Fyrsta alheimsákvörðunin Ívar Halldórsson. skrifar 22. ágúst 2016 09:12 Í þættinum Sprengisandi var tekin upp áhugaverð umræða um alheiminn og trúna. Þessi umræða orsakaði vangaveltur hjá mér sem og væntanlega hjá öðrum sem á samræðurnar hlýddu. Ósvaraðar spurningar um tilvist okkar í alheiminum eru víst fleiri en á fingrum alls mannkyns verður talið. Kenningarnar eru fjölmargar og vegna takmarkaðrar þekkingar eru þær flestar ákaflega götóttar. Þó skipast jarðarbúar í tvo meginflokka; þá sem trúa á einhvers konar æðri mátt og þá sem trúa á eintómar tilviljanir. Samkvæmt kenningum þeirra sem trúa ekki á tilvist æðri máttar erum við öll hér fyrir tilviljun. Stjarnfræðilega stóra og djarfa tilviljun sem hefur í kjölfarið getið af sér aragrúa af hinum ólíklegustu viðbótartilviljunum. Ekkert yfirskilvitlegt stýrði gangi mála er við fikruðum okkur fyrst í gegnum handahófskennda heimsmyndun sem örsmáir einfrumungar. Smátt og smátt þróuðumst við í að verða flóknari lífverur. Sem betur fer æxlaðist þróunin þannig að við urðum ekki bara eitt kyn, heldur tvö - þótt að vísu hefði líklega öll neikvæð umræða um samkynhneigð aldrei skapast ef við hefðum öll ávallt verið sama kyn. Fjölgun okkar hefði hins vegar farið forgörðum og mannkynið mistekist hrapalega. Heppnin var því svo sannarlega með okkur þarna í denn. Í þá gömlu og góðu alheimsdaga var þó ekkert siðferði. Ekkert illt og ekkert gott. Dagar alheimsins voru í raun hvorki slæmir né góðir dagar. Þetta voru bara dagar. Þróun er hugsunarlaus og siðfrjáls aðgerðaröð ófyrirséðra atburða af náttúrunnar hendi. Ómyndað mannkynið átti eftir að ákveða hvað skyldi almennt talið gott eða illt. Það átti eftir að finna upp morðið, þjófnaðinn, nauðganirnar og margt annað sem manneskjan ákvað áramilljörðum seinna að setja í flokk sem endurspeglaði svokallaða slæma hegðun mannvera. Það var ákveðið að skilgreina það sem hugsanlega var aðeins óheppileg þróun af náttúrunnar hendi í heilum vissra einstaklinga og í kjölfarið leiddi til svokallaðra siðabrota, sem refsiverða hegðun af yfirlögðu ráði. Manneskjan hefur þurft að taka ýmsar ákvarðanir í gegnum tíðina. En hvenær skyldi þó fyrsta ákvörðunin hafa verið tekin? Fram að fyrstu meðvituðu ákvörðuninni réðu tilviljanir ríkjum. Eitt orsakaði annað og svo koll af kolli. Fyrsta orsökin er enn á huldu, en siðaðir og sérmenntaðir snillingar sitja sveittir yfir því hvað gæti hafa orsakað fyrstu orsök alheimsins og svo koll af kolli. Við bíðum eftir að einhver vísindamaðurinn hrópi „Eureka!!!“ En sem sagt á einhverjum tímapunkti var hin fyrsta meðvitaða ákvörðun tekin. Ég geri ráð fyrir að einhvers konar undirmeðvitund hafi tekið hana; meðvitund sem hefur seinna þróast í meðvitaðri meðvitund, en í dag geta flestir notað báðar útgáfur meðvitundar til að taka ákvarðanir. Sem sagt einn góðan veðurdag tók einhver lífvera í einhvers konar formi ákvörðun. Ég veit ekki hvað fékk hana til að gera eitthvað sem stangaðist svona stórlega á við tilviljunarkennda stefnu þróunarinnar til þessa andartaks og fara langt út fyrir þann stíg sem handahófskenndar tilviljanir höfðu markað alheiminum. Hvað orsakaði þessa innri löngun lífverunnar að taka hina fyrstu meðvituðu ákvörðun? Ekkert sem gott má heita fyrirfannst í alheiminum, og þar af leiðandi ekkert betra eða best - ekkert slæmt, verra eða verst. Ákvörðun felst eins og við vitum í því að velja á milli tveggja eða fleiri möguleika, sem þýðir væntanlega að ein leið sé betri en önnur. Þróun tekur engar ákvarðanir. Þróun hefur aldrei tekið tillit til siðferðis. Hún er miskunnarlaus og gerist bara. Með fyrstu ákvörðuninni innan alheimsins hafði andþróun af einhverju tagi litið dagsins ljós í alheiminum. Þessi fyrsta ákvörðun var þá líklega óútskýranleg afleiðing einhvers konar jafn óútskýranlegrar réttlætisvitundar nýs lífs í alheimi þar sem ekkert réttlæti hafði nokkru sinni fundist. Fyrsta óútskýranlega ákvörðunin var sem sagt tekin fyrir algjöra tilviljun á einhverjum óþekktum tímapunkti á títuprjónshausnum sem við í dag köllum Jörð. Réttlætisvitundin var svo fullkomnuð af þróaðri mönnum seinni tíma í alheimsumhverfinu sem enn í dag er í stöðugri tilviljunarkenndri og greindarlausri útvíkkun. Lögfræðin hefði í frumdaga verið fjarstæðukennd og fyndin andþróunarhyggja, þar sem hún hafði enga réttlætisvitund eða siðferðislegan grunn til að byggja á í skugga tilgangslausrar þróunar sem engin siðferðislega þenkjandi vitsmunavera hafði skipulagt. Í öllum alheiminum var ekkert rangt eða rétt því að líf var enn ekki búinn að flokka hegðun sína í rétta og ranga hegðun. En lífveran ákvað samt sem áður einn daginn á einhverju þróunarstigi sínu að taka sína fyrstu ákvörðun. Hvernig hún gat allt í einu ákveðið að taka ákvörðun átta ég mig ekki á. Mér finnst þó rökrétt að ákvörðun sé aldrei tekin án þess að einhver ákveði að taka hana. Sá sem ákveður að taka ákvörðun þarf að mínu mati að hafa einhverja ástæðu til að taka þá ákvörðun sem hann ákveður að taka. Það er í raun eins og ákvörðun sé einhvers konar eilífðar elementi gædd. Þú getur ekki tekið ákvörðun án þess fyrst að luma á henni. Eins konar hringur án upphafs. Eins og eilífðin. Eitthvað sem getur ekki verið til án síns sjálfs og stendur og fellur með sjálfu sér. Eins og Guð. Hvaðan siðferðislegir ákvarðanatökueiginleikar okkar mannanna koma er í ljósi ósiðbundinnar þróunar alheimsins hin mesta ráðgáta. Kannski hefur þó fyrsta ákvörðunin alltaf verið til á bak við alheimstjöldin. Það skyldi þó aldrei vera. Og kannski ákváðu síðan einhverjar afleiðingar ófyrirhugaðs lífs hér í alheiminum, þ.e. einhverjir meðvitaðir snillingar að hún væri alls ekki Guð. Mikilvægur eiginleiki okkar til að taka meðvitaðar ákvarðanir gefur okkur frelsi til að móta stefnu okkar í lífinu. Við tökum til að mynda hvert fyrir sig persónulega ákvörðun um hverju við viljum trúa um ósannaða tilurð alheimsins - þ.e. hvað orsakaði alheimssprengjuna. Frumorsökin er enn ekki fundin, enda eru vísindamenn enn að rannsaka þessa stærstu spurningu tilvistar okkar. Ef hugsandi máttur orsakaði ekki alheiminn þá á svitalyktin frá rannsóknarstöðvum ráðgátuleysara líklega eftir að aukast talsvert á næstu misserum. Hvernig og hvers vegna siðferðisleg meðvitundin og einstakt ákvörðunarvaldið áskotnaðist mannkyninu, verður víst hver og einn að taka sína eigin og vel ígrunduðu ákvörðun um út frá þeim takmörkuðu upplýsingum sem mannkynið býr yfir. Hér hef ég ákveðið að setja punkt...punkt sem er þá ef til vill bara liður í minni tilgangslausu þróun í alheimi sem margir vilja meina að hafi ungað mér út fyrir tóma tilviljun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í þættinum Sprengisandi var tekin upp áhugaverð umræða um alheiminn og trúna. Þessi umræða orsakaði vangaveltur hjá mér sem og væntanlega hjá öðrum sem á samræðurnar hlýddu. Ósvaraðar spurningar um tilvist okkar í alheiminum eru víst fleiri en á fingrum alls mannkyns verður talið. Kenningarnar eru fjölmargar og vegna takmarkaðrar þekkingar eru þær flestar ákaflega götóttar. Þó skipast jarðarbúar í tvo meginflokka; þá sem trúa á einhvers konar æðri mátt og þá sem trúa á eintómar tilviljanir. Samkvæmt kenningum þeirra sem trúa ekki á tilvist æðri máttar erum við öll hér fyrir tilviljun. Stjarnfræðilega stóra og djarfa tilviljun sem hefur í kjölfarið getið af sér aragrúa af hinum ólíklegustu viðbótartilviljunum. Ekkert yfirskilvitlegt stýrði gangi mála er við fikruðum okkur fyrst í gegnum handahófskennda heimsmyndun sem örsmáir einfrumungar. Smátt og smátt þróuðumst við í að verða flóknari lífverur. Sem betur fer æxlaðist þróunin þannig að við urðum ekki bara eitt kyn, heldur tvö - þótt að vísu hefði líklega öll neikvæð umræða um samkynhneigð aldrei skapast ef við hefðum öll ávallt verið sama kyn. Fjölgun okkar hefði hins vegar farið forgörðum og mannkynið mistekist hrapalega. Heppnin var því svo sannarlega með okkur þarna í denn. Í þá gömlu og góðu alheimsdaga var þó ekkert siðferði. Ekkert illt og ekkert gott. Dagar alheimsins voru í raun hvorki slæmir né góðir dagar. Þetta voru bara dagar. Þróun er hugsunarlaus og siðfrjáls aðgerðaröð ófyrirséðra atburða af náttúrunnar hendi. Ómyndað mannkynið átti eftir að ákveða hvað skyldi almennt talið gott eða illt. Það átti eftir að finna upp morðið, þjófnaðinn, nauðganirnar og margt annað sem manneskjan ákvað áramilljörðum seinna að setja í flokk sem endurspeglaði svokallaða slæma hegðun mannvera. Það var ákveðið að skilgreina það sem hugsanlega var aðeins óheppileg þróun af náttúrunnar hendi í heilum vissra einstaklinga og í kjölfarið leiddi til svokallaðra siðabrota, sem refsiverða hegðun af yfirlögðu ráði. Manneskjan hefur þurft að taka ýmsar ákvarðanir í gegnum tíðina. En hvenær skyldi þó fyrsta ákvörðunin hafa verið tekin? Fram að fyrstu meðvituðu ákvörðuninni réðu tilviljanir ríkjum. Eitt orsakaði annað og svo koll af kolli. Fyrsta orsökin er enn á huldu, en siðaðir og sérmenntaðir snillingar sitja sveittir yfir því hvað gæti hafa orsakað fyrstu orsök alheimsins og svo koll af kolli. Við bíðum eftir að einhver vísindamaðurinn hrópi „Eureka!!!“ En sem sagt á einhverjum tímapunkti var hin fyrsta meðvitaða ákvörðun tekin. Ég geri ráð fyrir að einhvers konar undirmeðvitund hafi tekið hana; meðvitund sem hefur seinna þróast í meðvitaðri meðvitund, en í dag geta flestir notað báðar útgáfur meðvitundar til að taka ákvarðanir. Sem sagt einn góðan veðurdag tók einhver lífvera í einhvers konar formi ákvörðun. Ég veit ekki hvað fékk hana til að gera eitthvað sem stangaðist svona stórlega á við tilviljunarkennda stefnu þróunarinnar til þessa andartaks og fara langt út fyrir þann stíg sem handahófskenndar tilviljanir höfðu markað alheiminum. Hvað orsakaði þessa innri löngun lífverunnar að taka hina fyrstu meðvituðu ákvörðun? Ekkert sem gott má heita fyrirfannst í alheiminum, og þar af leiðandi ekkert betra eða best - ekkert slæmt, verra eða verst. Ákvörðun