Erlent

Fleiri lýsa yfir stuðningi við Clinton

Samúel Karl Ólason skrifar
Elizabeth Warren.
Elizabeth Warren. Vísir/Getty
Bandaríski Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren hefur lýst yfir stuðningi við Hillary Clinton í komandi kosningum til embættis Bandaríkjaforseta. Warren, sem er afar vinsæl á meðal vinstrisinnaðra í Demókrataflokknum, fólksins sem stutt hefur Bernie Sanders, lýsti þessu yfir skömmu eftir að að hún hafði lýst yfir stuðningi við Clinton í komandi baráttu.

Hún segir þó engar viðræður um embætti varaforseta hafa farið fram og að hún kunni vel að meta það að vera Öldungadeildarþingmaður.

Warren lýsti Clinton sem hugaðri baráttukonu sem myndi halda Donald Trump fjarri Hvíta húsinu. Hún kallaði eftir því að Demókratar fylktu sér að baki Clinton. Bæði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, varaforseti, höfðu þegar lýst yfir stuðningi við Clinton.

Repúblikanar segja að stuðningsyfirlýsing Warren varpi ljósi á hana sem hræsnara. Hillary Clinton standi fyrir allt það sem Warren hafi staðið gegn.

Warren veittist einnig að Donald Trump og sagði hann beina ógn gegn Bandaríkjanna. 

Joe Biden fjallaði einnig um Trump í gær og sagði hann ógna sjálfstæði dómstóla í Bandaríkjunum. Trump hefur harðlega gagnrýnt dómara sem er yfir máli gegn Trump þar sem hann á rætur að rekja til Mexíkó.i 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×