Lífið

Í áfalli yfir fréttum af typpi sínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Stangarstökkvarinn japanski, Hiroki Ogita.
Stangarstökkvarinn japanski, Hiroki Ogita. Vísir/AFP
Stangarstökkvarinn japanski, Hiroki Ogita, virtist ekki sáttur við fréttir um að typpið á honum hefði komið í veg fyrir að hann kæmist í úrslit stangarstökks á Ólympíuleikunum. Á ljósmyndum og myndböndum virtist sem að limur hans hefði farið í slána svo hún féll.

Fjölmargir erlendir miðlar hafa fjallað um málið á léttum nótum en Ogita virtist taka því illa. Í fyrstu.

Ogita hefur tjáð sig um málið á Twitter þar sem hann segist ekki hafa átt von á því að fjölmiðlar myndu hæðast svo mikið að honum. Hann sagðist vera í áfalli vegna frétta þar sem verið væri að gera grín að honum og sagði jafnvel að fjölmiðlar hefðu búið þetta til.

Sérfræðingur sem BBC ræddi við segir ljóst að sjónarhornið á ljósmyndum og myndböndum gert Ogita grikk og að hann hefði þegar komið við slána með fætinum svo hún myndi örugglega falla hvort eð er.

Aðdáendur hafa veit Ogita stuðning á samfélagsmiðlum og hvatt hann áfram. Ogita virðist þó hafa snúist hugur varðandi húmorinn í atvikinu ef marka má tíst frá honum.

„Hafandi horft á þetta aftur, þá er þetta frekar fyndið, þó ég segi sjálfur frá. LOL.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×