Tíu hlauparar fóru á sjúkrahús vegna ofþornunar og vanþjálfunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2016 14:05 Fyrirsætan Christy Turlington var eiturhress í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Vísir/Hanna Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu í ár hafa aðeins einu sinni verið fleiri og metþátttaka var í maraþonhlaupi og hálfu maraþoni. Aldrei hafa fleiri útlendingar hlaupið og áheitasöfnun verður opin fram á miðvikudagskvöld og stefnan sett á hundrað milljónir króna. Á bilinu fimm til tíu prósent áheitanna fara í kostnað, eða á bilinu fimm til tíu milljónir. Tíu hlauparar leituðu á sjúkrahús vegna ofþornunar eða vanþjálfunar. Glampandi sólskin var í höfuðborginni framan af laugardegi, vind hreyfði varla og hiti í kringum fimmtán stig. Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu í ár voru 15.253 sem slagar ágætlega upp í Íslandsmetið frá 2014 þegar 15.552 keppendur þreyttu einhverja af þeim vegalengdum sem í boði eru. Útlendingar hafa aldrei verið fleiri eða rétt rúmlega fjögur þúsund. Þeir voru 3140 í fyrra og því er um að ræða aukningu um tæplega þrjátíu prósent. Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurmaraþonsins, segir hafa verið ótrúlegt hvernig fjöldi útlendinga hafi aukist allt fram að síðasta degi. Um þrjú hundruð erlendir keppendur bættust við síðustu tvær vikurnar en flestir sem koma að utan skrá sig í hlaupið með nokkuð góðum fyrirvara.Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fór tíu kílómetra en hann var andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Stefnir í 100 milljónir Áheitasöfnunin hefur aldrei gengið betur en þegar þessi frétt er skrifuð hafa safnast rétt tæplega 97 milljónir króna. Anna Lilja segir að undanfarin ár hafi söfnunin verið opin til miðnættis á mánudegi. Nú hafi hins vegar verið tekin sú ákvörðun að hafa hana opna til miðnættis á miðvikudegi í þeirri von að ná að rjúfa hundrað milljóna króna múrinn í fyrsta skipti. „85 milljónir eru metið frá 2014 svo það er heldur betur búið að slá það,“ segir Anna Lilja. Á bilinu 5-10 prósent af þeim peningum sem koma inn í gegnum áheitasöfnunina fara í rekstarkostnað við áheitasöfnunina. Anna Lilja segir kostnaðinn felast í rekstri við síðuna, Hlaupastyrkur.is. Hún vísar í skilmála hlaupsins þar sem fram komi að framkvæmdaraðilinn geti tekið allt að tíu prósent til sín vegna kostnaðar. „Þetta var 5 prósent í fyrra og sex prósent árið á undan,“ segir Anna Lilja. Fólk sé í vinnu við að svara tölvupóstum en síðan opnar í janúar. Skrá þarf góðgerðarfélög inn og fleira í þeim dúr og í það fari peningarnir. Friðrika Hjördís Geirsdóttir var á meðal þátttakenda.Vísir/Hanna Ofþornun og vanþjálfun Veður var sérstaklega gott á laugardaginn, reyndar svo gott að hiti gerði hlaupurum sumum hverjum erfitt fyrir. Tíu þurftu að leita á sjúkrahús vegna ofþornunar í bland við þá staðreynd að þeir voru ekki búnir að æfa nógu vel fyrir hlaupið. Í svari frá Landspítalanum kemur fram að hlaupararnir tíu hafi verið á aldrinum tuttugu til sextíu ára, flestir í tíu kílómetra hlaupi, einn í hálfu maraþoni en enginn í heilu maraþoni. Allir fóru heim sama daga fyrir utan einn. „Það er ekki okkar tilfinning að það hafi verið fleiri en vanalega,“ segir Anna Lilja í samtali við Vísi. „Ef einhver ofgerir sér þá er hringt á sjúkrahús.“ Þá bar á því að fólk kastaði upp á leiðinni, sumir hverjir í Lækjargötunni þegar stutt var í markið. „Við erum alveg viðbúin því að einhverjir muni kasta upp,“ segir Anna Lilja og bendir á að læknir og hjúkrunarfræðingur séu til taks í markinu til að aðstoða fólk sem á þarf að halda. Var sumum hlaupurum, sem voru þreytulegir eftir hlaupið, boðið upp á ælupoka. Einn viðmælenda Vísis, sem hljóp tíu kílómetra, var nokkuð móðgaður enda fullyrðir hann að hann hafi verið fjarri því að þurfa að kasta upp. Hann afþakkaði ælupokann.Björn Berg Gunnarsson fylgdi Valdimar eftir í hlaupinu. Myndband frá því má sjá að neðan. Gott orðspor skilar útlendingum Markmiðið með Reykjavíkurmaraþoninu, þegar því var komið á koppinn á níunda áratugnum, var að fá erlenda ferðamenn til landsins. Óhætt er segja að markmiðinu sé náð og vinsældirnar að aukast ár frá ári. Anna Lilja segir að stöðug markaðsetning sé í gangi í útlöndum og þá helst í því formi að vera með bása í maraþonhlaupum erlendis. Svo séu alltaf einhverjir hlauparar sem skrifi um reynslu sína af hlaupinu í erlendum fjölmiðlum. Hins vegar sé það orðsporið sem virðist vera besta kynningin. Þannig fylla erlendir keppendur út könnun að hlaupi loknu og þar sé áberandi að flestir hafi heyrt af hlaupinu frá ættingjum sínum eða vinum sem látið hafi vel af hlaupinu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvær nauðganir kærðar á Menningarnótt Þolendur voru fluttir á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldi í nótt. 21. ágúst 2016 12:56 Hiti gerir hlaupurum erfitt fyrir Mikið hefur verið að gera hjá Slökkivliðinu í Reykjavík við að aðstoða hlaupara sem hnigu niður á leið sinni í Reykjavíkurmaraþoninu. 20. ágúst 2016 10:52 Kanadamaður vann heilmaraþonið í ár David Leporho hljóp 42 kílómetrana á tæplega tveimur og hálfri klukkustund. 20. ágúst 2016 11:31 Gífurlegur fögnuður braust út þegar Valdimar kom í mark Tónlistarmaðurinn safnaði um 670 þúsund krónum fyrir Krabbameinsfélag Íslands. 20. ágúst 2016 11:56 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu í ár hafa aðeins einu sinni verið fleiri og metþátttaka var í maraþonhlaupi og hálfu maraþoni. Aldrei hafa fleiri útlendingar hlaupið og áheitasöfnun verður opin fram á miðvikudagskvöld og stefnan sett á hundrað milljónir króna. Á bilinu fimm til tíu prósent áheitanna fara í kostnað, eða á bilinu fimm til tíu milljónir. Tíu hlauparar leituðu á sjúkrahús vegna ofþornunar eða vanþjálfunar. Glampandi sólskin var í höfuðborginni framan af laugardegi, vind hreyfði varla og hiti í kringum fimmtán stig. Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu í ár voru 15.253 sem slagar ágætlega upp í Íslandsmetið frá 2014 þegar 15.552 keppendur þreyttu einhverja af þeim vegalengdum sem í boði eru. Útlendingar hafa aldrei verið fleiri eða rétt rúmlega fjögur þúsund. Þeir voru 3140 í fyrra og því er um að ræða aukningu um tæplega þrjátíu prósent. Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurmaraþonsins, segir hafa verið ótrúlegt hvernig fjöldi útlendinga hafi aukist allt fram að síðasta degi. Um þrjú hundruð erlendir keppendur bættust við síðustu tvær vikurnar en flestir sem koma að utan skrá sig í hlaupið með nokkuð góðum fyrirvara.Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fór tíu kílómetra en hann var andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Stefnir í 100 milljónir Áheitasöfnunin hefur aldrei gengið betur en þegar þessi frétt er skrifuð hafa safnast rétt tæplega 97 milljónir króna. Anna Lilja segir að undanfarin ár hafi söfnunin verið opin til miðnættis á mánudegi. Nú hafi hins vegar verið tekin sú ákvörðun að hafa hana opna til miðnættis á miðvikudegi í þeirri von að ná að rjúfa hundrað milljóna króna múrinn í fyrsta skipti. „85 milljónir eru metið frá 2014 svo það er heldur betur búið að slá það,“ segir Anna Lilja. Á bilinu 5-10 prósent af þeim peningum sem koma inn í gegnum áheitasöfnunina fara í rekstarkostnað við áheitasöfnunina. Anna Lilja segir kostnaðinn felast í rekstri við síðuna, Hlaupastyrkur.is. Hún vísar í skilmála hlaupsins þar sem fram komi að framkvæmdaraðilinn geti tekið allt að tíu prósent til sín vegna kostnaðar. „Þetta var 5 prósent í fyrra og sex prósent árið á undan,“ segir Anna Lilja. Fólk sé í vinnu við að svara tölvupóstum en síðan opnar í janúar. Skrá þarf góðgerðarfélög inn og fleira í þeim dúr og í það fari peningarnir. Friðrika Hjördís Geirsdóttir var á meðal þátttakenda.Vísir/Hanna Ofþornun og vanþjálfun Veður var sérstaklega gott á laugardaginn, reyndar svo gott að hiti gerði hlaupurum sumum hverjum erfitt fyrir. Tíu þurftu að leita á sjúkrahús vegna ofþornunar í bland við þá staðreynd að þeir voru ekki búnir að æfa nógu vel fyrir hlaupið. Í svari frá Landspítalanum kemur fram að hlaupararnir tíu hafi verið á aldrinum tuttugu til sextíu ára, flestir í tíu kílómetra hlaupi, einn í hálfu maraþoni en enginn í heilu maraþoni. Allir fóru heim sama daga fyrir utan einn. „Það er ekki okkar tilfinning að það hafi verið fleiri en vanalega,“ segir Anna Lilja í samtali við Vísi. „Ef einhver ofgerir sér þá er hringt á sjúkrahús.“ Þá bar á því að fólk kastaði upp á leiðinni, sumir hverjir í Lækjargötunni þegar stutt var í markið. „Við erum alveg viðbúin því að einhverjir muni kasta upp,“ segir Anna Lilja og bendir á að læknir og hjúkrunarfræðingur séu til taks í markinu til að aðstoða fólk sem á þarf að halda. Var sumum hlaupurum, sem voru þreytulegir eftir hlaupið, boðið upp á ælupoka. Einn viðmælenda Vísis, sem hljóp tíu kílómetra, var nokkuð móðgaður enda fullyrðir hann að hann hafi verið fjarri því að þurfa að kasta upp. Hann afþakkaði ælupokann.Björn Berg Gunnarsson fylgdi Valdimar eftir í hlaupinu. Myndband frá því má sjá að neðan. Gott orðspor skilar útlendingum Markmiðið með Reykjavíkurmaraþoninu, þegar því var komið á koppinn á níunda áratugnum, var að fá erlenda ferðamenn til landsins. Óhætt er segja að markmiðinu sé náð og vinsældirnar að aukast ár frá ári. Anna Lilja segir að stöðug markaðsetning sé í gangi í útlöndum og þá helst í því formi að vera með bása í maraþonhlaupum erlendis. Svo séu alltaf einhverjir hlauparar sem skrifi um reynslu sína af hlaupinu í erlendum fjölmiðlum. Hins vegar sé það orðsporið sem virðist vera besta kynningin. Þannig fylla erlendir keppendur út könnun að hlaupi loknu og þar sé áberandi að flestir hafi heyrt af hlaupinu frá ættingjum sínum eða vinum sem látið hafi vel af hlaupinu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvær nauðganir kærðar á Menningarnótt Þolendur voru fluttir á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldi í nótt. 21. ágúst 2016 12:56 Hiti gerir hlaupurum erfitt fyrir Mikið hefur verið að gera hjá Slökkivliðinu í Reykjavík við að aðstoða hlaupara sem hnigu niður á leið sinni í Reykjavíkurmaraþoninu. 20. ágúst 2016 10:52 Kanadamaður vann heilmaraþonið í ár David Leporho hljóp 42 kílómetrana á tæplega tveimur og hálfri klukkustund. 20. ágúst 2016 11:31 Gífurlegur fögnuður braust út þegar Valdimar kom í mark Tónlistarmaðurinn safnaði um 670 þúsund krónum fyrir Krabbameinsfélag Íslands. 20. ágúst 2016 11:56 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Tvær nauðganir kærðar á Menningarnótt Þolendur voru fluttir á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldi í nótt. 21. ágúst 2016 12:56
Hiti gerir hlaupurum erfitt fyrir Mikið hefur verið að gera hjá Slökkivliðinu í Reykjavík við að aðstoða hlaupara sem hnigu niður á leið sinni í Reykjavíkurmaraþoninu. 20. ágúst 2016 10:52
Kanadamaður vann heilmaraþonið í ár David Leporho hljóp 42 kílómetrana á tæplega tveimur og hálfri klukkustund. 20. ágúst 2016 11:31
Gífurlegur fögnuður braust út þegar Valdimar kom í mark Tónlistarmaðurinn safnaði um 670 þúsund krónum fyrir Krabbameinsfélag Íslands. 20. ágúst 2016 11:56
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent