Fylgstu með jarðarför Muhammad Ali í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 13:53 Muhammad Ali 1942-2016. Vísir/Getty Hnefaleikagoðsögnin og mannvinurinn Muhammad Ali er borinn til grafar í Louisville í dag og stór hluti heimsins mun fylgjast með. Muhammad Ali lést á föstudaginn var en hann var 74 ára gamall. Hann er einn frægasti og virtasti íþróttamaður allra tíma og margfaldur heimsmeistari í sinni íþrótt. Hann stór persónuleiki, skemmtilegur karakter og einstök manneskja. Muhammad Ali, sem fæddist Cassius Marcellus Clay 17. janúar 1942, vann 56 af 61 bardögum á sínum ferli sem náði yfir meira en tvo áratugi. Hann varð þrisvar sinnum krýndur heimsmeistari og vann einnig gull á Ólympíuleikum. Barátta hans fyrir mannréttindum og jafnrétti eftir að ferlinum lauk verður seint metin til fulls og þá glímdi hann við Parkinson síðustu þrjá áratugi ævi sinnar. Tugir þúsunda munu safnast saman á götum Louisville til að fylgjast með og meðal gesta á minningarathöfninni er mikið af frægu fólki og fyrirmönnum sem þekktu og elskuðu Muhammad Ali fyrir öll þau góðu mál sem hann barðist fyrir ekki síst eftir að hanskarnir voru komnir upp á hillu. Will Smith og boxarinn Lennox Lewis eru meðal kistubera Muhammad Ali og þá munu þeir Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, og grínistinn Billy Crystal báðir flytja eftirmæli um Muhammad Ali í minningarathöfninni. Bílalestin með kistu Muhammad Ali mun fara í gengum Louisville og þar á meðal framhjá æskuheimili hans en enda að lokum við Cave Hill kirkjugarðinn þar sem hann verður borinn til grafar. The New York Times er meðal þeirra fjölmiðla sem býður upp á það að fylgjast með jarðaför Muhammad Ali í beinni á netinu og hér fyrir neðan má sjá myndband þeirra frá athöfninni. Enn neðar má líka sjá útsendingu FOX 10 sjónvarpstöðvarinnar í Phoenix frá viðburðinum. Box Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Hnefaleikagoðsögnin og mannvinurinn Muhammad Ali er borinn til grafar í Louisville í dag og stór hluti heimsins mun fylgjast með. Muhammad Ali lést á föstudaginn var en hann var 74 ára gamall. Hann er einn frægasti og virtasti íþróttamaður allra tíma og margfaldur heimsmeistari í sinni íþrótt. Hann stór persónuleiki, skemmtilegur karakter og einstök manneskja. Muhammad Ali, sem fæddist Cassius Marcellus Clay 17. janúar 1942, vann 56 af 61 bardögum á sínum ferli sem náði yfir meira en tvo áratugi. Hann varð þrisvar sinnum krýndur heimsmeistari og vann einnig gull á Ólympíuleikum. Barátta hans fyrir mannréttindum og jafnrétti eftir að ferlinum lauk verður seint metin til fulls og þá glímdi hann við Parkinson síðustu þrjá áratugi ævi sinnar. Tugir þúsunda munu safnast saman á götum Louisville til að fylgjast með og meðal gesta á minningarathöfninni er mikið af frægu fólki og fyrirmönnum sem þekktu og elskuðu Muhammad Ali fyrir öll þau góðu mál sem hann barðist fyrir ekki síst eftir að hanskarnir voru komnir upp á hillu. Will Smith og boxarinn Lennox Lewis eru meðal kistubera Muhammad Ali og þá munu þeir Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, og grínistinn Billy Crystal báðir flytja eftirmæli um Muhammad Ali í minningarathöfninni. Bílalestin með kistu Muhammad Ali mun fara í gengum Louisville og þar á meðal framhjá æskuheimili hans en enda að lokum við Cave Hill kirkjugarðinn þar sem hann verður borinn til grafar. The New York Times er meðal þeirra fjölmiðla sem býður upp á það að fylgjast með jarðaför Muhammad Ali í beinni á netinu og hér fyrir neðan má sjá myndband þeirra frá athöfninni. Enn neðar má líka sjá útsendingu FOX 10 sjónvarpstöðvarinnar í Phoenix frá viðburðinum.
Box Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira