Svefnleysi kostar hagkerfið milljarða Sæunn Gísladóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Þúsundir vinnudaga tapast á ári sökum svefnleysis. NordicPhotos/Getty Breska hagkerfið tapar 40 milljörðum punda, jafnvirði 5.600 milljarða króna, árlega vegna þess að starfsmenn þjást af svefnleysi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá Rand Europe. BBC greinir frá því að útreikningar byggist á því að þreyttir starfsmenn séu annaðhvort afkastaminni eða taki sér veikindadag. Um 1,86 prósent af hagvexti tapist vegna svefnleysis. Einnig kemur fram í rannsókninni að þeir sem sofa undir sex tímum á hverri nóttu séu 13 prósent líklegri til að deyja á undan þeim sem sofa sjö til níu tíma. Rannsóknin náði til Bretlands, Bandaríkjanna, Kanada, Þýskalands og Japans. Niðurstöðurnar voru jákvæðari í Bretlandi en í Japan þar sem starfsmenn missa af flestum vinnudögum sökum svefnleysis. Bretar missa af 200 þúsund vinnudögum árlega vegna svefnleysis en í Bandaríkjunum eru það 1,2 milljónir vinnudaga og í Japan 600 þúsund. Skýrsluhöfundar biðla til atvinnurekenda að átta sig á umfangi vandans og hvetja starfsmenn til að ná nægum svefni, sem og að útbúa herbergi þar sem starfsmenn geti lagt sig. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska hagkerfið tapar 40 milljörðum punda, jafnvirði 5.600 milljarða króna, árlega vegna þess að starfsmenn þjást af svefnleysi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá Rand Europe. BBC greinir frá því að útreikningar byggist á því að þreyttir starfsmenn séu annaðhvort afkastaminni eða taki sér veikindadag. Um 1,86 prósent af hagvexti tapist vegna svefnleysis. Einnig kemur fram í rannsókninni að þeir sem sofa undir sex tímum á hverri nóttu séu 13 prósent líklegri til að deyja á undan þeim sem sofa sjö til níu tíma. Rannsóknin náði til Bretlands, Bandaríkjanna, Kanada, Þýskalands og Japans. Niðurstöðurnar voru jákvæðari í Bretlandi en í Japan þar sem starfsmenn missa af flestum vinnudögum sökum svefnleysis. Bretar missa af 200 þúsund vinnudögum árlega vegna svefnleysis en í Bandaríkjunum eru það 1,2 milljónir vinnudaga og í Japan 600 þúsund. Skýrsluhöfundar biðla til atvinnurekenda að átta sig á umfangi vandans og hvetja starfsmenn til að ná nægum svefni, sem og að útbúa herbergi þar sem starfsmenn geti lagt sig. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira