Viðreisn mælist með 12,3% og er það mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með hingað til. Fylgi Vinstri grænna mælist 11,5%, Samfylking mælist með 9,3% og þá mælist Framsóknarflokkurinn með 12,2%.
Björt framtíð mælist með 4,9% sem er hæsta mæling síðan í könnun sem lauk 20. maí, en flokkurinn mældist með 4,5% fylgi í könnun sem lauk þann 29. ágúst.
Fylgi annarra flokka mældist um og undir 2%
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 31,5% sem er lægsta mæling síðan í apríl, þegar stuðningur við ríkisstjórnina mældist 26%.
Nánar á vef MMR.
