Kú hættir á mjólkurmarkaði um áramótin ef samkeppnisumhverfið breytist ekki Una Sighvatsdóttir skrifar 17. ágúst 2016 20:00 Alþingi hefur nú til endurskoðunar frumvarp að lögum um búvörusamninga, sem hafa verið afar umdeildir allt frá því þeir voru undirritaðir í vetur. Ekki síst hvað varðari áframhaldandi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði, sem samningarnir eru sagðir festa í sessi. Forstjóri MS var boðaður á fund atvinnuveganefndar Alþingis í dag, þar sem búvörulögin eru til umræðu. Fyrr í vikunni greiddi MS 480 milljóna króna sekt vegna alvarlegra sameppnisbrota, því kröfu um að sektin yrði felldn niður á meðan áfrýjunin er til meðferðar var hafnað. Samkeppniseftirlitið telur frumvarpið til búvörulaga þarfnast gagngerrar endurskoðunar, til að tryggja almannahagsmuni. Björt Ólafsdóttir segir það vonbrigði að meirihluti atvinnuveganefndar vilji ekki gera nægilegar breytingar á búvörusamningum til að tryggja samkeppni á mjólkursölumarkaði.Breytingar ýmist sagðar „róttækar" eða „minniháttar" Formaður atvinnuveganefndar segir að róttækar breytingar verði boðaðar á lögunum. Efnislega fæst ekki uppgefið strax hverjar þær breytingar verði, en Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar í nefndinni segir það gefa auga leið að breytingarnar séu minniháttar, enda telji formaður Bændasamtakana þær ekki svo miklar að taka þurfi samninginn upp að nýju. „Það liggur fyrir að samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína, selt sér mjólk á lægra verði en hinum, það liggur líka fyrir að MS játar þetta alveg en segir að þetta sé þeim heimilt samkvæmt núverandi búvörulögum og það liggur líka fyrir að meirihluti atvinnuveganefndar ætlar ekki að breyta neinu í þessum lögum," segir Björt.MS með kverkatak á samkeppninni Meðal þess sem er gagnrýnt er að vald yfir verðlagningu á mjólkurafurðum verði fært til MS og að MS geti hindrað frekari vöxt samkeppnisaðila. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú, segir nýju búvörusamningana verri en núgildandi samninga því þeir færi Mjólkursamsölunni aukið vald til að hafa keppinauta sína undir og gefi henni í raun kverkatak á litlu keppinautunum. „Ég er nú nýlega búinn að sjá meirihlutaálitið sem nú er kynnt frá atvinnuveganefnd og í raun er það bara kattaþvottur og engin efnisbreyting á þeim drögum sem liggja fyrir Alþingi. Ólafur vonast til að nýtt þing vindi ofan af samningunum. Mjólkurbúið hefur ákveðið að reyna til þrautar fram að áramótum, en ekki lengur. „Verði ekki breyting á rekstrarumhverfi á mjólkurmarkaði þá munum við hætta þessari starfsemi og draga okkur út af mjólkurvörumarkaði." Búvörusamningar Tengdar fréttir Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56 Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Alþingi hefur nú til endurskoðunar frumvarp að lögum um búvörusamninga, sem hafa verið afar umdeildir allt frá því þeir voru undirritaðir í vetur. Ekki síst hvað varðari áframhaldandi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði, sem samningarnir eru sagðir festa í sessi. Forstjóri MS var boðaður á fund atvinnuveganefndar Alþingis í dag, þar sem búvörulögin eru til umræðu. Fyrr í vikunni greiddi MS 480 milljóna króna sekt vegna alvarlegra sameppnisbrota, því kröfu um að sektin yrði felldn niður á meðan áfrýjunin er til meðferðar var hafnað. Samkeppniseftirlitið telur frumvarpið til búvörulaga þarfnast gagngerrar endurskoðunar, til að tryggja almannahagsmuni. Björt Ólafsdóttir segir það vonbrigði að meirihluti atvinnuveganefndar vilji ekki gera nægilegar breytingar á búvörusamningum til að tryggja samkeppni á mjólkursölumarkaði.Breytingar ýmist sagðar „róttækar" eða „minniháttar" Formaður atvinnuveganefndar segir að róttækar breytingar verði boðaðar á lögunum. Efnislega fæst ekki uppgefið strax hverjar þær breytingar verði, en Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar í nefndinni segir það gefa auga leið að breytingarnar séu minniháttar, enda telji formaður Bændasamtakana þær ekki svo miklar að taka þurfi samninginn upp að nýju. „Það liggur fyrir að samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína, selt sér mjólk á lægra verði en hinum, það liggur líka fyrir að MS játar þetta alveg en segir að þetta sé þeim heimilt samkvæmt núverandi búvörulögum og það liggur líka fyrir að meirihluti atvinnuveganefndar ætlar ekki að breyta neinu í þessum lögum," segir Björt.MS með kverkatak á samkeppninni Meðal þess sem er gagnrýnt er að vald yfir verðlagningu á mjólkurafurðum verði fært til MS og að MS geti hindrað frekari vöxt samkeppnisaðila. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú, segir nýju búvörusamningana verri en núgildandi samninga því þeir færi Mjólkursamsölunni aukið vald til að hafa keppinauta sína undir og gefi henni í raun kverkatak á litlu keppinautunum. „Ég er nú nýlega búinn að sjá meirihlutaálitið sem nú er kynnt frá atvinnuveganefnd og í raun er það bara kattaþvottur og engin efnisbreyting á þeim drögum sem liggja fyrir Alþingi. Ólafur vonast til að nýtt þing vindi ofan af samningunum. Mjólkurbúið hefur ákveðið að reyna til þrautar fram að áramótum, en ekki lengur. „Verði ekki breyting á rekstrarumhverfi á mjólkurmarkaði þá munum við hætta þessari starfsemi og draga okkur út af mjólkurvörumarkaði."
Búvörusamningar Tengdar fréttir Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56 Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56
Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30
Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00