Er ávinningur af því að skima fyrir mergæxli og forstigi þess? 1. desember 2016 11:00 Í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum birtist grein eftir tvo lækna þar sem fjallað er um rannsókn sem nú er verið að gera sem hefur það að markmiði að kanna ávinning þess að skima fyrir forstigi mergæxlis. Fundið var því flest til foráttu að skima fyrir forstigi alvarlegra sjúkdóma. Mig langar vegna þessa að leggja nokkur orð í belg. Skiptir máli að greinast snemma? Ég greindist með mergæxli vorið 2013. Það má segja að það hafi verið tilviljun að meinið uppgötvaðist. Ég fór í meðferð sem lauk um haustið með stofnfrumumeðferð. Nú er ekki vitað hvort það hefði verið til hagsbóta fyrir mig ef ég hefði greinst með forstig mergæxlis kannski mörgum árum fyrr. Eitt er víst að ég hefði sjálfsagt fengið meðhöndlun fyrr og þá líklegt að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þær skemmdir sem nú eru á nokkrum hryggjarliðum. Ég er heppin vegna þess að ég get spilað golf, gengið á fjöll og gert nánast allt sem mig langar til án mikilla vandræða. Margir þeirra sem eru með mergæxli eru ekki eins heppnir. Stundum finnst sjúkdómurinn ekki fyrr en hryggjarliðir hafa fallið saman, komin nýrnabilun eða aðrir fylgikvillar sjúkdómsins sem e.t.v. hefði verið hægt að koma í veg fyrir með greiningu á frumstigi. Lengra eða betra líf Í grein læknanna er sagt að litlar líkur séu á því að upplýsingar um forstigið muni lengja líf þeirra sem með það greinast. Auðvitað vitum við ekkert um það á þessu stigi en það sem mér finnst skipta máli er að hægt sé að lifa góðu lífi þrátt fyrir sjúkdóminn. Ég er svo einföld að ég held að því fyrr sem sjúkdómurinn uppgötvast þeim mun meiri líkur séu á að hægt sé að lækna hann eða a.m.k. halda honum niðri. Upplýst samþykki Samtök þeirra sem greinst hafa með mergæxli styðja rannsóknina „Blóðskimun til bjargar“. Við vonumst til þess að þessi rannsókn sem og aðrar rannsóknir á mergæxli muni leiða til þess að það finnist lækning. Ég trúi ekki öðru en að fólk taki ákvörðun um að taka þátt í rannsókninni með opnum augum og geri sér grein fyrir að niðurstaðan geti verið sú að það sé með forstig mergæxlis. Verið með Við sem erum með mergæxli viljum auðvitað stuðla að því að lækning finnist sem fyrst. Ég vil því hvetja alla til að vera með og stuðla þannig að því að fá betri mynd af þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Gerið ykkur bara grein fyrir að þið gætuð verið með forstigið eða jafnvel komin með mergæxli. Að mínu mati eruð þið þá heppin að geta látið fylgjast með ykkur og koma e.t.v. þannig í veg fyrir að þið lendið í því sama og ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum birtist grein eftir tvo lækna þar sem fjallað er um rannsókn sem nú er verið að gera sem hefur það að markmiði að kanna ávinning þess að skima fyrir forstigi mergæxlis. Fundið var því flest til foráttu að skima fyrir forstigi alvarlegra sjúkdóma. Mig langar vegna þessa að leggja nokkur orð í belg. Skiptir máli að greinast snemma? Ég greindist með mergæxli vorið 2013. Það má segja að það hafi verið tilviljun að meinið uppgötvaðist. Ég fór í meðferð sem lauk um haustið með stofnfrumumeðferð. Nú er ekki vitað hvort það hefði verið til hagsbóta fyrir mig ef ég hefði greinst með forstig mergæxlis kannski mörgum árum fyrr. Eitt er víst að ég hefði sjálfsagt fengið meðhöndlun fyrr og þá líklegt að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þær skemmdir sem nú eru á nokkrum hryggjarliðum. Ég er heppin vegna þess að ég get spilað golf, gengið á fjöll og gert nánast allt sem mig langar til án mikilla vandræða. Margir þeirra sem eru með mergæxli eru ekki eins heppnir. Stundum finnst sjúkdómurinn ekki fyrr en hryggjarliðir hafa fallið saman, komin nýrnabilun eða aðrir fylgikvillar sjúkdómsins sem e.t.v. hefði verið hægt að koma í veg fyrir með greiningu á frumstigi. Lengra eða betra líf Í grein læknanna er sagt að litlar líkur séu á því að upplýsingar um forstigið muni lengja líf þeirra sem með það greinast. Auðvitað vitum við ekkert um það á þessu stigi en það sem mér finnst skipta máli er að hægt sé að lifa góðu lífi þrátt fyrir sjúkdóminn. Ég er svo einföld að ég held að því fyrr sem sjúkdómurinn uppgötvast þeim mun meiri líkur séu á að hægt sé að lækna hann eða a.m.k. halda honum niðri. Upplýst samþykki Samtök þeirra sem greinst hafa með mergæxli styðja rannsóknina „Blóðskimun til bjargar“. Við vonumst til þess að þessi rannsókn sem og aðrar rannsóknir á mergæxli muni leiða til þess að það finnist lækning. Ég trúi ekki öðru en að fólk taki ákvörðun um að taka þátt í rannsókninni með opnum augum og geri sér grein fyrir að niðurstaðan geti verið sú að það sé með forstig mergæxlis. Verið með Við sem erum með mergæxli viljum auðvitað stuðla að því að lækning finnist sem fyrst. Ég vil því hvetja alla til að vera með og stuðla þannig að því að fá betri mynd af þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Gerið ykkur bara grein fyrir að þið gætuð verið með forstigið eða jafnvel komin með mergæxli. Að mínu mati eruð þið þá heppin að geta látið fylgjast með ykkur og koma e.t.v. þannig í veg fyrir að þið lendið í því sama og ég.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun