja að það hafi verið tilviljun að meinið uppgötvaðist. Ég fór í meðferð sem lauk um haustið með stofnfrumumeðferð. Nú er ekki vitað hvort það hefði verið til hagsbóta fyrir mig ef ég hefði greinst með forstig mergæxlis kannski mörgum árum fyrr. Eitt er víst að ég hefði sjálfsagt fengið meðhöndlun fyrr og þá líklegt að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þær skemmdir sem nú eru á nokkrum hryggjarliðum. Ég er heppin vegna þess að ég get spilað golf, gengið á fjöll og gert nánast allt sem mig langar til án mikilla vandræða. Margir þeirra sem eru með mergæxli eru ekki eins heppnir. Stundum finnst sjúkdómurinn ekki fyrr en hryggjarliðir hafa fallið saman, komin nýrnabilun eða aðrir fylgikvillar sjúkdómsins sem e.t.v. hefði verið hægt að koma í veg fyrir með greiningu á frumstigi. Lengra eða betra líf Í grein læknanna er sagt að litlar líkur séu á því að upplýsingar um forstigið muni lengja líf þeirra sem með það greinast. Auðvitað vitum við ekkert um það á þessu stigi en það sem mér finnst skipta máli er að hægt sé að lifa góðu lífi þrátt fyrir sjúkdóminn. Ég er svo einföld að ég held að því fyrr sem sjúkdómurinn uppgötvast þeim mun meiri líkur séu á að hægt sé að lækna hann eða a.m.k. halda honum niðri. Upplýst samþykki Samtök þeirra sem greinst hafa með mergæxli styðja rannsóknina „Blóðskimun til bjargar“. Við vonumst til þess að þessi rannsókn sem og aðrar rannsóknir á mergæxli muni leiða til þess að það finnist lækning. Ég trúi ekki öðru en að fólk taki ákvörðun um að taka þátt í rannsókninni með opnum augum og geri sér grein fyrir að niðurstaðan geti verið sú að það sé með forstig mergæxlis. Verið með Við sem erum með mergæxli viljum auðvitað stuðla að því að lækning finnist sem fyrst. Ég vil því hvetja alla til að vera með og stuðla þannig að því að fá betri mynd af þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Gerið ykkur bara grein fyrir að þið gætuð verið með forstigið eða jafnvel komin með mergæxli. Að mínu mati eruð þið þá heppin að geta látið fylgjast með ykkur og koma e.t.v. þannig í veg fyrir að þið lendið í því sama og ég.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar