Opnar bíó í Eyjum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2016 09:30 Axel rekur einnig Selfossbíó og mun bæta við nýjum sal þar á næstunni. Mynd/Alex Máni Axel Ingi Viðarsson, athafnamaður og leikstjóri, opnar á næstunni bíó í Vestmannaeyjum. Eyjabúar hafa verið bíólausir í fjórtán ár að sögn Axels og segist hann finna fyrir mikilli tilhlökkun af þeirra hálfu. Bíósalurinn verður í sýningarsal Kviku menningarhúss. „Það er ekki alveg komin niðurnegld dagsetning á það hvenær við opnum, en þetta verður opnað í haust í Kviku,“ segir Axel. „Þetta verður einn salur, og mun hann taka hundrað manns í sæti.“ Axel er ekki ókunnugur bíórekstri, en hann opnaði Selfossbíó fyrir þremur árum. Bæjarráð samþykkti hugmyndina á fundi sínum í vor og sagðist fagna aukinni fjölbreytni í menningu og afþreyingu eyjarinnar. Eyjafréttir greindu þá frá áformum Axels. Almenningur hefur síðustu áratugi dregið verulega úr ferðum sínum í kvikmyndahús bæði vegna aukins niðurhals og aukins aðgengis að streymisþjónustu. Kjarninn greindi frá því í júlí að kvikmyndahúsum á Íslandi hafi fækkað um helming síðan árið 1995, úr 31 í 16. Öll kvikmyndahús, sem hefur verið lokað frá árinu 1995, voru utan höfuðborgarsvæðisins.Engin samkeppni á Selfossi Þrátt fyrir þetta segir Axel reksturinn hafa gengið vel á Selfossi og stefnir hann að því að opna annan sal þar í lok mánaðarins eða í byrjun september. Axel segir minni samkeppni spila þar inn í. „Ég er ekki með neina samkeppni. Í Reykjavík er fjöldi kvikmyndahúsa og miklu erfiðara fyrir þau að starfa vegna samkeppni. Ég slepp við hana. En bíórekstur er ekki auðveldur rekstur, það koma hæðir og lægðir." Axel áætlar að um átta til tíu manns muni starfa hjá bíóinu, sem mun einungis sýna nýjar myndir. Verðmiðinn verður svipaður og í öðrum bíóum eða um 1.550 krónur. Axel segist reikna með að þurfa 20 þúsund gesti á ári til að bíóið borgi sig. „Markaðssetningin skiptir öllu máli og svo verða Eyjamenn að átta sig á því að ef þeir sækja ekki bíóið verður þetta líklega aldrei gert aftur þar,“ segir Axel. Um 34 þúsund manns sóttu Selfossbíó á síðasta ári. Í dag er Selfossbíó með daglegar sýningar og samtals þrjátíu sýningar í viku. Axel ætlar að fara hægar af stað í Eyjum. „Við ætlum að hafa sýningar frá fimmtudegi til sunnudags, þannig að samtals verða það um sjö til átta sýningar í viku. Við ætlum ekki að byrja í neinu brjálæði og fara svo að minnka, heldur byrja rólega og fjölga svo frekar sýningum.“ Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Axel Ingi Viðarsson, athafnamaður og leikstjóri, opnar á næstunni bíó í Vestmannaeyjum. Eyjabúar hafa verið bíólausir í fjórtán ár að sögn Axels og segist hann finna fyrir mikilli tilhlökkun af þeirra hálfu. Bíósalurinn verður í sýningarsal Kviku menningarhúss. „Það er ekki alveg komin niðurnegld dagsetning á það hvenær við opnum, en þetta verður opnað í haust í Kviku,“ segir Axel. „Þetta verður einn salur, og mun hann taka hundrað manns í sæti.“ Axel er ekki ókunnugur bíórekstri, en hann opnaði Selfossbíó fyrir þremur árum. Bæjarráð samþykkti hugmyndina á fundi sínum í vor og sagðist fagna aukinni fjölbreytni í menningu og afþreyingu eyjarinnar. Eyjafréttir greindu þá frá áformum Axels. Almenningur hefur síðustu áratugi dregið verulega úr ferðum sínum í kvikmyndahús bæði vegna aukins niðurhals og aukins aðgengis að streymisþjónustu. Kjarninn greindi frá því í júlí að kvikmyndahúsum á Íslandi hafi fækkað um helming síðan árið 1995, úr 31 í 16. Öll kvikmyndahús, sem hefur verið lokað frá árinu 1995, voru utan höfuðborgarsvæðisins.Engin samkeppni á Selfossi Þrátt fyrir þetta segir Axel reksturinn hafa gengið vel á Selfossi og stefnir hann að því að opna annan sal þar í lok mánaðarins eða í byrjun september. Axel segir minni samkeppni spila þar inn í. „Ég er ekki með neina samkeppni. Í Reykjavík er fjöldi kvikmyndahúsa og miklu erfiðara fyrir þau að starfa vegna samkeppni. Ég slepp við hana. En bíórekstur er ekki auðveldur rekstur, það koma hæðir og lægðir." Axel áætlar að um átta til tíu manns muni starfa hjá bíóinu, sem mun einungis sýna nýjar myndir. Verðmiðinn verður svipaður og í öðrum bíóum eða um 1.550 krónur. Axel segist reikna með að þurfa 20 þúsund gesti á ári til að bíóið borgi sig. „Markaðssetningin skiptir öllu máli og svo verða Eyjamenn að átta sig á því að ef þeir sækja ekki bíóið verður þetta líklega aldrei gert aftur þar,“ segir Axel. Um 34 þúsund manns sóttu Selfossbíó á síðasta ári. Í dag er Selfossbíó með daglegar sýningar og samtals þrjátíu sýningar í viku. Axel ætlar að fara hægar af stað í Eyjum. „Við ætlum að hafa sýningar frá fimmtudegi til sunnudags, þannig að samtals verða það um sjö til átta sýningar í viku. Við ætlum ekki að byrja í neinu brjálæði og fara svo að minnka, heldur byrja rólega og fjölga svo frekar sýningum.“
Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira