Enn betri Reykjavík Halldór Auðar Svansson skrifar 10. júní 2016 07:00 Reykjavíkurborg hefur síðan 2010 haldið úti vefsíðunni www.betrireykjavik.is í samstarfi við sjálfseignarstofnunina Íbúa. Betri Reykjavík er samt meira en bara vefsíða heldur er þetta stærra fyrirbæri sem tengist beint inn í stjórnsýslu borgarinnar. Á síðunni geta íbúar lagt fram hugmyndir, rökrætt þær og kosið um þær sín á milli. Reykjavíkurborg skuldbindur sig síðan til að taka vinsælustu hugmyndir hvers mánaðar til formlegrar umfjöllunar innan borgarkerfisins. Sumar eru samþykktar og öðrum hafnað en ferlið er þó alltaf gagnsætt og ákvarðanir rökstuddar, rétt eins og gerist með t.d. tillögur sem borgarfulltrúar leggja fram innan borgarkerfisins. Með þessu hafa íbúar borgarinnar rödd beint inn í kerfið. Jafnframt hefur farið fram árleg söfnun og forgangsröðun á hugmyndum íbúa að framkvæmdum í hverfum borgarinnar undir formerkinu Betri hverfi, þar sem 300 milljónir úr borgarsjóði eru eyrnamerktar framkvæmdum sem íbúar leggja fram og kjósa síðan um sjálfir. Þannig eru Betri hverfi svipuð og Betri Reykjavík, nema þau afmarkast við tiltekin mál (framkvæmdir) en eru líka með upphæð sem er úthlutað fyrirfram úr borgarsjóði sem tryggir að þær hugmyndir sem íbúar kjósa að setja í forgang ná alltaf fram að ganga. Betri hverfi eru einnig þróuð og rekin af Íbúum þó vefsvæðið og vörumerkið hafi hingað til verið annað. Í samstarfssáttmála þeirra fjögurra flokka sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn segir að „Gerð verði úttekt á kostum og göllum Betri Reykjavíkur og Betri hverfa og gerðar tillögur um næstu skref í rafrænu þátttökulýðræði“. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands var fengin til verksins og skilaði hún úttektarskýrslu sinni í janúar á þessu ári. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð ásamt starfshópi embættismanna hefur síðan verið að vinna úr niðurstöðum hennar og nýta þær til að móta formlegri stefnu gagnvart Betri Reykjavík og rafrænu lýðræði í Reykjavík almennt en verið hefur. Hverfið mitt Eitt sem þegar hefur verið ákveðið er að bregðast við þeim ruglingi sem það hefur skapað að reyna að viðhalda tveimur vörumerkjum, Betri Reykjavík og Betri hverfum, með því að fella Betri hverfi einfaldlega undir Betri Reykjavík og gefa því árlega átaki heitið Hverfið mitt. Þannig sjáum við fyrir okkur að undir Betri Reykjavík geti verið ýmislegt í gangi og að Hverfið mitt sé bara eitt af mörgu sem borgin býður íbúum upp á undir formerkjum Betri Reykjavíkur. Hverfið mitt er nú í fullum gangi og íbúar geta lagt fram hugmyndir til 15. júní. Hugmyndirnar verða síðan rýndar af umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar, kostnaðarmetnar og drög að því hvernig þær myndu líta út teiknuð upp. Þær fara þaðan í kosningu meðal íbúa 1.–8. nóvember næstkomandi og í framkvæmd sumarið 2017. Framkvæmdapotturinn hefur verið hækkaður úr 300 milljónum í 450 milljónir, en halda má því til haga að þar sem lengt hefur verið í ferlinu til að gefa borginni meiri tíma til að vinna úr hugmyndum áður en þær fara í kosningu verður ekkert framkvæmt undir formerkjum hverfakosninga á þessu ári. Með hækkuðum potti mun þetta þó jafna sig út og gott betur á fáeinum árum. Svo vill síðan til að Íbúar hafa setið hörðum höndum við að þróa nýja útgáfu af kerfinu sínu til að laga það að kröfum nútímans og bæta við virkni þess. Betri Reykjavík hefur því verið uppfærð og nú getur fólk t.d. látið myndefni og staðsetningu á korti fylgja með hugmyndum sínum. Kópavogur hefur tekið sama kerfi upp á sína arma í samstarfi við Íbúa en nú stendur yfir í fyrsta sinn hjá bænum átak svipað Hverfinu mínu sem heitir Okkar Kópavogur. Sveitarfélögin tvö munu án efa njóta góðs af reynslu hvort annars – og vonandi slást þau fleiri í hópinn sem fyrst. Hvað Reykjavíkurborg varðar munum við væntanlega halda áfram að þróa Betri Reykjavík í samstarfi við Íbúa, sem og aðrar lausnir í lýðræði á netinu út frá langtímastefnumörkun. Eitt atriði sem bent er á að vanti í úttektarskýrslu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála er aukið samtal milli íbúa og borgarinnar á netinu, bæði um þær hugmyndir sem íbúar hafa og fyrirætlanir borgarinnar. Betri Reykjavík hefur hingað til að mestu boðið upp á einhliða samskipti frá íbúum til borgarinnar, sem er fínt svo langt sem það nær en það má setja markið hærra. Í raun hafa þessi markmið um gagnvirk samskipti nú þegar verið sett niður í gildandi upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar, en hún var uppfærð af stýrihópi á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs í fyrra eftir að hafa verið óbreytt í fimmtán ár. Fyrir liggja því mörg útfærsluatriði og ný útgáfa af vefsíðu Betri Reykjavíkur gefur fullt af tækifærum til að koma þeim í framkvæmd. Þá er bara að nýta þau vel. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur síðan 2010 haldið úti vefsíðunni www.betrireykjavik.is í samstarfi við sjálfseignarstofnunina Íbúa. Betri Reykjavík er samt meira en bara vefsíða heldur er þetta stærra fyrirbæri sem tengist beint inn í stjórnsýslu borgarinnar. Á síðunni geta íbúar lagt fram hugmyndir, rökrætt þær og kosið um þær sín á milli. Reykjavíkurborg skuldbindur sig síðan til að taka vinsælustu hugmyndir hvers mánaðar til formlegrar umfjöllunar innan borgarkerfisins. Sumar eru samþykktar og öðrum hafnað en ferlið er þó alltaf gagnsætt og ákvarðanir rökstuddar, rétt eins og gerist með t.d. tillögur sem borgarfulltrúar leggja fram innan borgarkerfisins. Með þessu hafa íbúar borgarinnar rödd beint inn í kerfið. Jafnframt hefur farið fram árleg söfnun og forgangsröðun á hugmyndum íbúa að framkvæmdum í hverfum borgarinnar undir formerkinu Betri hverfi, þar sem 300 milljónir úr borgarsjóði eru eyrnamerktar framkvæmdum sem íbúar leggja fram og kjósa síðan um sjálfir. Þannig eru Betri hverfi svipuð og Betri Reykjavík, nema þau afmarkast við tiltekin mál (framkvæmdir) en eru líka með upphæð sem er úthlutað fyrirfram úr borgarsjóði sem tryggir að þær hugmyndir sem íbúar kjósa að setja í forgang ná alltaf fram að ganga. Betri hverfi eru einnig þróuð og rekin af Íbúum þó vefsvæðið og vörumerkið hafi hingað til verið annað. Í samstarfssáttmála þeirra fjögurra flokka sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn segir að „Gerð verði úttekt á kostum og göllum Betri Reykjavíkur og Betri hverfa og gerðar tillögur um næstu skref í rafrænu þátttökulýðræði“. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands var fengin til verksins og skilaði hún úttektarskýrslu sinni í janúar á þessu ári. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð ásamt starfshópi embættismanna hefur síðan verið að vinna úr niðurstöðum hennar og nýta þær til að móta formlegri stefnu gagnvart Betri Reykjavík og rafrænu lýðræði í Reykjavík almennt en verið hefur. Hverfið mitt Eitt sem þegar hefur verið ákveðið er að bregðast við þeim ruglingi sem það hefur skapað að reyna að viðhalda tveimur vörumerkjum, Betri Reykjavík og Betri hverfum, með því að fella Betri hverfi einfaldlega undir Betri Reykjavík og gefa því árlega átaki heitið Hverfið mitt. Þannig sjáum við fyrir okkur að undir Betri Reykjavík geti verið ýmislegt í gangi og að Hverfið mitt sé bara eitt af mörgu sem borgin býður íbúum upp á undir formerkjum Betri Reykjavíkur. Hverfið mitt er nú í fullum gangi og íbúar geta lagt fram hugmyndir til 15. júní. Hugmyndirnar verða síðan rýndar af umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar, kostnaðarmetnar og drög að því hvernig þær myndu líta út teiknuð upp. Þær fara þaðan í kosningu meðal íbúa 1.–8. nóvember næstkomandi og í framkvæmd sumarið 2017. Framkvæmdapotturinn hefur verið hækkaður úr 300 milljónum í 450 milljónir, en halda má því til haga að þar sem lengt hefur verið í ferlinu til að gefa borginni meiri tíma til að vinna úr hugmyndum áður en þær fara í kosningu verður ekkert framkvæmt undir formerkjum hverfakosninga á þessu ári. Með hækkuðum potti mun þetta þó jafna sig út og gott betur á fáeinum árum. Svo vill síðan til að Íbúar hafa setið hörðum höndum við að þróa nýja útgáfu af kerfinu sínu til að laga það að kröfum nútímans og bæta við virkni þess. Betri Reykjavík hefur því verið uppfærð og nú getur fólk t.d. látið myndefni og staðsetningu á korti fylgja með hugmyndum sínum. Kópavogur hefur tekið sama kerfi upp á sína arma í samstarfi við Íbúa en nú stendur yfir í fyrsta sinn hjá bænum átak svipað Hverfinu mínu sem heitir Okkar Kópavogur. Sveitarfélögin tvö munu án efa njóta góðs af reynslu hvort annars – og vonandi slást þau fleiri í hópinn sem fyrst. Hvað Reykjavíkurborg varðar munum við væntanlega halda áfram að þróa Betri Reykjavík í samstarfi við Íbúa, sem og aðrar lausnir í lýðræði á netinu út frá langtímastefnumörkun. Eitt atriði sem bent er á að vanti í úttektarskýrslu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála er aukið samtal milli íbúa og borgarinnar á netinu, bæði um þær hugmyndir sem íbúar hafa og fyrirætlanir borgarinnar. Betri Reykjavík hefur hingað til að mestu boðið upp á einhliða samskipti frá íbúum til borgarinnar, sem er fínt svo langt sem það nær en það má setja markið hærra. Í raun hafa þessi markmið um gagnvirk samskipti nú þegar verið sett niður í gildandi upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar, en hún var uppfærð af stýrihópi á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs í fyrra eftir að hafa verið óbreytt í fimmtán ár. Fyrir liggja því mörg útfærsluatriði og ný útgáfa af vefsíðu Betri Reykjavíkur gefur fullt af tækifærum til að koma þeim í framkvæmd. Þá er bara að nýta þau vel. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun