Yfirvöld í Frakklandi hafa fengið einkafyrirtæki til að tæma götur Parísar af rusli. Þá hefur þeim fjölmörgu sem eru í verkfalli þar í landi verið sagt að þeim verði ekki leyft að hafa neikvæð áhrif á Evrópumótið í knattspyrnu sem fram fer þar í landi næsta mánuðinn.
Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagði að ruslið verði allt hreinsað upp. 50 sorphirðubílar voru sendir af stað í nótt og 30 til viðbótar verða að störfum í dag. Hún segir að starfið muni taka nokkra daga.
Þá hefur samgönguráðherra Frakklands sagt að samgöngustarfsmenn í verkfalli verði mögulega neyddir til að tryggja samgöngur fyrir að fótboltaaðdáendur í Frakklandi.
Einkafyrirtæki fengið til að hreinsa París
Samúel Karl Ólason skrifar
