Vegið að jafnrétti til náms Svandís Svavarsdóttir alþingismaður skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna er aðför að jafnrétti til náms. Breytingarnar eru helstar að tekjutenging afborgana verður afnumin, mögulegur fjöldi ára á lánum skertur og vextirnir þrefaldaðir. Jafnframt eiga nemendur kost á 65 þúsund króna styrk á mánuði. Helsti tilgangur sjóðsins er að að tryggja félagslegan jöfnuð og vekur því athygli að rektor Háskóla Íslands lýsir áhyggjum af því að hér sé vegið að því meginhlutverki. Bandalag háskólamanna gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og telur að háir vextir og afnám tekjutengingar afborgana þrengi verulega að stórum hópum sem leggja í langt nám. Doktorsnemar segja að hér sé verið að draga úr möguleika til doktorsnáms og fjármögnun þess í raun vísað alfarið í samkeppnissjóði. Samkvæmt frumvarpinu verður aðeins lánað til sjö ára en sú breyting hefur fyrst og fremst áhrif á stöðu barnafólks, tekjulágra og þeirra sem hyggja á langt háskólanám. Tekjulágt fólk lendir í vandræðum þegar afborganir eru ekki lengur tekjutengdar auk þess sem það fyrirkomulag getur haft áhrif á námsval og þar með samfélagið í heild. Í velferðarsamfélagi er jafnrétti til náms mikilvægur þáttur og brýnt að hlusta vel eftir öllum þeim röddum sem lýsa áhyggjum af þeim breytingum sem hér eru boðaðar. Ríkisstjórnin er rúin trausti, kosningar á næsta leiti, menntamálaráðherrann á leið út úr stjórnmálum og ljóst að umboðið til þess að takast á hendur svo stórtækar breytingar er ekki fyrir hendi. Það er raunar umhugsunarefni að í slíku grundvallarmáli skuli ráðherrann ekki byggja á breiðu samráði. Allt frá afhjúpun Panama-skjalanna og þeim degi þegar forsætisráðherrann sagði af sér hefur öll vinna Alþingis miðað að samstöðu um flókin mál og þar hafa margir lagt mikla vinnu af mörkum. Ný útlendingalög, breytingar á húsnæðiskerfinu, breyting á greiðsluþátttöku sjúklinga, nýtt millidómsstig og mál um losun hafta hafa öll verið unnin og leyst með þeim hætti. Búið er að flýta kosningum og samstarfi ríkisstjórnarflokkanna er að mestu lokið. Samstöðumál eru einu málin sem eiga að geta gengið fram undir slíkum kringumstæðum. Allir sjá að nýtt mál menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki fellur ekki í þann hóp.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna er aðför að jafnrétti til náms. Breytingarnar eru helstar að tekjutenging afborgana verður afnumin, mögulegur fjöldi ára á lánum skertur og vextirnir þrefaldaðir. Jafnframt eiga nemendur kost á 65 þúsund króna styrk á mánuði. Helsti tilgangur sjóðsins er að að tryggja félagslegan jöfnuð og vekur því athygli að rektor Háskóla Íslands lýsir áhyggjum af því að hér sé vegið að því meginhlutverki. Bandalag háskólamanna gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og telur að háir vextir og afnám tekjutengingar afborgana þrengi verulega að stórum hópum sem leggja í langt nám. Doktorsnemar segja að hér sé verið að draga úr möguleika til doktorsnáms og fjármögnun þess í raun vísað alfarið í samkeppnissjóði. Samkvæmt frumvarpinu verður aðeins lánað til sjö ára en sú breyting hefur fyrst og fremst áhrif á stöðu barnafólks, tekjulágra og þeirra sem hyggja á langt háskólanám. Tekjulágt fólk lendir í vandræðum þegar afborganir eru ekki lengur tekjutengdar auk þess sem það fyrirkomulag getur haft áhrif á námsval og þar með samfélagið í heild. Í velferðarsamfélagi er jafnrétti til náms mikilvægur þáttur og brýnt að hlusta vel eftir öllum þeim röddum sem lýsa áhyggjum af þeim breytingum sem hér eru boðaðar. Ríkisstjórnin er rúin trausti, kosningar á næsta leiti, menntamálaráðherrann á leið út úr stjórnmálum og ljóst að umboðið til þess að takast á hendur svo stórtækar breytingar er ekki fyrir hendi. Það er raunar umhugsunarefni að í slíku grundvallarmáli skuli ráðherrann ekki byggja á breiðu samráði. Allt frá afhjúpun Panama-skjalanna og þeim degi þegar forsætisráðherrann sagði af sér hefur öll vinna Alþingis miðað að samstöðu um flókin mál og þar hafa margir lagt mikla vinnu af mörkum. Ný útlendingalög, breytingar á húsnæðiskerfinu, breyting á greiðsluþátttöku sjúklinga, nýtt millidómsstig og mál um losun hafta hafa öll verið unnin og leyst með þeim hætti. Búið er að flýta kosningum og samstarfi ríkisstjórnarflokkanna er að mestu lokið. Samstöðumál eru einu málin sem eiga að geta gengið fram undir slíkum kringumstæðum. Allir sjá að nýtt mál menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki fellur ekki í þann hóp.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar