Innlent

Fangelsið á Hólmsheiði opnað í dag

Ingvar Haraldsson skrifar
Fyrstu fangarnir koma að líkindum í ágúst og verða kvenkyns.
Fyrstu fangarnir koma að líkindum í ágúst og verða kvenkyns. Vísir/Vilhelm
„Þetta er bylting. Það hefur ekki verið byggt fangelsi á Íslandi síðan 1874,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnastjórnar um fangelsið á Hólmsheiði sem verður opnað formlega í dag.

Steinunn segir að sérstaklega verði framfaraskrefið mikið fyrir kvenkyns fanga en 8 af 56 plássum í fangelsinu verða fyrir konur. Steinunn segir að gert sé ráð fyrir að konur geti afplánað lengri fangelsisdóma í fangelsinu en fangelsið verður eina kvennafangelsi ð. Á móti hefur fangelsum í Kópavogi og í Hegningarhúsinu verið lokað.

„Hönnun fangelsisins er með þeim hætti að konur og karlar blandast ekki,“ bendir Steinunn þó á.

Þá verður fangelsið einnig móttökufangelsi fyrir þá sem hefja afplánun fangelsisdóma auk þess sem gæsluvarðhaldsfangar munu sitja af sér sína dóma í fangelsinu.

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að starfsfólk fangelsisins muni taka sér tíma í að læra á öll öryggiskerfi áður en fyrstu fangarnir hefji afplánun þar. Miðað er við að það gerist í ágúst, þegar fyrstu kvenfangarnir hefja afplánun enda sé þörfin brýnust þar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×