felst eins og við vitum í því að velja á milli tveggja eða fleiri möguleika, sem þýðir væntanlega að ein leið sé betri en önnur. Þróun tekur engar ákvarðanir. Þróun hefur aldrei tekið tillit til siðferðis. Hún er miskunnarlaus og gerist bara. Með fyrstu ákvörðuninni innan alheimsins hafði andþróun af einhverju tagi litið dagsins ljós í alheiminum. Þessi fyrsta ákvörðun var þá líklega óútskýranleg afleiðing einhvers konar jafn óútskýranlegrar réttlætisvitundar nýs lífs í alheimi þar sem ekkert réttlæti hafði nokkru sinni fundist. Fyrsta óútskýranlega ákvörðunin var sem sagt tekin fyrir algjöra tilviljun á einhverjum óþekktum tímapunkti á títuprjónshausnum sem við í dag köllum Jörð. Réttlætisvitundin var svo fullkomnuð af þróaðri mönnum seinni tíma í alheimsumhverfinu sem enn í dag er í stöðugri tilviljunarkenndri og greindarlausri útvíkkun. Lögfræðin hefði í frumdaga verið fjarstæðukennd og fyndin andþróunarhyggja, þar sem hún hafði enga réttlætisvitund eða siðferðislegan grunn til að byggja á í skugga tilgangslausrar þróunar sem engin siðferðislega þenkjandi vitsmunavera hafði skipulagt. Í öllum alheiminum var ekkert rangt eða rétt því að líf var enn ekki búinn að flokka hegðun sína í rétta og ranga hegðun. En lífveran ákvað samt sem áður einn daginn á einhverju þróunarstigi sínu að taka sína fyrstu ákvörðun. Hvernig hún gat allt í einu ákveðið að taka ákvörðun átta ég mig ekki á. Mér finnst þó rökrétt að ákvörðun sé aldrei tekin án þess að einhver ákveði að taka hana. Sá sem ákveður að taka ákvörðun þarf að mínu mati að hafa einhverja ástæðu til að taka þá ákvörðun sem hann ákveður að taka. Það er í raun eins og ákvörðun sé einhvers konar eilífðar elementi gædd. Þú getur ekki tekið ákvörðun án þess fyrst að luma á henni. Eins konar hringur án upphafs. Eins og eilífðin. Eitthvað sem getur ekki verið til án síns sjálfs og stendur og fellur með sjálfu sér. Eins og Guð. Hvaðan siðferðislegir ákvarðanatökueiginleikar okkar mannanna koma er í ljósi ósiðbundinnar þróunar alheimsins hin mesta ráðgáta. Kannski hefur þó fyrsta ákvörðunin alltaf verið til á bak við alheimstjöldin. Það skyldi þó aldrei vera. Og kannski ákváðu síðan einhverjar afleiðingar ófyrirhugaðs lífs hér í alheiminum, þ.e. einhverjir meðvitaðir snillingar að hún væri alls ekki Guð. Mikilvægur eiginleiki okkar til að taka meðvitaðar ákvarðanir gefur okkur frelsi til að móta stefnu okkar í lífinu. Við tökum til að mynda hvert fyrir sig persónulega ákvörðun um hverju við viljum trúa um ósannaða tilurð alheimsins - þ.e. hvað orsakaði alheimssprengjuna. Frumorsökin er enn ekki fundin, enda eru vísindamenn enn að rannsaka þessa stærstu spurningu tilvistar okkar. Ef hugsandi máttur orsakaði ekki alheiminn þá á svitalyktin frá rannsóknarstöðvum ráðgátuleysara líklega eftir að aukast talsvert á næstu misserum. Hvernig og hvers vegna siðferðisleg meðvitundin og einstakt ákvörðunarvaldið áskotnaðist mannkyninu, verður víst hver og einn að taka sína eigin og vel ígrunduðu ákvörðun um út frá þeim takmörkuðu upplýsingum sem mannkynið býr yfir. Hér hef ég ákveðið að setja punkt...punkt sem er þá ef til vill bara liður í minni tilgangslausu þróun í alheimi sem margir vilja meina að hafi ungað mér út fyrir tóma tilviljun?
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun